Fréttablaðið - 13.01.2023, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 13.01.2023, Blaðsíða 14
Menntun til sjálfbærni Rannís leiðir verkefnið Menntun til sjálfbærni fyrir hönd Norrænu ráð­ herranefndarinnar. „Tilgangur verkefnis­ ins er að stefna að því að sjálfbær þróun verði sam­ ofin öllu námi barna jafnt sem fullorðinna. Allir nemendur eiga að öðlast þá þekkingu og hæfni sem nauðsynleg er til að efla sjálfbæra þróun, meðal annars með menntun um sjálfbæran lífs­ stíl, mannréttindi, jafnt aðgengi, menningu sem byggir á friði og alþjóðlegan þegnrétt. Þá er lögð áhersla á gildi margs konar menningarstarfsemi fyrir sjálf­ bæra þróun,“ segir Margrét K. Sverrisdóttir, verkefnastjóri verkefnisins. Menntun til sjálfbærni gerir ráð fyrir samvinnu einstaklinga utan og innan skólans, og við samfélagið nær og fjær. „Menntun til sjálfbærni krefst heildrænnar nálgunar þar sem tillit er tekið til allra þátta sjálf­ bærs samfélags með skilningi á jafnvægi vistkerfa, líffræðilegum fjölbreytileika, nýtingu auðlinda, loftslagi og velferð,“ útskýrir Mar­ grét og heldur áfram: „Kjarni verkefnisins er þetta breiða samstarfsnet yfirvalda, stofnana, sambanda, félaga og hagsmunasamtaka og tengsla­ neta sem koma að menntamálum og menntun kennara á Norður­ löndunum þar sem markhópurinn er kennarar af öllum skólastigum.“ Margrét segir þátttakendur í verkefninu fá tækifæri til að svara mikilvægum spurningum um menntun framtíðarinnar. „Þetta eru spurningar á borð við hvað kennarar og annað starfs­ fólk menntageirans þurfi að læra til að verða enn færari í að koma fróðleik um sjálfbæran lífsstíl á framfæri við nemendur, hvaða hlutverki menntastofnanir skuli gegna í nauðsynlegri hugarfars­ breytingu til að gera Norður­ löndin sjálfbær, hvort mögu­ legt sé að vefa rauðan þráð frá leikskóla til fullorðinsfræðslu þar sem þekking um sjálfbæra þróun vex jafnt og þétt, hvaða hindranir eru á veginum í átt að sjálfbærni, hvernig styrkja megi rödd barna og ungs fólks í samhengi við sjálf­ bærni og hvernig samvinna við nærsamfélög og atvinnulíf getur stutt við markmið verkefnisins.“ Gildistími verkefnisins er til árs­ loka 2024. Nánari upplýsingar um Menntun til sjálfbærni er að finna á rannis.is. Fisktækniskólinn og Nordplus Fisktækniskóli Íslands í Grinda­ vík hefur í tvígang verið styrktur af Nordplus. Fyrir tilstilli þess stuðnings hefur skólinn náð að stuðla að stækkun og aukinni þátttöku annarra landa í sam­ starfsneti fisktækniskóla. Fisktækniskólinn hóf starfsemi sína árið 2010 og hlaut árið 2012 viðurkenningu sem starfs­ menntaskóli á framhaldsskóla­ stigi. Í dag eru níu skólar aðilar að samstarfsnetinu sem meðal annars hafa unnið saman að náms­ og kennsluefni og endur­ menntun sérgreinakennara. „Alþjóðlegt samstarf er afar mikilvægt fyrir okkur í Fisk­ tækniskólanum og af fjölmörg­ um ástæðum. Ef litið er fram hjá hefðbundnum strandveiðum eru veiðar, vinnsla og fiskeldi á Íslandi hátæknimatvælaiðnaður á alþjóðlegum markaði og margt af því sem einkennir störfin því sambærilegt og í helstu sam­ keppnislöndum okkar. Menntun og þjálfun þess hluta kallar því á alþjóðlegan samanburð, auk þess sem við þurfum að geta boðið upp á menntun sem stenst samanburð við það besta á markaði. Það sama má segja um hefðbundna strandveiði, þó í flestum tilfellum þurfi vart að leita lengra en til annarra Norðurlanda til samanburðar,“ segir Ólafur Jón Arnbjörnsson, skólameistari Fisktækniskólans. Ólafur segir þátttöku í nor­ rænum og alþjóðlegum verk­ efnum gefa kennurum og nem­ endum aðgang að upplýsingum, tækjum og búnaði, og möguleika á samanburði milli landa. „Alþjóðlegt samstarf er jafn­ framt ein besta og ódýrasta aðferðin til endurmenntunar kennara í sérskóla sem okkar,“ segir Ólafur. Fisktækniskólinn hlaut á síðasta ári viðkenningu Nord­ plus Junior 2022, Aurora Award, fyrir besta verkefnið. Valið var á milli verkefna sem þóttu skara fram úr innan Nordplus en nefnd skipuð fulltrúum frá Norður­ löndunum og Eystrasaltsríkj­ unum fór yfir tilnefningar til verðlaunanna. Þegar kemur að því að skapa og vinna í alþjóðlegum verk­ efnum segir Ólafur besta ráðið vera skýra sýn á markmið og tilgang skólans fyrir þátttöku í alþjóðlegu samstarfi. „Við stjórnun verkefnis er afar mikilvægt að vera opinn og gefa sér góðan tíma í byrjun til að allir þátttakendur hafi sama skilning á markmiði, hlut­ verkum og helstu verkþáttum. Þá er nauðsynlegt að gefa sér góðan tíma til að kynnast þátttakendum og ástæðu þeirra fyrir þátttöku, sem og væntingum. Það að byggja upp traust í upphafi verkefnis er grundvöllur góðs samstarfs,“ segir Ólafur og bætir við að þátttaka í alþjóðlegu samstarfi hafi sannarlega greitt götuna fyrir Fisktækniskólann á þann stað sem hann er í dag. Útgefandi: Torg ehf. Veffang: frettabladid.isÁbyrgðarmaður: Jón Þórisson Sölumaður auglýsinga: Ruth Bergsdóttir, ruth@frettabladid.is, s. 694 4103. Eydís Inga, Andrés og Eva hvetja til umsókna um styrk til verkefna hjá Nordplus. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Margrét Sverrisdóttir er verkefna­ stjóri Mennt unar til sjálfbærni. Ólafur Jón Arnbjörnsson, skólastjóri Fisktækni­ skóla Íslands Helstu markmið Nordplus 2023-2027: n Að styrkja samvinnu í menntamálum og styðja markmiðið um að öll löndin séu aðilar að einu mennta­ svæði . n Að styðja, þróa og nota nýjar aðferðir í menntun með því að skiptast á reynslusögum og dæmum um það sem vel hefur gengið . n Að auka gæði og nýsköpun á sviði menntamála með samvinnu bæði innan menntakerfisins og við aðila vinnumarkaðarins með þróunarverkefnum og samstarfsnetum. n Að styrkja stöðu Norður­ landamála og menningar Norðurlanda og að auka skilning á menningu Eystra­ saltslandanna. n Að auka skilning á Norður­ landamálunum, sérstak­ lega meðal barna. Sérstök áhersla er lögð á dönsku, norsku og sænsku. n Að endurvekja tungumál minnihlutahópa á Norður­ löndunum í menningarleg­ um og inngildandi tilgangi. Norræn ungmennaráðstefna um sjálfbærni Í nóvember 2023 mun Rannís standa fyrir norrænni ung­ mennaráðstefnu í Varma­ landi í Borgarfirði í samvinnu við verkefnið Menntun til sjálfbærni sem er að fullu fjár­ magnað af Norrænu ráðherra­ nefndinni. Þema ungmennaráð­ stefnunnar í ár er Ungt fólk og sjálfbærni. „Rannís hefur fengið Samfés, samtök félagsmið­ stöðva á Íslandi, í lið með sér varðandi skipulagningu verk­ efnisins, auk þess sem full­ trúar mennta­ og barnamála­ ráðuneytisins hafa tekið þátt í undirbúningi ráðstefnunnar. Í bígerð er að ráðstefnan verði hluti af ýmsum viðburðum sem ráðuneytið stendur fyrir í tilefni af formennsku Íslands í Norrænu ráðherranefndinni á þessu ári,“ upplýsir Andrés Pétursson. Möguleikarnir eru endalausir, svo lengi sem verkefnin stuðla að markmiðum Nordplus. Andrés Pétursson höndum Norðurlandanna fimm. Rannís starfrækir einnig lands- skrifstofu Nordplus á Íslandi og er Andrés Pétursson nú tíma- bundið yfirstjórnandi Nordplus á Norðurlöndunum og í Eystrasalts- ríkjunum. „Fyrir hönd Íslands erum við með sérfræðinga á hverju sviði Nordplus sem svara spurningum sem snúa að hverjum og einum hluta áætlunarinnar, í fullorðins- fræðslunni, háskólahlutanum, fyrir leik-, grunn- og framhalds- skóla og þvert á skólastig,“ segir Andrés og heldur áfram: „Nordplus lauk nýlega fimm ára áætlun áranna 2018 til 2022 og þar var þátttaka Íslands mjög góð. Ísland kom þar að samtals 768 verkefnum á tímabilinu, annað hvort sem stjórnandi eða sam- starfsaðili.“ Íslenskar stofnanir og samtök hafa verið dugleg að nýta sér Nord plus-áætlunina sem styður við allt frá verkefnum sem fjalla um hlutverk leikskólastjórnenda á Norðurlöndunum til rannsókna á háskólastigi í tungumálum vest- norrænna ríkja. „Við hvetjum alla sem hafa áhuga á að koma á norrænu menntasamstarfi á sínu sviði að hafa samband við okkur hjá Rannís og fá nánari upplýsingar– um hvað hægt er að gera. Mögu- leikarnir eru endalausir, svo lengi sem verkefnið stuðlar að mark- miðum Nordplus,“ segir Andrés. Öll verkefni velkomin Á hverju ári er skipuð svokölluð Nordplus stjórnarnefnd með aðilum frá ráðuneytum og ríkis- stofnunum á Norðurlöndunum, í Eystrasaltsríkjunum og frá sjálf- stjórnarsvæðunum, það er Græn- landi, Færeyjum og Álandseyjum. „Nordplus-nefndin tekur ákvarðanir um úthlutanir, stefnu og áherslur Nordplus hverju sinni. Nefndin hefur nú tekið ákvörðun um að áherslur Nordplus mennta- áætlunarinnar árin 2023 og 2024 verði „Efling menntasamstarfs til að stuðla að samfélagslegri sjálfbærri framtíð“. Það þema byggir á framtíðarsýn Norrænu ráðherranefndarinnar og á við um allar undiráætlanir, öll svið og það má túlka það breitt,“ útskýrir Eva Einarsdóttir, kynningarstjóri Nordplus á Norðurlöndunum og í Eystrasaltsríkjunum. „Framtíðarsýn Norðurlandanna er að þau eigi að verða sjálfbærasta og samþættasta svæði heims á árunum fram til 2030 og á sam- starfið í Norrænu ráðherranefnd- inni, þar með talið Nordplus, að þjóna því markmiði. Nordplus leggur sem sagt áherslu á umsókn- ir sem falla undir þetta þema en að sjálfsögðu eru verkefni með önnur umfjöllunarefni líka velkomin,“ segir Eva. Næsti umsóknarfrestur Nord- plus fyrir allar undiráætlanir er til 1. febrúar 2023. n Nánari upplýsingar um Nordplus og umsóknarfresti er að finna á nordplus.is. Upplýsingar um nýja áætlun Nordplus og áherslur eru á nordplusonline.org. 2 kynningarblað 13. janúar 2023 FÖSTUDAGURskólar og námskeið

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.