Fréttablaðið - 13.01.2023, Síða 11

Fréttablaðið - 13.01.2023, Síða 11
KYNN INGARBLAÐ ALLT FÖSTUDAGUR 13. janúar 2023 Alla daga gegn kulda og sól Apótek, Hagkaup og Fjarðarkaup www.celsus.is Drífa Líftóra hefur alltaf heillast af mynstrum og virkni þeirra. jme@frettabladid.is Laugardaginn 14. janúar klukkan 16 verður sýningin Bestiarium Negativum, á verkum Drífu Líftóru Thoroddsen opnuð í Úthverfu á Ísafirði. Listakonan verður við- stödd opnun sýningarinnar og boðið verður upp á léttar veitingar. Sýningin stendur til sunnudagsins 5. febrúar. Ógnvænleg náttúra Í lýsingu á sýningunni kemur fram að Drífa sé mikið náttúrubarn og þjóðsagnanörd. Hún sé myrkfælin, verði auðveldlega hrædd og hafi notað listina til að vinna bug á þeim ótta. Bestiarium Negativum sýnir í myndum hvað gerist þegar ógnarlegum ókindum er hrúgað saman í litrík mynstur og geig- vænleg grös taka á sig skuggalegar myndir. „Frá því að land var hér numið fyrir rúmum þúsund árum höfum við í senn óttast og dáðst að náttúrunni okkar … negatífa náttúrunnar hefur leyft okkur að sjá alls kyns verur sem voru ef til vill ekki til staðar og hafa hinar ýmsu sögur gengið manna á milli um hvurslags ófreskjur hafa sést á láði jafnt sem í legi. Þetta er okkar arfur.“ Drífa Líftóra er í grunninn fata- og textílhönnuður. Hún útskrifað- ist með MA-próf í fatahönnun frá Paris College of Art 2017 og diplóma í textíl frá Myndlista- skólanum í Reykjavík vorið 2020. Eftir útskrift hefur hún haldið tvær sýningar á handþrykktum fata- línum á HönnunarMars. n Okkar arfur Lífið er gott og fjölbreytt Tónlistarmaðurinn Matthías Matthíasson fær mikið út úr því að taka þátt í mikilvægum augnablikum í lífi fólks. Hann situr sjaldan verkefnalaus heima en næsta stóra verkefni er flutningur á meistaraverkinu Dark Side of the Moon eftir Pink Floyd í Hörpu. 2 Þegar ég hlustaði fyrst á þessa plötu var það í fyrsta skipti sem ég upplifði það sem ferðalag að hlusta á plötu, segir Matthías Matthíasson um eina söluhæstu hljómplötu sögunnar, Dark Side of the Moon með Pink Floyd. Hún verður flutt í heild sinni í Eldborg í Hörpu snemma í næsta mánuði. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.