Fréttablaðið - 13.01.2023, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 13.01.2023, Blaðsíða 26
Áherslan er ekki á að kenna öllum sömu aðferð heldur að allir nemendur öðlist skilning á því hvernig komast má að réttri niðurstöðu, stundum með mismunandi aðferðum. Finnar hafa löngum staðið sig einstaklega vel í sam- ræmdum erlendum náms- könnunum líkt og hinni vel þekktu PISA-könnun. Finnum er þó að mestu leyti sama um það. brynhildur@frettabladid.is Áherslan í finnsku menntakerfi er ekki á samkeppni heldur að útskrifa hamingjusama samfélags- þegna í góðu jafnvægi sem ná að þroska hæfileika sína og blómstra í lífi og starfi. Margar þjóðir líta með forvitni til Finnlands og velta fyrir sér hvað þeir séu að gera rétt. Hér á eftir fylgir ófullkomin greining á því. Engin stöðluð próf Flestöll menntakerfi í heimi reiða sig á stöðluð próf til að mæla þekk- ingu nemenda. Nema það finnska. Stöðluð próf leiða oft til þess að kennarar miða allt nám við þessi próf og nemendur læra utanbókar einhverjar staðreyndir eða aðferðir sem þeir tengja kannski ekki við og gleyma um leið og út úr prófinu er komið. Finnskir grunnskóla- nemar fá einstaklingsmiðaðar einkunnir sem kennarinn þeirra ákvarðar. Alhliða framfarir eru metnar af menntamálayfirvöld- um. Áherslan er ekki á að kenna öllum sömu aðferð heldur að allir nemendur öðlist skilning á því hvernig komast má að réttri niður- stöðu, stundum með mismunandi aðferðum. Virðing fyrir kennurum Allir kennarar hafa meistaragráðu í kennslufræði. Kennarastarfið er mjög eftirsótt og yfirleitt komast aðeins 10% umsækjenda í námið. Ekki er valið í kennaranámið eftir einkunnum heldur eftir reynslu af starfi með börnum og áhuga á starfinu. Samkvæmt finnskum yfirvöld- um er góður kennari manneskja sem býr yfir samkennd og getu til að hlusta á og skilja hvað börnin þurfa. Þannig ná aðeins færustu kennararnir með sterkustu köllunina inn í skólana. Vinsældir kennarastarfsins stafa ekki aðeins af háum launum heldur eru kennarar einnig virtir í samfélaginu og skólastofunni. Þeir bera svo einnig ábyrgð gagnvart nemendunum og skólanum og það er undir skólastjórnendum komið að meta getu kennarans. Samband kennara og nemenda er lykilatriði í kennslunni. Samvinna í stað samkeppni Í f lestum löndum er litið á skóla- kerfið sem eina stóra samkeppni þar sem hinn hæfasti ber sigur úr býtum en þannig er það ekki í Finnlandi heldur er áherslan lögð á samvinnu milli nemenda og kennara þar sem hver og einn fær að njóta sinna hæfileika. Grundvallaratriði mennt- unar er talið vera hamingjusamur nemandi sem nær að tileinka sér námsefni á jákvæðan hátt. Síðan 1980 hafa eftirfarandi áherslur verið í forgrunni í finnsku menntakerfi, menntun ætti að nýta til að jafna út félagslegt órétt- læti, allir nemendur fá ókeypis máltíð í skólanum og aðgang að heilsugæslu, áhersla á sálfræði- þjónustu í skólanum og einstakl- ingsbundin leiðsögn. Skólaganga hefst síðar Skólaganga hefst í Finnlandi við sjö ára aldurinn og þangað til fá börn að þroska sig í leik, friði og ró. Skólaskyldan er síðan aðeins níu ár í Finnlandi og lýkur á sextánda ári barnsins. Frá sálfræðilegu sjónarmiði er þetta góð ráðstöfun. Ef börn hefja alvöru lífsins og stífa skólagöngu of snemma er hætta á að þau fari að upplifa skólann á neikvæðan hátt og slíkri þróun er erfitt að snúa við. Rækta styrkleika sína Í mörgum menntakerfum heims- ins er áherslan fyrst og fremst á bóklegt nám og þá helst á færni í raungreinum á samkeppnisgrund- velli í samfellu, það er að nauðsyn- legt er að ná settum viðmiðum til að geta haldið áfram í námi. Það gerir það að verkum að nemendur sem ekki finna sig í slíku upplifa sig sem vanhæfa og að þeir eigi ekki kost á sambærilegum tækifærum og þeir nemendur sem auðvelt eiga með bóknám. Í Finnlandi er lögð áhersla á að hjálpa einstaklingnum að þroska sína styrkleika og fallið frá því stigveldi að ein námsfærni sé betri en önnur. Þar hefur það líka sýnt sig að nemendur sem fá jákvæð viðbrögð við því sem þeir eru góðir í öðlast sjálfstraust til að standa sig betur í öðrum námsgreinum. Styttri skóladagur Í Finnlandi hefst skóladagurinn á milli 9 og 9.45 á morgnana þar sem rannsóknir hafa sýnt að það að hefja skóladaga of snemma stuðlar ekki að og vinnur jafnvel gegn námsárangri og þroska. Skóladeg- inum lýkur svo milli tvö og þrjú á daginn. Kennslustundirnar eru færri og lengri en annars staðar og frímínúturnar líka þar sem kerfið miðar að því að skapa umhverfi til heildrænnar upplifunar af náminu frekar en að troða staðreyndum í kolla nemenda. Samfelld leiðsögn Áhersla er lögð á að tengsl myndist milli kennara og nemenda og hafa nemendur oft sama kennarann í sex ár. Þannig nær kennarinn að kynnast nemendunum, mynda jafnvel persónuleg tengsl og verður því sérfræðingur í þörfum og getu hvers nemanda fyrir sig. Kennarinn og nemandinn hjálpast að við að setja einstaklingsbundin markmið fyrir nemandann og fagna saman þegar þau markmið nást. Þannig myndast gagnkvæmt traust og virðing milli kennara og nemanda sem skilar sér í bættu andrúmslofti í skólastofunni og betri árangri nemendanna. Þá er áhersla lögð á að veita þeim nemendum sem þurfa mikinn stuðning og sérkennarar nánast regla frekar en undan- tekning. „Gerum það sem þarf“ er slagorð kennaranna og ýtt er undir samstarf þeirra á milli þannig að ef einhver aðferð er ekki að virka milli kennara og nemanda getur annar kennari komið inn í sam- talið. Kennaravinnustofur eru víða í finnskum skólum, þar sem kennarar geta slakað á, undir- búið kennslu eða átt í félagslegum samskiptum. Lögð er áhersla á að hlúa að kennurunum svo þeir geti hámarkað sitt framlag í kennslu- stofunni. Afslappaðra andrúmsloft Minni streita, minna aðhald og meiri alúð er lykilatriðið í finnsku skólakerfi. Skólarnir eru minni og nemendur færri en víða annars staðar. Nemendur fara yfirleitt bara í nokkrar kennslustundir á dag og fá rúman tíma til að borða nestið sitt, leika sér og slaka á. Yfir daginn eru reglulega 15–20 mínútna frímínútur sem gagnast bæði kennurum og nemendum. Í stað stífrar stundaskrár og skil- greindra kennsluleiða er unnið að verkefnum sem sameina ýmis fög í einu. Til dæmis ef vinna á verkefni um Egyptaland er hægt að reikna rúmmál pýramída, teikna myndir af sfinxum, fjalla um málfræði egypsku og arabísku og svo fram- vegis. Minni heimavinna Samkvæmt Efnahags- og fram- farastofnun Evrópu fá finnskir nemendur minnstu heimavinnu í heimi sem tekur aðeins hálf- tíma að inna af hendi. Þeir fá svigrúm til að klára vinnudaginn í skólanum án þess þrýstings sem kemur af því að þurfa að ná af bragðsárangri í öllum náms- greinum. Þegar ekki þarf að hafa áhyggjur af einkunnum og heima- vinnu geta finnskir nemendur einbeitt sér að sínu raunverulega skólaverkefni: Að læra og þroskast sem manneskja. n Í finnsku leiðinni er hugað að einstaklingnum Finnsk börn fá máltíð í skólanum sér að kostnaðar- lausu dag hvern og er það liður í jöfnuðar- stefnu finnskra menntayfir- valda. Frettablaðið/ Getty Leikur og frjáls tími er lyk- ilatriði í finnskri menntastefnu og hér má sjá börn í Turku bregða á leik í frímínútum. Frettablaðið/ Getty 14 kynningarblað 13. janúar 2023 FÖSTUDAGURskólar og námskeið

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.