Fréttablaðið - 13.01.2023, Síða 6

Fréttablaðið - 13.01.2023, Síða 6
Nú sést árangurinn af þessu mikilvæga alþjóðlega átaki að dragar úr og banna framleiðslu óson­ eyðandi efna. Sigrún Karls- dóttir, skrif- stofustjóri Nátt- úruvárþjónustu hjá Veðurstofu Íslands Ósonlag jarðar er hægt og rólega að ná sér á ný eftir inn- leiðingu verndarsamkomu- lags árið 1989. Skrifstofustjóri hjá Veðurstofu Íslands segir þetta skipta miklu máli fyrir líf á jörðinni og telja vísinda- menn samkomulagið vera það farsælasta í sögunni. helgisteinar@frettabladid.is LOFTSLAGSMÁL Samkvæmt nýrri úttekt frá Sameinuðu þjóðunum er búist við að stærsti hluti ósonlags- ins, sem verndar plánetuna fyrir útfjólublárri geislun, muni ná sér fyrir 2040. Eftir að jarðarbúar tóku eftir því að ósonlagið var farið að rýrna virðast aðgerðir til að draga úr ósoneyðandi efnum undanfarin ár hafa skilað sér. Losun manna á svokölluðum klórflúorefnum sem voru notuð í ýmiss konar iðnaði, í kæliskápa og fleira, varð til þess að ósonlag jarðar tók að þynnast upp úr miðri síðustu öld. Losunin varð meðal annars til þess að gat myndaðist á ósonlaginu. Til að sporna við þessu var haldin ráðstefna í borginni Montréal í Kanada árið 1987 þar sem 46 þjóðir undirrituðu samkomulag, sem nefndist Montréal-bókunin, um að draga úr notkun ósoneyðandi efna. Síðan þá hefur bókunin verið upp- færð níu sinnum og gerðist Ísland aðili árið 1989, sama ár og bókunin sjálf öðlaðist gildi. Sigrún Karlsdóttir, skrifstofustjóri Náttúruvárþjónustu hjá Veðurstofu Íslands, segir niðurstöður úttektar- innar vera mjög góðar fréttir og sýna að alþjóðasamkomulag af þessu tagi geti skilað góðum árangri. Hún útskýrir að heildarmagn ósons í lofthjúpnum sé breytilegt eftir árstíma. Mest sé ósonmagnið síðla vetrar, nánar tiltekið eftir miðjan mars, en minnkar síðan jafnt og þétt er líður fram á vor og sumar. Síðla vetrar og í byrjun vors geta myndast aðstæður þar sem efnahvörf í heiðhvolfinu geta valdið mikilli eyðingu ósonlagsins, sérstak- lega ef ósoneyðandi efni eins og klór og bróm eru til staðar. „Nú sést árangurinn af þessu mik- ilvæga alþjóðlega átaki að draga úr og banna framleiðslu á ósoneyðandi efnum, sem skilar sér í því að þynn- ing og einkum sú mikla þynning á ósonlaginu sem hefur átt sér stað á vormánuðum mun smám saman að heyra sögunni til og það skiptir miklu máli fyrir lífríki jarðar,“ segir Sigrún. Til að mynda samþykktu aðilar Montréal-bókunarinnar árið 2016 að draga úr notkun á vetnisflúorkol- efnum, sem áttu upprunalega að koma í staðinn fyrir klórflúorkol- efni. Þar sem vetnisf lúorkolefni innihalda ekki klór var efnið álitið vera góður staðgengill á sínum tíma fyrir ósoneyðandi klórflúorkolefnið. Efnið er hins vegar hlaðið gróður- húsalofttegundum sem hafa mjög slæm áhrif á umhverfið. Petteri Taalas, aðalritari Alþjóða- veðurfræðistofnunarinnar, segir að þær vel heppnuðu aðgerðir sem mannkynið hafi framkvæmt í við- gerðum á ósonlaginu hafi skapað fordæmi fyrir annars konar lofts- lagsaðgerðir. „Velgengni okkar í að draga úr notkun ósoneyðandi efna sýnir hvað við erum fær um að gera og verðum að gera þegar kemur að því að draga úr útblæstri gróður- húsalofttegunda.“ David Fahey, vísindamaður hjá Haf- og veðurstofu Bandaríkjanna (e. NOAA), hefur einnig sagt Mont- réal-bókunina vera farsælasta umhverfissáttmála sögunnar og er sáttmálinn hvetjandi dæmi um það hvað þjóðir heimsins geta gert þegar þær koma saman og ákveða að bregðast við ákveðnu vandamáli. n Vel heppnað fordæmi fyrir aðrar loftslagsaðgerðir helgisteinar@frettabladid.is ALþjóðAMÁL Bandaríkin og Japan tilkynntu í vikunni gríðarlega aukningu á hernaðarsamstarfi sínu. Stefnubreytingin felur meðal annars í sér auknar varnir gegn geimárásum og nýja herdeild land- gönguliða sem mun hafa aukinn aðgang að upplýsingum, eftirlits- getu og f lugskeytum sem nota má gegn herskipum. Anthony Blinken, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, fundaði í gær með Yoshimasa Hayashi, utanríkis- ráðherra Japans, og sögðust þeir báðir vera sammála um að Kína væri stærsta geópólitíska ógn sem Bandaríkjamenn og bandamenn þeirra standa frammi fyrir. Bandaríkin segjast einnig styðja áætlanir japanskra yfirvalda um að verja meiri fjármunum til að styrkja varnarlið sitt, en Japanir vilja auka getu sína til að ráðast gegn bækistöðvum óvina, skyldu þeir telja árás á landið vera yfir- vofandi. Nýja landgönguliðadeildin verð- ur starfrækt á Okinawa-eyju og mun verkefni deildarinnar vera að starfa sem viðbragðssveit sem gæti brugðist f ljótt við skyndilegri árás á landið. Á Okinawa eru 25 þúsund bandarískair hermenn og rúmlega 70 prósent af öllum bandarískum herstöðvum í Japan. Eyjan er talin afar mikilvæg sökum nálægðar hennar við Taívan. n Telja Kína vera stærstu ógnina við sig Áhugaverðar staðreyndir n Ósonlagið er svæði í efri hluta lofthjúps jarðar þar sem styrkur ósons er meiri en annars staðar í lof- hjúpnum. n Lofthjúpurinn er þunnt gaslag utan um jörðina og er að mestu úr súrefni og nitri en í honum eru einnig aðrar gastegundir. n Óson finnst alls staðar í andrúmsloftinu en er í mis- miklu magni eftir hæð. n Styrkur ósons er mestur í um 20 kílómetra hæð frá jörðu. n Ósonlagið gegnir mjög mikilvægu hlutverki fyrir lífríki jarðarinnar þar sem það gleypir í sig skaðlega útfjólubláa geislun frá sólu. Losun manna á svokölluðum klórflúorefnum varð til þess að gat myndaðist í ósonlaginu. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA Montréal-bókunin hefur verið uppfærð níu sinnum frá samþykkt árið 1987. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA Utanríkisráðherrar Japans og Bandaríkjanna. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA Ný landgönguliða­ deild verður starfrækt á Okinawa­eyju. helenaros@frettabladid.is BAndAríkin Aðstoðarmenn Banda- ríkjaforseta fundu trúnaðarskjöl á heimili hans í Delaware-fylki á aust- urströnd Bandaríkjanna. Er þetta í annað skiptið sem slík skjöl finnast á leynilegum stöðum Joes Bidens en Hvíta húsið hefur staðfest fund skjala á skrifstofu sem hann notaði fyrir forsetatíð sína. Málið þykir hið óþægilegasta fyrir forsetann sem svaraði fyrir sig í ávarpi í gær. Aðspurður sagði Biden skjölin hafa verið í læstum bílskúr. Hann taki trúnaðarskjölum alvarlega. Biden segist sýna fullan samstarfs- vilja í rannsókninni og að skjölin hafi verið afhent bandaríska dóms- málaráðuneytinu. Að sögn Bidens leituðu aðstoðarmenn hans á fleiri stöðum þar sem skjöl frá tíma hans sem varaforseta voru geymd og að þeirri yfirferð hafi lokið í fyrradag. Bandarískir fjölmiðlar segja mál- inu hvergi nærri lokið og að það geti haft áhrif á rannsókn á skjalafund- inum í húsi Donalds Trump fyrr- verandi Bandaríkjaforseta í Flórída. Þúsundir skjala fundust á síðasta ári í húsi Trumps í Mar-a-Lago í Flórída. Trump, ásamt f leirum, hefur krafist rannsóknar á máli Bidens. Fyrrverandi forsetinn spurði meðal annars á samfélagsmiðli sínum hve- nær alríkislögreglan ætlaði að leita á hinum fjölmörgu heimilum Bidens og í Hvíta húsinu. n Skjölin hafi verið í læstum bílskúr Joe Biden, forseti Bandaríkjanna kristinnhaukur@frettabladid.is írLAnd Ríkisstjórn Írlands hefur ákveðið að krefja framleiðendur og innflytjendur áfengis um að setja viðvörunarmerkingar á áfengis- umbúðir. En slíkar viðvaranir hafa verið á tóbaksumbúðum um ára- tuga skeið. Á meðal þess sem koma mun fram á miðunum verður að áfengi geti valdið lifrarkrabbameini, skorpulifur og öðrum sjúkdómum í lifur. Einnig eru sérstakar viðvar- anir fyrir óléttar konur. Írland er mjög stór framleiðandi áfengis á heimsmælikvarða þrátt fyrir að landið telji aðeins rúmar 5 milljónir íbúa. Þar eru framleiddir drykkir eins og Guinness bjór, Bai- leys líkjör og Jamesson viskí. Ákvörðunin hefur hins vegar valdið meiri úlfúð utan land- steinanna en innan. Einkum frá stjórnvöldum í Róm en Ítalir hafa mótmælt kröftuglega og segja ákvörðunina atlögu gegn efnahag sínum. Fleiri vínframleiðslulönd, til dæmis Spánn, hafa einnig lagst gegn þessu en engu að síður fengu Írar engar mótbárur frá framkvæmda- stjórn Evrópusambandsins þegar þeir tilkynntu um áætlanir sínar í sumar. Kærufresturinn er nú liðinn og Írar geta sett merkingarnar á umbúðirnar. n Írar setja viðvaranir á áfengisumbúðir Guinness, Baileys og Jamesson eru írskir drykkir. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTy 6 Fréttir 13. janúar 2023 FÖSTUDAGURFréttablaðið

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.