Fréttablaðið - 13.01.2023, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 13.01.2023, Blaðsíða 8
n Halldór n Frá degi til dags Útgáfufélag: Torg ehf. Stjórnarformaður: Helgi Magnússon forStjóri og Útgefandi: Jón Þórisson ritStjóri: Sigmundur Ernir Rúnarsson ser@frettabladid.is aðStoðarritStjóri: Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is fréttaStjóri: Lovísa Arnardóttir lovisa@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út fimm daga í viku og hægt er að nálgast það ókeypis á 120 fjölförnum stöðum á höfuðborgarsvæðinu, á Suðurnesjum, Árborg, Ölfusi, Akranesi, Borgarnesi, Akureyri og víðar. Að auki er blaðið aðgengilegt í pdf-formi og í appi. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 fréttaBlaðið Kalkofnsvegur 2, 101 reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is. VefStjóri: Einar Þór Sigurðsson einarthor@frettabladid.is marKaðurinn: Guðmundur Gunnarsson ggunnars@frettabladid.is HelgarBlað: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is menning: Þorvaldur S. Helgason tsh@frettabladid.is Íþróttir: Hörður Snævar Jónsson hoddi@frettabladid.is ljóSmyndir: Anton Brink anton@frettabladid.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Undarlegt hvernig svo alvarlegar brotalamir geta með tímanum orðið hálf hversdags- legar. Við eigum öll allt okkar undir því að mann- réttindi séu virt og því mega engin vera undan- skilin. Guðmundur Gunnarsson ggunnars @frettabladid.is gar@frettabladid.is Gleymdur … Maður einn vill verða öllum gleymdur og telur sig eiga fullan rétt á því. Um er að ræða mann sem vill hverfa úr leitar- vélum á netinu svo nafn hans verði ekki lengur tengt við gamlar syndir sem raktar voru í fréttum. Hann leitaði á náðir Persónuverndar sem komst að þeirri niðurstöðu „að núver- andi atvinnustaða kvartanda“ fæli ekki í sér „verkefni sem vörðuðu mikilvæga hagsmuni almennings“, eins og segir í úrskurði þar sem lagt er fyrir Google-vefleitarvélina að afmá upplýsingar um manninn sem hann segir sér óþægilegar. … og grafinn Google hafði fyrir sitt leyti áður hafnað ósk mannsins þar sem fyrirtækið teldi upp- lýsingarnar sem um var að tefla tengjast atvinnustöðu mannsins og hlutverki hans á opinberum vettvangi þar sem hann gegni stjórnunarstöðu. Í umfjöllun Persónuverndar kemur ekkert fram um það hvað myndi gerast með hinar afmáðu upplýsingar ef maður- inn tæki nú allt í einu upp á því að skipta um starf og færi að vinna verkefni „sem varða mikilvæga hagsmuni almenn- ings“. Enda þá of seint í rassinn gripið og allt óþægilegt grafið og gleymt. n Við á Ís landi erum í fararbroddi jafnréttis í heim- inum og mörg fram fara skref hafa verið stigin á undan förnum árum á sama tíma og sjá má bak slag víða í heiminum. Þegar núverandi stjórnarsáttmáli var undirritaður var í fyrsta sinn í slíkum sáttmála sett fram stofnun sjálfstæðrar mannréttindastofn- unar. Á sama tíma færðust mann réttinda mál til for sætis ráðu neytis og í kjöl farið byrjaði forsætis- ráðherra að vinna að stofnun hennar en græn bók um mann réttindi hefur nú verið birt í samráðsgátt sem er liður á þeirri vegferð. Með Vinstri græn í forystu ríkisstjórnar höfum við hagsmuni samfélagsins að leiðarljósi til að tryggja öllum velsæld og tækifæri með félagslegum áherslum. Jafnrétti kynjanna og mannréttindi allra eru undirstaða heilbrigðs lýðræðissamfélags. Við eigum öll allt okkar undir því að mannréttindi séu virt og því mega engin vera undanskilin. Því má heldur aldrei gleyma að mannréttindi eru ekki sjálf- sögð og það þarf ávallt að standa vörð um þau því undan þeim fjarar f ljótt á tímum ófriðar og sam- félagslegs óróa eins og sagan sýnir okkur. Til vist sjálfstæðrar mannréttindastofnunar er for senda þess að hægt verði að lög festa samning Sam einuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks líkt og einnig er kveðið á um í stjórnar sátt mála. Allt miðar þetta að því að við eigum öll jafnan rétt til að njóta mann réttinda án mis mununar og fyrir þeim gildum hafa Vinstri græn alltaf barist, gildum sem gera samfélagið betra þegar þau komast á dagskrá. Staða mannréttinda í heiminum hefur farið versnandi. Stríð í Evrópu, skelfileg staða í Íran og svo harðnaði viðhorf til réttinda kvenna og hin- segin fólks svo fátt eitt sé nefnt. Við getum ekki horft fram hjá þessu bakslagi og verðum nú sem aldrei fyrr að standa vörð um mannréttindi fólks og til þess þarf kortlagningu, stefnu og framkvæmd. Öflug sjálfstæð mannréttindastofnun er sannarlega á veg komin á vakt VG. n Öflug mannréttindavakt Vinstri grænna Jódís Skúladóttir þingmaður VG Það líður varla sá dagur að ekki berist fregnir af neyðarástandinu sem ríkir í máttförnu íslensku heil- brigðiskerfi. Svo tíð eru neyðarópin að við erum hægt og bítandi að verða uppiskroppa með nægilega sterk lýsingarorð til að fanga ástandið. Orðin svo samdauna vandanum að það er engu líkara en að ófremdarástand á sjúkrahúsum sé orðið einn af hornsteinum norrænnar velmegunar. Eitt af einkenn- unum. Undarlegt hvernig svo alvarlegar brota- lamir geta með tímanum orðið hálf hvers- dagslegar. Vegna þess hve lengi ástandið hefur varað og lítið fengist að gert. Svo virðumst við fyrir löngu hætt að kippa okkur upp við ópin sem berast frá fólki sem fær ekki heilbrigðisþjónustuna sem það á rétt á og þarf nauðsynlega á að halda. Eins og það sé líka eitthvað sem við, sem þjóð, eigum bara að venjast og sætta okkur við. Umkringd auðlindum og peningastreymi. Við bærum varla á okkur lengur þegar ein- hver enn einn sérfræðilæknirinn fær sig full- saddan og skilar inn sloppnum. Vegna sinnu- leysis stjórnvalda. Í miðri manneklunni. Nýjasta dæmið er svo fréttin sem við heyrðum í vikunni af starfsfólki fjársveltrar heilbrigðisþjónustu úti á landi. Þar sem þeir sem gleggst þekkja til lýstu svívirðilegu álagi og manneklu. Aðstæðum sem eru svo bág- bornar að læknar taka ekki lengur í mál að starfa þar tímabundið. Nú vill svo til að sá sem hér ritar þekkir ágætlega til úti á landi og getur sagt með nokkurri vissu að það er ekki af neinni léttúð sem fólk í fámennum landshlutum dregur upp svo dökka mynd af sínum mikilvægastu öryggisventlum. Þar kvartar fólk kannski undan ónýtum vegspottum en undan brotalömum í heil- brigðisþjónustunni er ekki kvartað nema í lengstu lög. Svona svo við áttum okkur á hve alvarleg staðan er sem þarna var verið að lýsa. Samt hreyfðu þessar fréttir ekki við nokkrum manni. Þetta rann bara í gegn eins og enn ein lýsingin á ástandi sem við erum farin að sætta okkur við að muni aldrei breytast. Vandamáli sem við erum farin að venjast og taka sem sjálfsögðum hlut. Svo samdauna er íslenskt samfélag orðið vanda sem enginn mannlegur máttur virðist geta fært til betri vegar. Eða hvað? n Samdauna Skoðun Fréttablaðið 13. janúar 2023 FÖSTuDAGuR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.