Fréttablaðið - 13.01.2023, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 13.01.2023, Blaðsíða 15
Opni háskólinn, Háskól- anum í Reykjavík, býður atvinnulífinu og einstakl- ingum endurmenntun og símenntun til að hjálpa fólki við að ná markmiðum og bæta við sig nýjum styrk- leikum. Þjónustan styrkir vinnustaði samhliða því að skerpa á þekkingu starfs- fólksins þar. Jafnframt vinnur Opni háskólinn með fyrirtækjum og stofnunum sem óska eftir sérsniðnum og heildrænum lausnum í fræðslu- málum. „Fólk sem sækir námskeið í Opna háskólanum gerir það til að efla stöðu sína á vinnumarkaði og bæta samkeppnishæfni sína, svo að ég grípi til hugtaka sem standa okkur nærri,“ segir doktor Ingunn S. Unnsteinsdóttir Kristensen, sem nýlega var ráðin forstöðukona Opna háskólans. Sókn í nýsköpun og þróun Ingunni er meðal annars ætlað að leiða sókn Opna háskólans á sviði nýsköpunar og þróunar og marka honum afgerandi sess á mörkum atvinnulífs, háskóla og vísinda. „Ég var áður aðstoðarframkvæmda- stýra Mjölnis og er einn eigenda heilahristingsmóttökunnar Heila- heilsu en hef verið með fókusinn á doktorsverkefni mitt undan- farin ár, sem ég varði einmitt við sálfræðideild HR fyrir nokkrum vikum. Kom til Opna háskólans fyrir nokkrum vikum og er hrika- lega spennt fyrir þessu verkefni,“ segir hún. Að sögn Ingunnar er almenn- ingur duglegur að hafa samband og fá klæðskerasniðna ráðgjöf um möguleikana í boði. „Við viljum einmitt sérstaklega hvetja tví- stígandi fólk til að láta í sér heyra. Við hjá Opna háskólanum höfum sérfræðinga sem eru ansi snjallir í að finna út úr því með fólki hvernig það geti styrkt stöðu sína á vinnumarkaði með bæði styttra og lengra námi.“ Náið samstarf við akademíuna Ingunn kveður Opna háskólann þrífast vel í HR. „Þetta er öflugur rannsóknaháskóli á alþjóðavísu og stenst samanburð við erlenda háskóla í fremstu röð. Það er mikill kraftur sem felst í samspili Opna háskólans og HR og okkur líður afskaplega vel hérna í þessu aka- demíska umhverfi. Það tengist síðan vel inn í þá staðreynd að þau sem sækja námskeið í Opna háskól- anum fá hérna tækifæri til þess að efla tengslanet sitt en fjölmörg námskeið okkar eru kennd í staðar- lotum, bæði styttri og lengri.“ Í Opna háskólanum er hægt að sækja fjölmörg námskeið, sem spanna allt frá því að vera ætluð almennu skrifstofufólki yfir í það að vera sérsniðin fyrir stjórnendur eða sérfræðinga. Í samstarfi við akademískar deildir Háskólans í Reykjavík leggur Opni háskólinn sig fram við að bjóða upp á þjónustu í hæsta gæðaflokki að sögn Ingunnar. Námskeið við hæfi flestra „Meðal þeirra námskeiða sem Opni háskólinn býður upp á eru Power BI frá A til Ö, Ferla- og gæðastjórnun og Agile verkefna- stjórnun. Power BI er fyrir allt það fólk sem vill læra að setja fram gögn með myndrænum hætti. Námskeiðið byggir á virkri þátt- töku og nýtist öllum sem eru að vinna með gögn á töluformi. Ferla- og gæðastjórnun hentar stjórn- endum og öllum þeim sem vilja læra að greina ferla, nýta mælingar og gögn, innleiða stjórnunarað- ferðir og læra helstu aðferðir á sviði gæða- og verkefnastjórnunar. Agile Sóknarhugur hjá Opna háskólanum í HR Dr. Ingunn S. Unnsteinsdóttir Kristensen var nýlega ráðin forstöðukona Opna háskólans. Ingunni er meðal annars ætlað að leiða sókn Opna háskólans á sviði nýsköpunar og þróunar og marka honum afgerandi sess á mörkum atvinnulífs, háskóla og vísinda. MYND/AÐSEND Við hjá Opna háskólanum höfum sérfræðinga sem eru ansi snjallir í að finna út úr því með fólki hvernig það geti styrkt stöðu sína á vinnumark- aði með bæði styttra og lengra námi. verkefnastjórnun er fyrir alla sem vilja þekkja og skilja hugmynda- fræðina á bak við Agile og hvar og hvernig Agile á við. Við vonum að allir finni eitthvað við sitt hæfi í Opna háskólanum en stefnan er að auka við námskeiðaframboð á næstunni og koma þannig til móts við þann sívaxandi og fjölbreytta hóp í atvinnulífinu sem vill efla sig í starfi og dýpka þekkingu sína og getu,“ segir Ingunn. Þess má geta að Opni háskólinn býður einnig upp á vefnámskeið en meðal þeirra eru námskeið eins og Tæknisjálfstraust og Fjármálalæsi. Fjármálalæsisnámskeiðin eru þrjú, hvert með sinn fókus, meðal ann- ars fjármál heimilisins og sparnað og fjárfestingar. n kynningarblað 3FÖSTUDAGUR 13. janúar 2023 SkólaR Og námSkeið Kynntu þér fjölbreytt námsframboð á opnihaskolinn.is Styrktu stöðu þína með Opna háskólanum í HR Dæmi um námskeið Opna háskólans: Power BI frá A til Ö Hefst 18. janúar Styrkumsóknargerð fyrir frumkvöðla Hefst 24. janúar Bókhald - grunnur Hefst 8. febrúar Agile verkefnastjórnun Hefst 8. mars Skipulag og verkstjórn með Planner og Teams Hefst 17. febrúar

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.