Fréttablaðið - 13.01.2023, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 13.01.2023, Blaðsíða 23
Fyrirtækjum og einstakling- um býðst úrval námskeiða, markþjálfun og ráðgjöf hjá ráðgjafarfyrirtækinu Vali og virði. Í boði eru vinnustofur, námskeið og fleira. Næsta námskeið, sem er fjármálanámskeiðið „Viltu meiri peninga – betri fjármál“ fyrir ein- staklinga verður haldið 23. þessa mánaðar. Þóra Valný Yngvadóttir er stofnandi og eigandi Vals og virðis. Hún starfar sem fyrirlesari, ráðgjafi og markþjálfi og hefur yfir 20 ára reynslu af fjármála- ráðgjöf, vöruþróun, innleiðingu, breytingastjórnun, tímastjórnun, verkefnastjórnun, markþjálfun, námskeiðum og fyrirlestrum í fjár- málageiranum, Opna háskólanum og víðar. „Ég er búin að vinna í fjármála- geiranum í 25 ár og hef verið að vinna sem stjórnandi, bæði í Kaupþingi og Landsbankanum. Ég fór fljótlega að halda námskeið og sá strax að það lá vel fyrir mér. Ég ákvað fyrir þremur árum síðan að einblína á að vera með nám- skeið,“ segir Þóra Valný, sem er viðskiptafræðingur og markþjálfi. Einstaklingar og fyrirtæki nýta sér þjónustu Vals og virðis. „Ég held fjármálanámskeið sem fyrirtæki geta keypt fyrir sitt fólk og svo er ég líka með opin námskeið þar sem hver og einn getur skráð sig.“ Covid setti eðlilega strik í reikn- inginn hjá Þóru Valnýju en eftir að faraldrinum lauk hafa umsvifin aukist. „Covid gerði það að verkum að ég gat ekki farið inn í fyrirtæki og þá var ég töluvert með fjarnámskeið fyrir fyrirtæki og einstaklinga í fjármálum og einnig fjarmarkþjálf- un. Eftir að Covid kláraðist síðast- liðið haust þá hefur eftirspurn fyrirtækja eftir námskeiðum, vinnustofum og fyrirlestrum inn í fyrirtækin aukist,“ segir Þóra Valný. Hún segist leggja áherslu á í nám- skeiðunum að lesa ekki yfir fólki heldur sækist hún eftir þátttöku fólks. „Ég vil fá fólk til að finna með mér hvaða leið er best til að vinna breytingarnar. Þetta snýst alltaf um breytingar og að fara úr einhverju núverandi ástandi í eitthvert annað ástand. Þá þarf fólkið sem á að framkvæma breytingarnar að vera með í því, annars gerist ekki neitt.“ Fólk taki ábyrgð á eigin fjármálum Á fjármálanámskeiðinu segist Þóra Valný leggja áherslu á að fólk eignist meiri peninga. „Ég vil að fólk nýti peningana sína betur. Alveg eins og við notum 1–5 klukkustundir á viku til að hreyfa okkur, til að hugsa um líkamlegt heilbrigði, af hverju ættum við þá ekki að nota einhvern tíma í hverri viku til að skoða fjár- málin? Einfaldasti hluturinn til að laga er til dæmis matarinnkaupin. Það er enn þá fólk sem fer í matar- innkaup mörgum sinnum í viku og er að hugsa frá degi til dags hvað eigi að vera í matinn. Þarna er fólk bæði að fara illa með peningana og ekki síst tímann. Þegar vinnudegi er lokið gæti tekið við gæðatími með börnunum og fjölskyldunni en í staðinn er verið að reyta hár sitt í búðinni og reyna að ákveða hvað eigi að vera í matinn. Á námskeiðinu er verið að leggja áherslu á að fólk taki ábyrgð á sínum eigin fjármálum. Það sem fólk á að fá á námskeiðinu er næg þekking til að geta valið sjálft fyrir sig í framtíðinni. Þannig að þegar þú ert að taka ákvörðun um peningana þína þá ertu með nægar upplýsingar til að geta tekið upp- lýsta ákvörðun,“ segir Þóra Valný og bætir við: „Það sem ég verð oft vör við þegar fólk kemur til mín í fjármála- ráðgjöf er að það er oft með mikinn vanmátt gagnvart peningum. Það leiðir af sér flótta og frestun og fólk forðast að skoða hlutina. Undan- tekningarlaust þegar ég vinn með fólki í að taka á fjármálum sínum þá segir það: „Þetta var miklu auð- veldara og miklu minna mál heldur en ég hélt.“ Þú þarft alltaf að vera vakandi yfir þessu því sú tilfinning að manni líði eins og maður vinni myrkranna á milli og allt fuðrar upp í loftið er rosalega slæm. Hún er það slæm að hún fer í sjálfsmeð- vitundina og leiðir af sér slæma sjálfsmynd. Slæm sjálfsmynd leiðir af sér niðurrif og niðurrifið leiðir af sér verri líðan og vítahringur fer í gang sem gerir það mjög erfitt að byggja sig upp.“ Hugsa um fjármálin eins og heilsuna Þóra segir að eftir fjármálanám- skeiðin sé fólk komið með þau verkfæri sem það þarf til að hugsa vel um fjármálin sín. „Fjármálin á maður að hugsa um eins og heilsu sína enda er oft talað um fjárhags- lega heilsu. Markmiðið í minni fjármálaráðgjöf er alltaf að fá fólk til að sjá sjálft hvað það þarf að gera. Þess vegna er þetta meira fjármálamarkþjálfun heldur en fjármálaráðgjöf. Fólk óttast að fara í fjármála- ráðgjöf því oft er það fyrsta sem fjármálaráðgjafar segja er að hætta með áskriftina að uppáhaldssjón- varpsstöðinni þinni og hætta hinu og þessu sem fólki finnst skemmti- legt. Það er alls ekki málið. Það fyrsta sem ég segi við fólk er að byrja að spara í skemmtisjóð. Það má og á að vera gaman. Þetta snýst um að nota meira af peningunum í það sem er skemmtilegt og minna í það sem er leiðinlegt. Það sem er langleiðinlegast að nota peninginn í er að greiða vexti og kostnað. Ég fer ítarlega í það á námskeiðinu hvernig fólk getur forðast að nota peningana í slíkt og í staðinn notað þá í eitthvað skemmtilegt,“ segir Þóra Valný. Námskeið fyrir fyrirtæki Þóra býður fyrirtækjum og stofn- unum vinnustofu til að bæta tíma- stjórnun með það að markmiði að stytta vinnuvikuna. „Það er mikið í umræðunni að við þurfum að vinna minna og við viljum stytta vinnutímann. Þetta er á oddinum í öllum kjaravið- ræðum en til að þetta sé gerlegt þá þurfum við að skoða í hvað við erum að nota vinnudaginn og spyrja okkur þeirrar spurningar: Getum við nýtt tímann betur? Þá erum við ekki að tala um að hlaupa hraðar eða auka álagið heldur þvert á móti. Þetta verður aðeins gert með samheldnu skipulagi innan deildarinnar. Ég hef mikla reynslu í að kenna tímastjórnun. Ég hef kennt hana til fjölda ára og það sem ég rak mig á er að það kom einhver einn úr deildinni. Hann sá ljósið og vildi gera alls konar breytingar en hinir úr deildinni komu ekki á námskeiðið og þá virkaði það ekki. Núna set ég þetta þannig upp sem námskeið fyrir fyrirtæki til að taka deildina sameiginlega í. Þá vinnur hún að því saman og sér hvar er hægt að spara tíma og hvernig hægt er að gera hlutina skilvirkar, þannig að allir geti verið samstíga í því að ná þeim árangri sem að er stefnt.“ Stytta sölutímann og auka sölu Sölunámskeiðið hefur gefist gríðar- lega vel fyrir fyrirtæki sem vilja auka söluna, stytta sölutímann og auka ánægju viðskiptavina. Þóra segir að sölunámskeiðið nýtist best þegar fyrirtækið tekur það fyrir alla framlínustarfsmennina. „Námskeiðið er sérsniðið að því fyrirtæki sem um ræðir. Það sem við erum að skoða á þessu nám- skeiði er að stytta sölutímann og auka sölu. Það hljómar auðvitað eins og tónlist í eyrum allra sölu- stjóra. Það sem við horfum á er að gera vinnuna aðeins flóknari með því að áherslan er á að spyrja spurninga áður en farið er í að kynna vöruna. Þannig er sölu- ráðgjafinn að taka sér tíma til að þarfagreina og hjálpa viðskipta- vininum að sjá hvað það er sem skiptir hann mestu máli í því sem hann er að leita að,“ segir Þóra Valný. „Það er mikilvægt að framlínu- hópurinn geri þetta saman og ég leiði hópinn í gegnum það að finna út hvaða spurningatækni henti fyrir þeirra kúnnahóp og þeirra tegundir af vörum. Síðan er kynningin á vörunni sniðin eftir því hvað viðskiptavinurinn hefur áhuga á og verður þannig miklu hnitmiðaðri og árangursríkari. Með þessari aðferð er hægt að stytta úr allt að 15 mínútna niður í 5 mínútna söluferli og fá tvisvar sinnum meiri árangur. Þetta er viðskiptavinamiðuð sölutækni,“ segir Þóra Valný. n Sjá upplýsingar um þjónustu Vals og virðis á vefsíðunni: valogvirdi.is Vil að fólk nýti peningana og tímann betur Þóra segist leggja áherslu á í námskeiðunum að lesa ekki yfir fólki heldur sækist hún eftir þátttöku fólks. Mynd/silla páls • Meiri peninga – betri fjármál • Styttri vinnuvika – tímastjórnun • Meiri sala og styttri sölutími – söluþjálfun Ég vil fá fólk til að finna með mér hvaða leið er best til að vinna breytingarnar. Þetta snýst alltaf um breytingarnar og að fara úr einhverju núverandi ástandi í eitthvert annað ástand. Þóra Valný Yngvadóttir Viltu meiri peninga námskeiðið hefst 23. janúar. 20% snemmaskráningar afsláttur til 18. janúar Upplýsingar og skráning á valogvirdi.is eða í síma 8928510 kynningarblað 11FÖSTUDAGUR 13. janúar 2023 skólar og námskeið

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.