Fréttablaðið - 13.01.2023, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 13.01.2023, Blaðsíða 32
Magnea vonast til að ljúka doktorsritgerð sinni í þýðingafræði á næstunni. Fréttablaðið/Ernir Þýðandinn og rithöfundurinn Magnea J. Matthíasdóttir fagnar sjötugsafmæli í dag. Önnur ljóða- bók hennar er handan við hornið. arnartomas@frettabladid.is „Þetta leggst bara ágætlega í mig,“ segir Magnea J. Matthíasdóttir, þýðandi og rithöfundur, um sjötíu ára stórafmæli sitt í dag. „Þetta er auðvitað miklu betri kostur en hinn, að verða ekki sjötugur. Afmæli eru yfirleitt ánægjuleg þótt maður hafi haldið mismikið upp á þau í gegnum tíðina.“ Í tilefni tímamótanna býður Magnea fjölskyldu sinni og vinum til afmælis- veislu og þykir verst að koma ekki enn þá f leirum fyrir í húsinu. Það er þó meira í gangi hjá Magneu sem er í þann mund að senda frá sér ljóðabók. „Þetta er svona samtíningur yfir lengra tímabil,“ segir hún. „Ég reyndi að taka saman gömul og ný ljóð og færa þau saman.“ Bækur Magneu á borð við Hægara pælt en kýlt og Sætir strákar vöktu athygli og umtal á áttunda og níunda áratug síðustu aldar en hún hefur í seinni tíð einbeitt sér að ævistarfi sínu sem þýðandi. „Guð minn almáttugur, það er orðið svolítið síðan,“ svarar Magnea aðspurð um hvenær hún hafi gefið út sína síð- ustu bók, en síðasta skáldsaga hennar, Sætir strákar, kom út 1981. „Ég hef nú alltaf verið að yrkja en hef kannski ekki verið að birta mikið af því. Ég er með fulla kassa og tölvur af þessu. Ég fór að tína þetta saman í einhverri tiltekt og gæla við hugmyndina um að gefa ljóðin út, hætti við það, hætti við að hætta við og tók nokkra snúninga – þetta er stór ákvörðun.“ Borgarlífið og kettir Þegar kófið skall á og afmælið nálgaðist ákvað Magnea að láta slag standa og gefa sjálfri sér og öðrum sem kunna að hafa áhuga afmælisgjöf. „Þá var ég komin með dálítinn ramma til að vinna með, lét aldur ljóðanna ekk- ert þvælast fyrir mér, hvort þau væru ný eða gömul, en reyndi að raða þeim þannig að þau drægju upp mynd af vegferð og borgarumhverfi en líka árs- tíðum.“ Bókin ber heitið Þar sem malbikið endar og lýsir Magnea ljóðunum sem borgar- og mannlífsmyndum ásamt fleiri pælingum. „Þetta er bæði gamalt og nýtt og ég reyndi að ná hálfgerðum árshring,“ útskýrir hún. „Að öðru leyti mætti kannski segja að kettir koma þarna nokkuð við sögu.“ Þýðingarsagan í sálmunum Samhliða bókaútgáfu og þýðingar- störfum er Magnea að vinna að doktors- ritgerð í þýðingafræði sem hún vonast til að klára með tíð og tíma. Við rann- sóknarvinnuna segir hún að margt hafi komið á óvart, of margt til að tíunda það hér. „Fyrir örþjóð eins og Íslendinga hafa þýðingar verið frá upphafi byggðar gríð- arlega mikilvægar, ekki bara til að veita inn nýjum hugmyndum og straumum heldur ekki síður til að endurnýja málið og viðhalda því,“ segir Magnea. „Það á við á öllum sviðum þjóðlífs- ins og ég leyfi mér að fullyrða að við ættum ekki tungumálið okkar ef við þýddum ekki á það heldur hefðum tapað því fyrir löngu. Það mætti segja að þýðingarsagan okkar og þróun hennar speglist í þeim og ekki síður hvernig ný bókmenntagrein verður til og tekur á sig mynd innan bókmenntakerfisins með þýðingum.“ n Rýnt í borgarlíf og gamla sálma Ég hef nú alltaf verið að yrkja en hef kannski ekki verið að birta mikið af því. Ég er með fulla kassa og tölvur af þessu. 1610 Galileo Galilei uppgötvar Callisto, fjórða fylgitungl Júpiters. 1830 Stórbruni í New Orleans. Talið var að þrælar í upp- reisn hefðu kveikt eldana. 1920 Fullyrt í ritstjórnargrein stórblaðsins New York Times að eldflaugar muni aldrei fljúga. Það reyndist rangt. 1930 Mikki mús stígur fram í myndasögu í fyrsta sinn. 1938 Enska kirkjan viðurkennir þróunarkenninguna. 1953 Tító kjörinn forseti Júgóslavíu. 1964 Karol Wojtyla, sem síðar varð Jóhannes Páll páfi annar, verður erkibiskup í Kraká, Póllandi. 1978 NASA, bandaríska geimferðastofnunin, velur fyrstu kvengeimfarana. 2000 Bill Gates stígur úr stóli forstjóra Microsoft. Merkisatburðir Ástkær eiginkona mín, mamma, tengdamamma, amma og langamma, Kolbrún Kristjánsdóttir sem lést á hjúkrunarheimilinu Ljósheimum Selfossi 31. desember síðastliðinn, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju þriðjudaginn 17. janúar klukkan 15. Jón Friðrik Sigurðsson Jón Rúnar Einarsson Kristín Valborg Sævarsdóttir Anna Einarsdóttir Herdís Einarsdóttir Indriði Karlsson Aðalheiður S. Einarsdóttir Jón Ingi Björgvinsson Kristján Þór Ingvarsson Aðalheiður Bjarnadóttir og fjölskyldur Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, Hallbjörg Gunnarsdóttir Bebba Hrafnistu, Hafnarfirði, lést á Hrafnistu Hafnarfirði aðfaranótt 9. janúar. Steinunn Ólafsdóttir Gunnar Guðnason Guðrún Tryggvadóttir Guðjón Guðnason Hafdís Ólafsdóttir Grétar Guðnason Guðni Guðnason Jenný Guðmundsdóttir María Jóna Guðnadóttir Hallgrímur S. Þorvaldsson barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og dóttir, Kristín Gunnarsdóttir kennari frá Blönduósi, lést á gjörgæsludeild LSH föstudaginn 23. desember. Útför hennar fer fram í dag, 13. janúar klukkan 15, frá Fella- og Hólakirkju. Lúðvík Vilhelmsson Dagbjartur G. Lúðvíksson Þyrí Magnúsdóttir Erla Guðrún Lúðvíksdóttir Benjamín Oddsson Elsa Kristín Lúðvíksdóttir Andri Þór Atlason Bjartur Nóel Benjamínsson Gunnar Sig. Sigurðsson Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Gísli Steingrímsson frá Vestmannaeyjum, lést á hjúkrunarheimilinu Seljahlíð þriðjudaginn 3. janúar. Útförin fer fram frá Seljakirkju fimmtudaginn 19. janúar kl. 15. Erla Jóhannsdóttir Heba Gísladóttir Bernódus Alfreðsson Jón Helgi Gíslason Jóhann Friðrik Gíslason Anna María Birgisdóttir Halla Gísladóttir Ragnar Hólm Gíslason Svandís Bergsdóttir Rósalind Gísladóttir Gunnar Kristmannsson barnabörn og barnabarnabörn Milli fjalls og fjöru, fyrsta íslenska kvikmyndin í fullri lengd og fyrsta kvikmyndin með tali, var frumsýnd í Gamla bíói þann 13. janúar 1949. Leik- stjóri myndarinnar var Loftur Guð- mundsson ljósmyndari og er myndin alls 91 mínúta að lengd. Myndin byggði á leikriti sem Loftur hafði samið 25 árum áður og sagði hann að efni myndarinnar væri úr íslensku þjóðlífi. Loftur hafði áður gert margar þöglar kvikmyndir en hafði heimsótt Bandaríkin nokkrum árum áður þar sem hann komst upp á lagið með nýju tæknina sem notuð var í Milli fjalls og fjöru. Þar setti hann sig í samband við framleiðendur nýstárlegrar 16 mm vélar en fékk hana ekki í hendur fyrr en eftir stríð þar sem vélin var aðal- ega notuð af hernum. Meðal gesta á frumsýningunni voru Georgía Björnsson forsetafrú, ráð- herrar ásamt mökum sínum, leikar- arnir í myndinni og fleiri. Myndin lagðist greinilega vel í bíógesti sem hylltu Loft og leikarana með lófataki þegar sýningunni lauk. n Þetta gerðist: 13. janúar 1949 Fyrsta íslenska talmyndin frumsýnd Ný sýningarvél var aðalatriðið í aug- lýsingunni í Morgunblaðinu. TímamóT FRéttablaðið 13. janúar 2023 FÖSTUDaGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.