Fréttablaðið - 13.01.2023, Blaðsíða 22
Árið 1997 fórum
við hjónin í afdrifa-
ríkt ferðalag til Frakk-
ands. Þar urðu ákveðin
straumhvörf í lífi mínu
þar sem það greip mig
alveg svakalegur matar-
og vínáhugi.
Elín
Albertsdóttir
elin
@frettabladid.is
100% Black
60% Magenta
100% Yello
www.stilvopnid.is | bjorg@stilvopnid.is | s. 899-6917
Námskeið
haustannar 2022
Munið sívinsæl
ritlistarnámskeið
Stílvopnsins
www.stilvopnid.is
Jón Elvar Hafsteinsson,
gítarleikari og matreiðslu-
maður, tók u-beygju í lífinu
árið 2000 og ákvað að læra
kokkinn. Þá var hann rúm-
lega þrítugur og tónlistin
hafði átt hug hans allan.
Jón Elvar átti eiginkonu og þrjú
ung börn þegar hann ákvað að
fara í nám. Kokkanám hafði þó
ekki verið á dagskrá hjá honum.
„Ég var búinn að vera starfandi
tónlistarmaður frá átján ára aldri
og er enn að þrátt fyrir kokka
starfið. Vel kannski frekar hvaða
verkefni ég tek að mér. Árið 1997
fórum við hjónin í afdrifaríkt
ferðalag til Frakklnds. Þar urðu
ákveðin straumhvörf í lífi mínu
þar sem það greip mig alveg
svakalegur matar og vínáhugi.
Eftir að við komum heim fór ég að
eyða ómældum tíma í eldhúsinu
í alls konar æfingum í matargerð
inni. Vinur minn sem var sömu
leiðis mjög liðtækur í eldhúsinu
smitaði mig líka af þessum áhuga.
Þetta varð að krefjandi áhugamáli
sem ég þurfti bara að gera eitt
hvað með,“ segir Jón Elvar.
Gekk ekki með kokkadraum
„Kokkurinn hafði alls ekki verið
einhver draumur sem ég gekk
með. Ég var meira að segja líka
að spá í bakaranám. Það spilaði
kannski inn í að á þessu tímabili
var ládeyða í tónlistinni og ég
þurfti að gera eitthvað róttækt.
Ég hafði samband við frænda
minn og yfirmatreiðslumeistara,
Ingvar Sigurðsson, sem þá starf
aði á Argentínu og spurði hvað
honum þætti um að maður sem
væri kominn yfir þrítugt færi að
læra kokkinn. Hann hvatti mig
til að sækja um sem nemi á ein
hverju veitingahúsi en benti mér
á að þetta væri ekki auðveldasta
námið sem ég gæti valið. Engu að
síður benti hann á staði sem tækju
nema og þar sem væri vel farið
með kokkanema en svo var víst
ekki alls staðar,“ segir Jón Elvar
sem ákvað að fara á alla stærstu
staðina sem voru Hótel Saga,
Hótel Holt, Grand hótel og Perlan.
Of gamall til að læra
„Mér var sagt að það væri mjög
gott að læra í Perlunni undir
stjórn Sturlu Birgissonar sem þá
var yfirmatreiðslumaður og að
námið yrði fjölbreytt. Menn voru
þó ekkert að æsa mig upp í að
gerast kokkur, frekar að þeir töl
uðu starfið niður,“ segir Jón Elvar.
„Sturlu leist ekkert á mig þegar ég
sótti um, sagði að það væri ekkert
Rúmlega þrítugur og of gamall í kokkinn
Tónlistarmaðurinn Jónsi var 34 ára þegar hann ákvað að breyta til og læra kokkinn. Hann eldar nú fyrir starfsfólk Veritas. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Jón Ellert á
tónleikum í
Háskólabíói.
Þegar Jón
Elvar var að
breyta um gír í
lífinu árið 2000
kynntist hann
Jóni Rafnssyni
og Leone
Tinganelli. Þeir
stofnuðu tríó
sem er hannað
fyrir mat og
drykk og heitir
Delizie Italiane
eða „ítalskt góð-
gæti“ og starfar
enn í dag.
MYND/AÐSEND
verið að taka svona fullorðið fólk
sem nema. „Þetta er erfitt starf
og sumir hafa fengið bullandi
magasár vegna álags,“ sagði hann.
„Við viljum bara ung hresst fólk,“
bætti hann síðan við. Ég var hins
vegar ekkert á því að gefast upp og
spurði hvort ég þyrfti að biðja oft
til að komast að og hann svaraði
því játandi. Ég lá í honum í hálft ár
eða þangað til hann gafst upp og
réð mig árið 2001, þá 34 ára,“ segir
Jón Elvar og skellir upp úr.
„Námið gekk vel, ég var á samn
ingi í Perlunni og tók svo bóklegt
nám í Hótel og veitingaskólanum
í Kópavogi og lauk sveinsprófi
þaðan. Þetta var erfiður tími, ég
með þrjú lítil börn og nemalaunin
mjög lág. Auk þess er þetta tíma
frekt nám, langar vaktir og maður
gerir lítið annað með fram því.
Ég nánast kúplaði mig út úr tón
listarbransanum á þessum tíma.
Þetta gekk þó allt upp og ég hef
starfað við fagið síðan,“ segir Jón
Elvar sem hefur starfað í mötu
neyti Veritas í sautján ár. „Ég réð
mig þangað ári eftir útskrift en
með því að vera í dagvinnu gat ég
haldið áfram tónlistarferlinum,“
útskýrir hann.
Fjölbreyttur tónlistarferill
Jón Elvar er fæddur í Stykkis
hólmi en f luttist barn að aldri til
Þórshafnar á Langanesi. Hann
stundaði síðar nám í tónlistar
skólanum á Akureyri auk náms
í menntaskólanum sem hann
kláraði þó ekki. „Það var alltaf
markmiðið að gera tónlistina
að ævistarfi enda hef ég alltaf
haft mjög gaman að þeirri vinnu
og hún gefur mér mikið. Það er
hins vegar afar tryggt starf að
vera matreiðslumaður og mörg
fjölbreytt atvinnutækifæri. Sem
dæmi eru margir kokkar sölu
menn hjá birgjum sem selja
matvæli. Menntun þeirra nýtist
vel í því starfi,“ segir Jón Elvar
sem spilaði lengi með Stjórninni
og fór meðal annars með henni
til Zagreb til að taka þátt í Euro
vision. Sigga Beinteins og Grétar
Örvarsson sungu Eitt lag enn og
lentu í fjórða sæti keppninnar sem
var besti árangur Íslands á þeim
tíma. Jón Elvar hefur á undan
förnum árum komið fram á alls
kyns viðburðum, meðal annars
hefur hann spilað á jólatónleikum
Björgvins og unnið með honum í
ýmsum verkefnum frá árinu 2009.
„Það er mjög gaman að vinna með
öllu því góða fólki sem kemur að
jólatónleikunum. Þetta er risa
stórt verkefni og fagmennskan í
fyrirrúmi hjá öllum,“ segir hann.
Jón Elvar segist hafa byrjað í
bílskúrsbandi 14 ára gamall á
Langanesi. „Þegar ég stundaði
nám í tónlistarskólanum á Akur
eyri fór ég að spila með Helenu
Eyjólfsdóttur og Finni Eydal. Við
vorum einnig nokkrir skólafélagar
í bigbandi tónlistarskólans og
stofnuðum síðan danshljómsveit
sem spilaði vítt og breitt á böllum,
til dæmis í Sjallanum. Þegar ég
kom til Reykjavíkur fór ég strax
í Stjórnina ásamt því að stunda
nám við FÍH.“
Þegar Jón Elvar er spurður hvort
hann eldi enn þá heima, svarar
hann: „Ef það er heitur matur þá
elda ég. Ég eyði samt ekki eins
löngum tíma í eldhúsinu og ég
gerði áður. Núna vil ég helst vera
snöggur að þessu. Ég er kannski
ekkert spenntur að standa við eld
húsbekkinn allan sólarhringinn.
Maður þarf líka að hugsa um hnén
og bakið en kokkar standa allan
daginn,“ bendir hann á.
Jón Elvar segist vera mjög
hlynntur því að fólk breyti um
takt í lífinu þótt það sé komið á
einhvern ákveðinn aldur. „Það
reyndist mér vel og ég sé ekki eftir
þeirri ákvörðun. Þetta er heil
mikið átak en það er hægt að upp
skera vel. Svo er gaman að leika
tveimur skjöldum eins og ég geri
með tónlistina og matargerðina.
Mér finnst skemmtilegt á báðum
sviðum,“ segir Jón Elvar sem var
að elda lasagna og hvítlauksbrauð
fyrir starfsmenn Veritas þegar við
náðum tali af honum. n
10 kynningarblað 13. janúar 2023 FÖSTUDAGURskólaR og námskeið