Fréttablaðið - 13.01.2023, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 13.01.2023, Blaðsíða 28
Ávextir og grænmeti eiga alltaf heima í nestisboxinu. mynd/getty thordisg@frettabladid.is Mikilvægt er fyrir nemendur að borða reglulega svo þeir fái orku- og næringarefni yfir daginn og geti þá betur tekist á við verkefni sín. Börn þurfa hlutfallslega meiri orku en fullorðnir þar sem þau eru enn að vaxa og þroskast. Börn eru misjöfn og ekki dugar öllum að fá einungis ávexti og grænmeti í morgunhressingu. Hér eru dæmi um heppileg matvæli fyrir mismunandi þarfir barna. Ávextir og grænmeti ættu alltaf að vera í nestisboxinu, svo sem eplabitar, banani, mandarína, vínber, mangó, gulrætur, rófubitar, gúrkubitar og litlir tómatar. Aðeins orkumeira nesti getur verið ostbitar, egg, hrein jógúrt/ skyr, hrökkbrauð, nokkrir hafra- hringir og þurrkaðir ávextir eins og rúsínur og döðlur. Fyrir nemendur sem borða lítið í morgunmat eða verða svangir fyrir hádegismat getur nesti verið sam- loka, flatkaka eða hrökkbrauð með osti, kotasælu, hummus, kæfu, eggjum, banana eða avókadó. Sparinesti er tilbreyting frá því sem er venjulega en ávextir og grænmeti geta að sjálfsögðu verið partur af því nesti og hægt að prófa nýjar tegundir. Gosdrykki, orkudrykki og sælgæti ætti ekki að leyfa í sparinesti, en í staðinn til dæmis kolsýrt vatn með eða án bragðefna (þó án sítrónu- sýru (E330)), mjólk, kakómjólk, ávaxtasafi, ávaxtastöng, snúður, kex, samlokur, snakk, poppkorn og saltstangir. n Heimilid: landlaeknir.is Hollt morgunnesti Oft er gott að rissa upp myndir af námsefninu til að muna. sandragudrun@frettabladid.is Til að ganga vel í námi þarf að hafa gott minni, til eru ýmsar aðferðir til að þjálfa minnið. Ein aðferð sem gagnast mörgum við að leggja upplýsingar á minnið er að teikna myndir. Heilinn er fljótari að vinna úr myndum en orðum. Þess vegna er það gagnleg minnistækni að breyta orðum í myndir. Ef þú vilt muna eitthvað, teiknaðu það og reyndu að hafa myndina fyndna eða ýkta það hjálpar. Ef lesið er um borgara- styrjöld má rissa upp mynd af hamborgara. Ef Þjóðverjar unnu borgarastyrjöldina má teikna hljóðfæri, hljóð rímar við þjóð, svo má teikna smokk öðru nafni verjur. Þá er kominn Þjóðverji. Ef þú lítur á myndina muntu alltaf muna að Þjóðverjar unnu borgara- styrjöldina. Svona má leika sér að orðum og teikna allt það sem mikilvægt er að muna fyrir próf. n Teiknað til að muna námsefnið Unglingar fá góð viðbrögð og stuðn- ing hjá vinum sínum ef þeir deila erfiðleikum í einkaskilaboðum. elin@frettabladid.is Samkvæmt rannsókn sem gerð var á meðal unglinga í Bergen í Noregi fá samskipti þeirra á samfélags- miðlum of neikvæða athygli. Flest ungmenni sem hafa deilt vanlíðan með vinum upplifa sig fá fremur stuðning en niðurrif. Vísindamenn skoðuðu upplifun ungs fólk af því að deila einhverja sem þeim fannst erfitt á samfélags- miðla. 31% svarenda á aldrinum 17–21 árs hafði deilt einhverju erfiðu með vinum og fjölskyldu en 7,7% höfðu deilt á opnar síður. Unga fólkið fékk frekar góð við- brögð og stuðning þegar það deildi með nánustu vinum sínum en hlutfallið var talsvert minna ef það deildi á opnar síður. „Niðurstöðurnar sýna að sam- félagsmiðlar geta verið vettvangur til að leita eftir og þiggja stuðning,“ segir Bjarte Kysnes, einn úr hópi rannsakenda. Í ljós kom að þeim ungmennum sem deildu vanda- málum sínum leið verra andlega en þeim sem deildu engu slíku. „Samfélagsmiðlar geta veitt tæki- færi til að deila erfiðum tilfinn- ingum og atburðum,“ segir Kysnes og bætir við að þannig geti notkun samfélagsmiðla verið stuðningur og haft jákvæð áhrif á andlega heilsu og vellíðan. n Opna sig um vanlíðan á netinu Vinnuaðstaðan þín © Inter IKEA System s B.V. 2023 Verslun opin 11-20 alla daga ̵ IKEA.is BEKANT hirsla á hjólum B41�H61 cm 27.900,- LÅNGFJÄLL skrifborðsstóll 28.900,- 19.900,- SVENSÅS minnistöflur 2.790,- 1.990,-/stk. ÚTSALA ÚTSALA EKET skápar B35�D25, H35 cm 2.750,-/stk. RANARP skrifborðslampi 6.790,- RÅSKOG hjólavagn 8.950,- 16 kynningarblað 13. janúar 2023 FÖSTUDAGURskólar Og námskeið

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.