Fréttablaðið - 13.01.2023, Side 18

Fréttablaðið - 13.01.2023, Side 18
Mamma og Pabbi ásamt tengda­ foreldrum mínum og fullt af vinum gætu verið að frétta það í fyrsta sinn að ég sé í þessu námi. Þorkell Gunnar Guðmundur Hilmarsson gummih @frettabladid.is Þorkell Gunnar Sigurbjörns- son, íþróttafréttamaðurinn góðkunni á RÚV, hefur undanfarin ár stundað sagnfræðinám við Háskóla Íslands samhliða starfinu og stefnir á að klára nám sitt á þessu ári þegar hann skilar inn BA-ritgerð. „Það eru að verða þrjú ár síðan ég byrjaði í þessu námi. Þegar Covid var nýlega byrjað vorið 2020 var ég á leið í þriggja mánaða leyfi í vinnunni. Á meðan ég var í þessu leyfi var ég samt að klára að undirbúa Ólympíuþætti sem við á RÚV vorum með sumarið 2020. Þetta voru ólympíukvöld þar sem söguupprifjanir af gömlum Ólympíuleikum voru á dagskrá og komu í staðinn fyrir Ólympíuleik- ana sem áttu að vera sumarið 2020 en var frestað vegna heimsfarald- ursins,“ segir Þorkell og bætir við: „Ég var í heilmikilli bakvinnu og undirbúningsvinnu fyrir þessa þætti og ég segi við konuna mína: „Það er synd að maður geti nú ekki bara kallað sig sagnfræðing fyrst maður er er grúska í þessu dóti.“ Í kjölfarið sagði konan við mig: „Af hverju skráir þú þig ekki bara í sagnfræði?“ Mér fannst það nú ekki alveg málið að fara að skrá mig í háskólanám, verandi í rúm- lega fullri vinnu og með tvö börn. En ég ákvað að prófa og líka að í ljósi þess að á meðan Covid væri í gangi þá væri svo mikil fjarkennsla sem gæti hentað mér vel. Svo byrjaði ég bara á fullu og kláraði fyrstu önnina í fullu námi og er núna kominn á síðustu önn og á bara eftir BA-ritgerð. Þetta hefur farið vel saman með vaktavinn- unni,“ segir Þorkell í símaviðtali frá Kristianstad í Svíþjóð en þar er hann á vaktinni fyrir íþróttadeild RÚV að fylgjast með heimsmeist- aramóti karla í handbolta. Spurður hvort sagnfræði hafi verið ofarlega í huga hans segir hann: „Ég byrjaði í sagnfræði strax eftir stúdentsprófið en ég f losnaði upp úr náminu eftir fyrstu önn- ina. Ég var með einhvern skóla- leiða og þetta var öðruvísi en ég hélt. Ég hélt að ég væri að fá að fara inn í einhverja menntaskóla- sögu og gæti lagt á minnið einhver ártöl og staðreyndir, sem það er alls ekki. Þetta er miklu meiri greining. Ég gafst upp á þessu og tók eitt ár í stjórnmálafræði upp úr tvítugu en hætti í því þegar ég var fastráðinn hjá RÚV. Þegar ég byrjaði svo aftur í sagnfræðinám- inu sagði ég nánast engum frá því þar sem ég hafði tvisvar sinnum flosnað upp úr háskólanámi og vildi ekki hafa þá pressu að aug- lýsa það út um allt ef þetta myndi ekki ganga upp. Mamma og pabbi ásamt tengdaforeldrum mínum og fullt af vinum gætu verið að frétta það í fyrsta sinn að ég sé í þessu námi þegar þau lesa þetta viðtal. Afsaka það,“ segir Þorkell. Ritgerðin íþróttalegs eðlis Hefur námið verið skemmtilegt? „Ég hef haft mjög gaman af þessu en ég viðurkenni það alveg að þetta getur verið krefjandi með fullri vinnu og fjölskyldu. Það má alveg segja að starf eins og íþróttafréttamaður er oft á tíðum hálfgerð sagnfræði og ég hugsaði með mér að ég gæti alveg náð að þræða mig í gegnum þetta og ágætt að vera formlega með sagnfræði gráðu ofan í allt annað. Ég er að byrja að leggja drög að BA-ritgerðinni og hún verður íþróttalegs eðlis. Ég ætla að reyna að nýta sérfræðiþekkinguna þar líka,“ segir Þorkell, sem vonast til að útskrifast úr náminu í júní eftir að hafa verið í fullu námi í þrjú ár. Ef þú lítur til framtíðar, heldurðu að þú eigir eftir að leggja sagn- fræðina fyrir þig? „Það er aldrei að vita. En jú, eigum við ekki bara að segja það hvort sem það verður tengt áfram íþróttum og íþróttafrétta- mennsku eða hvort það verður á einhvern annan hátt. Það er ómögulegt að segja til um,“ segir Þorkell. Spurður hvort eitthvað hafi komið honum á óvart í náminu og hann hafi vitað hvað hann væri að fara út í segir hann: „Já og nei. Það er eins og með allt. Það tekur nokkrar vikur eða jafnvel mánuði að átta sig á aðferðum, átta sig á kennurum og átta sig á því hvað er verið að fara fram á. En þetta er mjög skemmtilegt og sérstaklega upp á það að maður lærir betur að setja hlutina í sögulegt samhengi og þessir fræðilegu hlutir sem maður var kannski ekki mikið að hugsa eru áhugaverðir þegar maður hellir sér inn í þá. Maður þarf alveg að hafa fyrir hlutunum í þessu námi en ef maður hefur áhugann þá helst þetta allt í hendur.“ Þriðja stelpan á leiðinni Það er ekki hægt að sleppa Kela án þess að spyrja hann út í HM en Ísland lék sinn fyrsta leik gegn Portúgal í gærkvöld og mætir Ung- verjalandi á morgun. „Auðvitað væri gaman að sjá liðið spila um verðlaun en mér finnst algjört lágmark að það komist í átta liða úrslitin. Liðið er gott, vel mannað og breiddin er mikil,“ segir Þorkell, sem hefur um margt annað að hugsa en HM. „Við hjónin eigum von á okkar þriðju stelpu um næstu mánaðamót svo ég fer heim eftir riðlakeppnina. Kannski nýti ég febrúar í fæðingar- orlofinu til að skrifa ritgerðina.“ n Sagði nánast engum frá þessu  Þorkell segir að sagnfræðinámið fari vel með vaktavinnunni en hann starfar sem íþróttafréttamaður á RÚV. MYND/AÐSEND Er námskeiðið þitt á Alfreð? Skoðaðu úrval námskeiða um allt milli himins og jarðar í appinu eða á vef Alfreðs og finndu einmitt rétta námskeiðið fyrir þig. Kíktu á námskeið á alfred.is 6 kynningarblað 13. janúar 2023 FÖSTUDAGURSkólar og námSkeið

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.