Fréttablaðið - 13.01.2023, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 13.01.2023, Blaðsíða 20
Ingibergur Þorkelsson hefur vakið athygli fyrir full- yrðingar um nytsemi og lækningar í meðferðardá- leiðslu og Hugrænni endur- forritun. Hann segir engan geta metið árangurinn betur en meðferðarþegar. Spurður að því hvort hann geti sýnt fram á lækningar með dáleiðslu segir Ingibergur að í sálfræðimeðferðum og Hug­ rænni endurforritun sé lagt mat á árangur með því að spyrja með­ ferðarþegann. „Það er enginn annar sem getur sagt þér hvort honum líður betur eða telji sig læknaðan. Í upphafi meðferðar er meðferðarþeginn beðinn um mat á líðan sinni og aftur í lok meðferðar,“ útskýrir hann. Lækning Ingibergur segir að við getum verið sammála um að ef einhver fær lungnabólgu og læknast af henni sé sá hinn sami læknaður. En hvað þá með þunglyndi og kvíða? „Þegar fólki líður betur og finnst það vera laust við þunglyndið eða kvíðann, er það þá læknað? Hvað ef þetta kemur nú aftur? Ég hef miðað við að fólk sé læknað ef einkennin hverfa í nokkur ár,“ segir hann. Getur þú nefnt dæmi um fólk sem hefur læknast í meðferðar­ dáleiðslu og Hugrænni endurfor­ ritun? „Já, það get ég. Ef ég miða við að minnsta kosti fjögur ár þá get ég nefnt nokkur dæmi.“ Þunglyndi Tíminn hjá klínískum dáleiðanda er ekki 50 mínútur eins og er hjá sumum meðferðaraðilum. Hann er venjulega 120–190 mínútur. Ingibergur segir að árið 2018 hafi hann fengið til meðferðar karlmann sem þjáðist af djúpu þunglyndi. „Eftir eitt skipti upplifði hann sig læknaðan og losaði sig við öll þunglyndislyf í samráði við lækni. Hann kom fram í sjónvarpi í haust, í þættinum Af brigði á Stöð 2 og lýsti reynslu sinni. Hann er alveg laus við þunglyndið,“ segir Ingibergur Hvernig má það vera að þetta sé hægt í einum meðferðartíma? „Dáleiðendur vinna með undirvitundinni. Þótt ástæðan sé gleymd meðvitaða huganum er hún geymd í undirvitundinni. Það sem helst leiddi til bata þessa manns var að hann fékk að vita hvers vegna hann var þunglyndur. Það var nóg. Hann er læknaður.“ Hvers vegna fólk læknast af sjúkdómum í meðferðardáleiðslu og Hugrænni endurforritun Ingibergur getur nefnt nokkur dæmi um sjúk- dóma sem með- ferðarþegar hafa læknast af eftir dáleiðslu. Astmi Ingibergur segir marga reka upp stór augu þegar talað er um að lækna astma með meðferðar­ dáleiðslu. „Staðreyndin er sú að ef lungun og berkjurnar eru óskemmdar er ástæða astma samdráttur sléttu vöðvanna. Þeim er svo stjórnað af undirvitundinni. Fyrir rúmum fjórum árum kom til mín kona sem hafði mikinn astma. Hún átti erfitt með að vera úti þegar hreyfði vind og henni leið mjög illa. Henni þótti gaman að hjóla en gat það sjaldnast. Eftir eitt skipti í hugrænni endurforritun upplifði hún sig læknaða. Þegar ég spurði hana nýlega hvernig gengi kom hún af fjöllum. Hún var búin að gleyma að hún hafði haft astma. Það rifjaðist upp þegar ég spurði hana hvernig gengi með astmann,“ segir Ingibergur. Aðspurður hvernig þetta hafi verið hægt svarar Ingibergur: „Við fórum aftur í tímann í dáleiðsluástandi þar til við fundum engan astma. Og svo hægt og rólega áfram að fyrsta skiptinu sem hún fékk astmakast. Hún var mjög ung og var á sumardvalar­ heimili. Hún datt í vatnið og bar sig illa, átti erfitt með að anda. Starfsfólkið var mjög gott við hana, hlúði að henni og gaf henni kakó. Þarna lærði undirvitundin að ef hún átti erfitt með að anda voru allir góðir við hana. Ómeð­ vitað notaði hún svo astmann þegar hún þurfti umhyggju. Sem fullorðin kona hafði hún ekki hugmynd um ástæður astmans en þegar hún fékk þessar upp­ lýsingar frá undirvitundinni, við ræddum líka við persónuþættina og afgreiddum málið þannig að astminn hvarf, þá læknaðist hún.“ Hvaða aðra sjúkdóma hefur þú læknað? „Miðað við fjögurra ára regluna sem ég setti mér, get ég nefnt Ég held það sé fátt sem ekki er hægt að bæta með þessari meðferð. Kvíði er eitt af því og þar hefur náðst mjög góður árangur. Ingibergur Þorkelsson Eftir eitt skipti upplifði hann sig læknaðan og losaði sig við öll þunglyndislyf í samráði við lækni. Ingibergur Þorkelsson Næsta grunnnámskeið hefst 10. febrúar 2023 Næsta framhaldsnámskeið hefst 14. apríl 2023 d áleiðsla.is ofnæmi, bæði kattaofnæmi og frjóofnæmi. Kona sem leitaði til mín átti kött en hafði hann í þvottahúsinu þar sem hún var með ofnæmi fyrir honum. Henni fannst þetta óskaplega leiðinlegt. Hún býr úti á landi og er mikið í kringum hesta, hey og f leira. Til þess að geta lifað með þessu tók hún fimm tegundir af ofnæmis­ lyfjum,“ svarar Ingibergur. „Konan kom til mín í tvö skipti og kattaofnæmið hvarf alveg og hefur ekki komið aftur. Hún er læknuð af því. Frjóofnæmið minnkaði mjög mikið og núna þarf hún aðeins að taka eina tegund af ofnæmislyfi og þá rétt yfir mesta frjótímann á sumrin.“ Hugræn endurforritun Þér verður tíðrætt um Hugræna endurforritun. Hvað er það? „Á undanförnum tólf árum hef ég unnið við meðferðir og notað ýmsar meðferðir. Ég valdi svo öflugustu meðferðirnar og samdi nýja meðferð byggða á þeim grunni auk nýjustu taugarann­ sókna. Ég held að það sé fátt sem er ekki hægt að bæta með þessari meðferð. Kvíði er eitt af því og þar hefur náðst mjög góður árangur,“ útskýrir Ingibergur. „Þessi meðferð er meðferð framtíðarinnar, miklu frekar en hugvíkkandi efni sem allir virðast vera að tala um. Hug­ víkkandi efni opna aðgang að undirvitundinni en það er erfitt að stjórna meðferðinni. Hug­ ræn endurforritun vinnur með undirvitundina í samvinnu við meðferðarþegann.“ n Hugræn endurforritun er ný meðferð sem vinnur með undirmeðvitundina. 8 kynningarblað 13. janúar 2023 FÖSTUDAGURSKÓLAR OG NÁMSKEIÐ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.