Fréttablaðið


Fréttablaðið - 13.01.2023, Qupperneq 17

Fréttablaðið - 13.01.2023, Qupperneq 17
Farsælt samstarf til framtíðar Sýslumenn eru meðal þeirra stofnana sem hafa nýtt sér Ráðgjafa að láni og hefur sam- starfið gengið vonum framar að sögn Bjarneyjar Ingu Sigurðar- dóttur, ábyrgðaraðila fræðslu- mála hjá sýslumönnum. „Fram- tíðarsýn Sýslumanna er að veita framúrskarandi þjónustu óháð búsetu og staðsetningu hvar og hvenær sem er og hafa Sýslumenn sett sér það mark- mið að vera leiðandi í rafrænni þjónustu. Sú vegferð þýðir það að við þurfum að aðlaga okkur breyttum tímum.“ Þrátt fyrir að embættin séu níu talsins vinnur starfsfólk þétt saman að hennar sögn, enda vinnur það að stórum hluta að sömu verkefnunum. „Við vildum veita starfsfólkinu okkar aukinn stuðning á þessum tímamótum með því að bjóða upp á samræmda fræðslu fyrir alla, óháð stéttarfélagi.“ Starfshópur var skipaður með fulltrúum nokkurra embætta sem fór að skoða möguleikana sem voru í boði. „Okkur leist vel á þjónustuna Ráðgjafi að láni hjá Starfsmennt. Að auki höfðu nokkur embætti þegar nýtt sér þjónustuna, jafnvel oftar en einu sinni og gefið henni bestu meðmæli. Við settum okkur í samband við þau og boltinn fór strax að rúlla.“ Markmið Sýslumanna var fyrst og fremst að að kortleggja fræðsluþörfina innan embætt- anna og setja markmið um hvað væri í forgangi. „Við vildum byggja á þörfum starfsmanna og vera í samræmi við nýjar áskor- anir vegna aukinnar áherslu á stafræna þjónustu. Við höfðum ekki öll verkfærin til þess, en Starfsmennt var með þau.“ Mælir með þjónustunni Í lok ráðgjafarverkefnisins fengu stjórnendur afhenta kynningu og starfsþróunaráætlun fyrir alla starfsmenn embættanna til að vinna með áfram. „Inni á síðu Starfsmenntar er starfsmanna- gátt fyrir embættin, þar sem skráning á námskeið fer fram. Árinu er skipt í haust- og vorönn og eru námskeiðin skipulögð í samræmi við áherslur starfsþró- unaráætlunar með ráðgjöfum Starfsmenntar. Við höfum lokið fyrstu önninni sem fjallaði um rafræn samskipti. Í gegnum þetta höfum við haldið áfram að hitta ráðgjafa Starfsmenntar og vel er haldið utan um okkur.“ Hún segist óhikað geta mælt með þjónustunni. „Þegar við mynduðum teymið stóðum við frammi fyrir því að gera nám- skrá fyrir níu embætti, með skrifstofur á 27 stöðum um land allt. Það er erfitt að móta frá grunni fræðslustefnu og náms- skrá sem nær utan um heildina. Starfsmennt sá um framkvæmd gagnasöfnunar og úrvinnslu þannig að sýslumenn fengu tól í hendurnar sem strax var hægt að vinna með. Virkilega farsælt samstarf sem við höfum átt við Starfsmennt sem við komum til með að byggja á til framtíðar.“ Bjarney Inga Sigurðardóttir er ábyrgðaraðila fræðslumála hjá Sýslumönnum. Starfsmennt styður við færniþróun opinbers starfs- fólks svo það sé betur í stakk búið til að takast á við fjöl- breytt verkefni og breyting- ar í starfsumhverfi. Fræðslusetrið Starfsmennt býður stofnunum upp á þjónustu­ leiðina Ráðgjafi að láni, en henni er ætlað að greina hæfnikröfur starfa og fræðsluþarfir, styðja við uppsetningu starfsþróunar­ áætlunar og framkvæmd hennar innan stofnana, segir Berglind Sunna Bragadóttir, verkefnastjóri kynningarmála hjá Starfsmennt. „Þjónustan felur í sér að stofnanir fá til sín sérfræðinga „að láni“ í afmarkaðan tíma til að sinna tilteknum verkefnum. Í f lestum tilfellum felur þjónustan í sér greiningu á hæfnikröfum starfa og fræðsluþarfa sem nýtist sem inn­ legg í uppsetningu starfsþróunar­ áætlunar. Vinnan felur einnig í sér að koma framkvæmd fræðslu í gang og sinna eftirfylgni.“ Hún segir mikilvægt að fræðsla innan stofnana sé að svara raun­ verulegri þörf og sé í samræmi við hæfnigreiningar, markmið stofnana og stefnu. „Afurðir úr verkefnum Ráðgjafa að láni geta varpað skýrara ljósi á þessar þarfir og aðstoðað stofnanir að ná utan um fræðslumálin í heild sinni.“ Greiningarferlið í tengslum við starfsþróunaráætlanir og hæfni­ greiningar getur verið tímafrekt og því getur verið gott fyrir stofnanir að fá inn auka mannskap tíma­ bundið til að sinna þeirri vinnu. Traust samstarf Starfsmennt er samstarf fjár­ mála­ og efnahagsráðuneytisins og flestra stéttarfélaga í BSRB um starfstengt nám, starfsþróun og ráðgjöf á sviði mannauðseflingar. Í ársbyrjun 2022 gerðist Reykja­ víkurborg aðili að Starfsmennt vegna starfsmanna sem eru félags­ menn í Sameyki. „Við styðjum við færniþróun opinbers starfsfólks svo það sé betur í stakk búið til að takast á við fjölbreytt verkefni og breytingar í starfsumhverfi.“ Þannig getur þjónusta Ráðgjafa að láni komið stofnunum að gagni sem vantar skýrari mynd af hæfni­ kröfum starfa eða fræðsluþörfum stofnunarinnar og starfsfólksins. „Ráðgjafar okkar aðstoða einnig stofnanir við að setja upp starfs­ þróunaráætlun.“ Vilja vera leiðandi Hún segir Starfsmennt miða að því að vera leiðandi starfsmenntar­ og ráðgjafarmiðstöð sem og eftirsóknarverður samstarfsaðili opinberra stofnana í viðleitni sinni til að efla fagmennsku og færni í starfi ásamt því að stuðla að uppbyggilegu og hvetjandi vinnuumhverfi. „Nám og ráðgjöf er stofnunum og starfsmönnum ríkisins að kostnaðarlausu ef um er að ræða félagsfólk í aðildarfélögum fræðslusetursins. Gerðir hafa verið samstarfssamningar við aðra ýmsa aðra fræðslu­ og starfsmenntar­ sjóði til að fleiri hópar geti nýtt þjónustuna.“ Mikil ánægja með þjónustuna Berglind segir reynslu þeirra stofnana sem hafi nýtt sér þjónustuna vera góða. „Stofnanir fá betri yfirsýn yfir fræðslumálin og aðstoð við að koma fræðslu­ starfi af stað eða í farveg. Greining á fræðsluþörfum starfsfólks sem stuðlað getur að betri líðan í starfi og öruggari vinnubrögðum sem eru í takt við tímann. Stefnu­ miðuð starfsþróunaráætlun sem er reglulega endurskoðuð hjálpar stofnunum og starfsfólki þeirra að takast á við örar breytingar, staf­ rænar kröfur og krefjandi þjón­ ustuhlutverk.“ Kynna og móta nýjar aðferðir Að sögn Berglindar er hvert verkefni einstakt og er starfsfólk Starfsmenntar alltaf að leita leiða til að bæta þjónustuna til að hjálpa stofnunum að ná betri árangri. „Ein af áherslum fjármála­ og efna­ hagsráðuneytisins fyrir árið 2023 er að efla opinberar stofnanir sem góða vinnustaði og styrkja hæfni þeirra til að veita góða þjónustu.“ Í því skyni er mælst til að stofn­ anir útbúi starfsþróunaráætlun sem skapar umgjörð fyrir mark­ vissa og stefnumiðaða starfsþróun sem hefur það meginmarkmið að starfsfólk vaxi og þróist í starfi að sögn Berglindar. „Tilgangur hennar er ekki endilega að starfs­ fólk skipti um starfsvettvang eða breyti verkefnum heldur snýst hún fyrst og fremst um að kynnast og móta nýjar aðferðir til þess að sinna núverandi starfi og verk­ efnum í síbreytilegu umhverfi. Vel skipulögð starfsþróun hefur áhrif á árangur og ánægju í starfi og dregur úr líkum á kulnun eða brotthvarfi úr starfi.“ Þarf að vera stöðug þróun Og starfsþróun er ekki aðeins starfsfólkinu í hag heldur stofnun­ inni líka bætir Berglind við. „Stofn­ anir eru þekkingarvinnustaðir og sem slíkir aðeins eins sterkar og mannauðurinn sem þær búa yfir. Þær þurfa að vera í stöðugri þróun og hafa skýra framtíðarsýn varð­ andi markmið og hlutverk hvers og eins innan stofnunarinnar. Því bera stjórnendur og starfsfólk bæði ábyrgð á starfsþróun og geta bæði haft frumkvæði að henni. Okkur hlakkar til að takast á við þetta verkefni með stofnunum og styðja þær við að efla fræðsluum­ hverfið sitt.“ n Metnaðarfull starfsþróun er allra hagur Fremst á myndinni f.v. eru Helga Rún Runólfsdóttir mannauðsráðgjafi og Ingibjörg Hanna Björnsdóttir náms- og starfsráðgjafi. Á bak við þær er Sólborg Alda Pétursdóttir náms- og starfsráðgjafi. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Athyglisverð tölfræði: n Árið 2022 hlutu 10 stofnanir aðstoð Ráðgjafa að láni. n Kennslumat síðustu fjögurra ára sýnir að 92% þátttakenda voru mjög eða frekar ánægð með þau námskeið sem þau sóttu hjá Starfsmennt. n Haldin voru 340 námskeið á árinu 2022 sem 3.955 ein- staklingar sóttu. Við styðjum við færniþróun opin- bers starfsfólks svo það sé betur í stakk búið til að takast á við fjölbreytt verkefni og breytingar í starfsumhverfi. Berglind Sunna Bragadóttir kynningarblað 5FÖSTUDAGUR 13. janúar 2023 skólar og náMskeið

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.