Fréttablaðið


Fréttablaðið - 13.01.2023, Qupperneq 10

Fréttablaðið - 13.01.2023, Qupperneq 10
Dómsmálaráðherra virðist ekki átta sig á, að það er baráttan um markaðsyfirráð, sem stýrir gengjamyndun- inni, sem við höfum orðið vitni að. Flokkur fólksins lætur ekki deigan síga og trúir því stað- fastlega að dropinn holi stein- inn. Halldór Árnason umhverfis-, efna- og hagfræðingur Ef svo fer fram sem horfir munu átök, morð og gengjastríð verða hluti af þjóðfélagi okkar. Þróunin er hafin á höfuðborgarsvæðinu. Lík- legast er að brátt muni sams konar þróun verða á þéttbýlustu svæð- unum á suðvesturhorni landsins, en ná að lokum til alls landsins. Við fetum kunnuglega slóð. Svíar eru komnir lengra en við í þess- ari óheillaþróun. Ástandið víða í Bandaríkjunum er skelfilegt. Meðal landa sem hafa orðið hrikalega úti eru Mexíkó og Kólumbía og svo mætti lengi telja. Aðdragandi að núverandi ástandi er vel þekktur frá öðrum löndum. Ein birtingarmyndin hér á landi er, að nýlega var karlmaður skotinn til bana fyrir utan heimili sitt í Reykja- vík. Önnur er, að lögreglan fæst nú við af leiðingar þess, að tveimur gengjum ungra karla laust saman og börðust með hnífa að vopni inni á bar við Bankastræti. Hér eru einungis tvö dæmi tilgreind, en dæmi um of beldi af sama toga eru fjölmörg. Auðvelt er að geta sér til um, að baráttan um yfirráð á fíkniefnamarkaðnum hér á landi með tilheyrandi ofbeldi muni fara harðnandi og vaxa líkt og í öllum öðrum löndum, þar sem stjórnvöld heyja stríð gegn fíkniefnum. Ógn og of beldi með tilheyrandi ótta er að grafa um sig í hugum landsmanna. Reykjavík er ekki lengur sá griðastaður sem hún var í hugum okkar. Óttinn er að grafa um sig. Erlend sendiráð vöruðu landa sína við að fara niður í miðbæ Reykjavíkur, eftir hnífabardaga fíkniefnagengjanna. Ferðaiðnaðinum stendur mikil ógn af þessari þróun, sem getur og mun, ef að líkum lætur, stórskaða efnahag Íslands. Frumorsakir þessarar þróunar má rekja til Bandaríkjanna, allt til þess þegar þau bönnuðu fíkniefni og lýstu yfir fíknistríði, „War on Drugs“ um eða upp úr miðri síðustu öld. Í lok 8. áratugar síðustu aldar var ég við nám í Svíþjóð. Þá var sænskt þjóðfélag um margt til fyrirmyndar. Þótt ég hafi ekki áttað mig á því þá, má eftir á að hyggja greina, að Svíar voru að hefja fíknistríð í anda Bandaríkjamanna. Þá hófst þar hræðsluáróður gegn fíkniefnum þar sem birtar voru skelfilegar myndir af ungu fólki á svipuðum aldri og ég var þá. Þetta voru hryggðarmyndir af fólki, sem höfðu orðið fíkniefnum að bráð. Myndirnar voru átakanleg- ar, enda hluti af áróðri stjórnvalda í fíknistríðinu. Svíar hafa verið fyrirmynd Íslend- inga í fíknistríðinu. Þróunin þar er komin mun lengra en hér með gengja stríðum og annarri baráttu um fíknimarkaðinn. Fíknistríð hefst þegar stjórnvöld banna vímuefni með lögum og banninu er fylgt eftir með ströngum lögregluaðgerðum. Þegar f íkniefnabanninu var komið á í Bandaríkjunum með til- heyrandi stríðsyfirlýsingum, var þar þá og er nú í vaxandi mæli á Íslandi, fjöldi manna sem liðu, af ýmsum ástæðum, kvalir á sálu sinni. Sömu aðstæður eru að mynd- ast í okkar samfélagi. Af umræðum um skólamál hér á landi, sjáum við að vaxandi hluta ungmenna líður illa og þjáist af hugarvíli. Eðlilegt er að stjórnvöld bregð- ist við því ástandi, sem nú er uppi í þessum efnum. Til þess liggja ríkar samfélagslegar og þjóðhags- legar ástæður. Við þurfum meira á að halda yfirvegun og visku, en að herða baráttu okkar í anda fíkni- stríðs ins, á grundvelli hugmynda, sem algerlega hafa gengið sér til húðar. Viðbrögð Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra við gengjastríð- inu voru jafn fumlaus og þau voru fyrirsjáanleg og röng. Þau birtust í grein hans í Fréttablaðinu þann 25. nóvember sl. undir fyrirsögninni: „Breyting á lögreglulögum – Aðgerð- ir til að koma í veg fyrir brot.“ Dómsmálaráðherra virðist ekki átta sig á, að það er baráttan um markaðsyfirráð, sem stýrir gengja- mynduninni, sem við höfum orðið vitni að. Á bak við gengin standa, ef að líkum lætur menn, sem vilja ná yfirráðum á ólöglegum markaði, sem er þeim afar arðbær. Menn sem senda aðra fyrir sig til ofbeldis- verka inn á bari eða út á götu. Þessi þróun líkist framvindu sem þekkt er í löndunum allt í kringum okkur, en ekki bara þar heldur um allan heim. Þökk sé fíknistríðinu. Árni Tómas Ragnarsson læknir slær allt annan tón í grein sinni í Morgunblaðinu þann 2. nóv. sl. undir fyrirsögninni „Skaða- minnkun.“ Lokaorð greinarinnar eru: „Fíklar – fólk með ólæknandi fíknisjúkdóm – eiga sama rétt og aðrir til að minnka skaðann af sjúk- dómi sínum!“ Hann lýsir í greininni árangrinum af að gefa fíklum mor- fín, með svofelldum orðum: „Við fórum því að skrifa út lyfseðla með stórum skömmtum af morfíni, sem fíklarnir gátu sótt í apótek, einn dagskammt í einu af hreinu efni í stöðluðum styrkleika.“ Ef við viljum í raun koma í veg fyrir gengjamyndun, of beldi og almannaógn eins og við höfum að undanförnu orðið vitni að, þarf að grípa til gjörólíkra aðgerða þeim sem dómsmálaráðherra leggur til. Það ríður á að fara ekki að hug- myndum dómsmálaráðherra, en starfa í þess stað í þeim anda sem Árni Tómas Ragnarsson læknir lýsir. Meginatriði aðgerða sem við þurfum að grípa til eru eftirfarandi: n Draga Ísland út úr fíknistríðinu (War on Drugs). n Taka viðskipti með fíkniefni úr höndum glæpamanna, með því að fela heilbrigðiskerfinu að sjá þeim sem líða sálarkvalir fyrir nauðsynlegum lyfjum. n Koma upp aðstöðu og nauðsyn- legri þekkingu á heilsugæslu- stöðvum til að taka á móti fólki sem líður sálarkvalir og veita þeim nauðsynlega þjónustu og aðhlynningu. n Veita fyrrum fíklum, sem náð hafa jafnvægi með hjálp heil- brigðiskerfisins félagslega aðstoð til að lifa eðlilegu lífi og verða nýtir þegnar í sátt við sjálfa sig og þjóðfélagið. Aðgerðir af þessu tagi eru mun líklegri til árangurs og eru marg- falt ódýrari fyrir samfélagið en þær aðgerðir sem dómsmálaráðherra boðar. Í raun er það svo að fyrirhugaðar aðgerðir dómsmálaráðherra vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum. Þær munu eingöngu stigmagna þá óheillaþróun sem er í íslensku þjóðfélagi á sviði fíkniefnamála. Aðgerðirnar yrðu glæpamönnum einum til gleði. Þeir munu fitna eins og púkinn á fjósbitanum. n Höfundur þýddi bók ensk-sviss- neska blaðamannsins Johann Hari. Íslenskur titill: Að hundelta ópið – upphaf og endir fíknistríðsins Þjóðfélag á barmi upplausnar Eins og þekkt er var ein af breyt- ingat i l lög u m meir ihlut a ns í borgarstjórn sem lögð var fram 6. desember sl. að leggja niður starf- semi dagsetursins Vinjar. Flokkur fólksins mótmælti þessu strax harðlega og lagði fram tillögu um að meirihlutinn myndi endurskoða þessa ákvörðun. Hvatt var til að starfseminni yrði að mestu haldið óbreyttri. Þessi sparnaðartillaga meirihlutans ásamt nok krum öðrum sambærilegum, m.a. þeirri að leggja niður unglingasmiðj- urnar Tröð og Stíg, voru kaldar jólakveðjur frá meirihlutanum til fólks í viðkvæmri stöðu. Flokkur fólksins hefur einnig mótmælt harðlega að leggja eigi niður starf- semi unglingasmiðjanna og lagt til að sú tillaga meirihlutans verði endurskoðuð. Það hlýtur að vera hægt að spara á öðrum sviðum en að taka frá fólki með geðraskanir mikilvægan vettvang þar sem þeir njóta félagsskapar eða frá ungling- um sem finna öryggi og félagsskap í unglingasmiðjum. Vin er dagsetur fyrir fólk með geðraskanir sem hefur verið rekið í um þrjátíu ár og hvílir starfsemin á sterkum grunni. Þar er ákveðinn kjarnahópur gesta sem hefur ekki getað nýtt sér önnur úrræði og er þessi þjónusta þeim afar mikilvæg. Margir sem sækja Vin líta á stað- inn sem sitt annað heimili. Flokki fólksins finnst ekki ganga að niður- skurðarhnífurinn gangi svo nærri þjónustu sem þessari. Dropinn holar steinninn Flokkur fólksins er í minnihluta í borgarstjórn og er þar með valda- laus. Nánast öllum tillögum flokks- ins sem lagðar hafa verið fram síð- astliðin fjögur og hálft ár og sem telja mörg hundruð hefur verið hafnað, þær felldar eða vísað frá. Flokkur fólksins lætur ekki deigan síga og trúir því staðfastlega að dropinn holi steininn. Það má sannast reyna því á fundi velferð- arráðs 11. janúar sl. viðurkenndi meirihlutinn að hafa hlaupið á sig. Þetta má sjá í bókun þeirra þar sem segir: „Fulltrúar meirihlutans í velferðarráði telja nauðsynlegt að úrræðið Vin verði rekið í óbreyttri mynd út þetta ár og eins á meðan ekki hefur fundist ásættanleg lausn sem notendur þjónustunnar, hags- munaaðilar og fagfólk móta í sam- einingu. Umræddir fulltrúar bera fullt traust til þess starfshóps sem skipaður hefur verið til þess að yfirfara fyrirkomulag úrræðisins til framtíðar litið. Nauðsynlegt er að engar breytingar verði gerðar á starfsemi Vinjar nema með fullri aðkomu notenda, hagsmunaaðila og fagfólks.“ Óhætt er að segja að þessi umsnúningur sé vandræðalegur en batnandi fólki er best að lifa. Því miður er það aðeins tryggt að Vin verði rekin í óbreyttri mynd til áramóta. Flokkur fólksins fagnar því að meirihlutinn hafi séð að sér en þykir á sama tíma leiðinlegt hvað málið hefur valdið gestum Vinjar miklum kvíða og að ekki hafi tekist að eyða allri óvissu um framhaldið. n Til hamingju, Vin Kolbrún Baldursdóttir oddviti Flokks fólksins í borgar- stjórn Reykjavíkur Helga Þórðardóttir varaborgarfulltrúi Flokks fólksins 10 Skoðun 13. janúar 2023 FÖSTUDAGURFréTTablaðið

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.