Fréttablaðið - 13.01.2023, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 13.01.2023, Blaðsíða 38
Menn geta verið hokn- ir af reynslu en samt ömurlegir í því sem þeir eru að gera. AUGLÝSINGADEILDIR – AUGLÝSINGASTJÓRI: Guðmundur Örn Jóhannsson gudmundur@torg.is ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 550 5050: Auður Húnfjörð audur@ frettabladid.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrir@frettabladid.is , Reynir Elís Þorvaldsson reynir@frettabladid.is, Örn Geirsson orn@frettabladid.is FÓLK/SÉRBLÖÐ SÍMI 550 5078: Arnar Magnússon arnarm@frettabladid.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@frettabladid.is, Kolbeinn Kolbeinsson kolbeinn@frettabladid.is, Ruth Bergsdóttir ruth@frettabladid.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is RAÐAUGLÝSINGAR/FASTEIGNIR SÍMI 550 5056: Hrannar Helgason hrannar@frettabladid.is TÍMAMÓTA- OG ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR: SÍMI 550 5055: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@frettabladid.is Gísli Einarsson frumsýnir um helgina uppistandssýningu á Sögulofti Landsnámsseturs Íslands í Borgarnesi. Hann fótbrotnaði í október og segist þannig loksins hafa getað klárað verkið sem er uppfærsla á frægustu Ferðabók Íslands. odduraevar@frettabladid.is Einn ástsælasti sjónvarpsmaður þjóðarinnar frumsýnir um helgina eigin uppfærslu á Ferðabók Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar frá árinu 1772. Ferðabókin var skrifuð af þeim Eggerti Ólafssyni og Bjarna Páls- syni sem fengu styrk frá danska ríkinu árið 1752 til skrifanna. Þeir ferðuðust um landið í fimm ár, skrá- settu íbúa landsins og náttúru með skrautlegum lýsingum. „Það hefur náttúrulega ýmis- legt breyst og svo var bara ekkert almennilega vandað hjá þeim, því ég er búinn að leggja miklu meiri vinnu í mitt verkefni og vænti þess að fá sömu athygli og þeir fengu á sínum tíma,“ segir Gísli hlæjandi. „Það er búið að hampa þessu í ein- hver 270 ár sko, þannig að ég vænti þess að það verði eins með mína vinnu, að hún verði í hávegum höfð næsta 271 árið.“ Hann frumsýnir verkið á Sögu- lofti Landnámsseturs Íslands í Borgarnesi á laugardag. „Ég er ein- mitt uppi á Sögulofti núna og ætla að reyna að negla þetta eins sæmi- lega og mögulegt er,“ segir Gísli og það er stutt í húmorinn. „Sjö-níu-þrettán, ég held að þetta líti þokkalega út. Ég var að renna yfir þetta í gær með leikstjóranum og listrænum stjórnendum og þeim sem koma að þessu með mér og þetta lítur bærilega út.“ Gísli segir þekkt í gegnum mann- kynssöguna að þótt miklum tíma sé varið í ákveðin verkefni geti niður- staðan samt verið ömurleg. „Menn geta verið hoknir af reynslu en samt ömurlegir í því sem þeir eru að gera. Það eru alveg mörg dæmi um það. Æfingin skapar ekk- ert alltaf meistarann, það er lygi,“ segir Gísli hlæjandi. Síðast þegar Fréttablaðið ræddi við Gísla, í október síðastliðnum, var hann nýfótbrotinn eftir að hafa lent illa þegar hann festist uppi á húsþaki. „Ég er núna að bíða eftir því að það verði teknir naglarnir úr fæt- inum en ég er allavega orðinn ról- fær,“ segir Gísli sem bætir því við að það hafi í raun verið fótbrotinu að þakka að hann hafi loksins haft tíma til að skrifa handritið að uppi- standssýningunni. „Þannig að það kom allavega eitt- hvað, ég segi ekki gott, úr þessu, en það kom allavega eitthvað út úr þessu,“ segir Gísli á léttum nótum. Hann segir að aulahúmorinn verði allsráðandi á sýningunni. „Ég ætla allavega rétt að vona að það komi enginn á þeim for- sendum að viðkomandi sé að fara á einhverja hámenningu. Þá fá menn endurgreitt, ég get lofað því. Lág- menning hefur ágætis næringargildi að mínu mati.“ Margir vilji oft eitthvað fínt og f lott. „En ef þú ert alltaf í spari- fötunum og borðar ekkert nema hátíðarmat þá er það bara ömurlegt og verður leiðigjarnt,“ segir Gísli og bætir við: „Þannig að menn þurfa líka að sinna lágmenningu og ómerki- legum aulahúmor og þess háttar og það er það sem ég er að reyna að skaffa, ég er að reyna að sinna þörf- um þeirra sem gera ekkert miklar kröfur og hafa ekkert góðan smekk. Þeir eiga líka rétt á sínu.“ n Fótbrotið ýtti Gísla í að klára ferðabókina Gísli segir sýninguna fyrst og fremst vera fyrir þá sem kunna að meta lágmenningu. MyND/GUNNhILDUR LUND Gísli segist rétt vona að sínu verki verði hampað næstu 270 ár rétt eins og Ferðabók þeirra Eggerts og Bjarna. MyND/ GUNNhILDUR LUND 18 Lífið 13. janúar 2023 FÖSTUDAGURFréttablaðið

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.