Fréttablaðið - 13.01.2023, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 13.01.2023, Blaðsíða 12
Allt er kynningarblað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið rit- stjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 550 5761 | Guðmundur Hilmarsson, gummih@frettabladid.is s. 550 5766 | Sandra Guðrún Guðmundsdóttir, sandragudrun@frettabladid.is, s. 550 5762 | Starri Freyr Jónsson starri@frettabladid.is, s. 550 5767 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is, s. 550 5768 Útgefandi: Torg ehf Ábyrgðarmaður: Jón Þórisson Sölumenn: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652, Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@frettabladid.is, s. 550 5654, Ruth Bergsdóttir, ruth@frettabladid.is, s. 694 4103. starri@frettabladid.is Ein söluhæsta hljómplata sög- unnar, Dark Side of the Moon með Pink Floyd, verður flutt í heild sinni í Eldborg í Hörpu snemma í næsta mánuði ásamt öðrum vel völdum perlum hljómsveitarinnar. Einvalalið tónlistarmanna mun sjá um flutninginn og eru lögin sungin af þeim Matthíasi Matthí- assyni, Magna Ásgeirssyni, Einari Þór Jóhannssyni, Ölmu Rut, Ernu Hrönn og Írisi Hólm. Undirbúningur fyrir tónleikana hefur gengið vel að sögn Matthí- asar en hann snýr að miklu leyti um tæknilegu hliðina sem skipar alltaf stóran sess í lifandi flutningi Pink Floyd. „Lýsing, mynd og hljóð er jafn mikilvæg upplifun og að upplifa flutning tónlistarinnar en við erum svo heppin að hafa ein- valalið hæfileikafólks með okkur í liði. Tónlistina höfum við verið að kryfja niður í smáatriði og undir- búningur lofar góðu. Gestir mega því eiga von á góðu kvöldi fyrir öll skynfærin.“ Upplifði tónlistina sem ferðalag Dark Side of the Moon kom út 1. mars 1973 og á því formlegt fimmtugsafmæli eftir nokkrar vikur. Hún er ekki bara ein sölu- hæsta plata sögunnar heldur einnig talin af mörgum vera ein sú besta. „Þegar ég hlustaði fyrst á þessa plötu var það í fyrsta skipti sem ég upplifði það sem ferðalag að hlusta á plötu. Ég man að platan í heild sinni hafði mikil áhrif á mig og upplifði ég hana sem eitthvað meira en „bara“ tónlist, heldur var þetta upplifun. Sjálfur á ég í raun engin uppáhaldslög af plötunni þar sem verkið er svo heildstætt en það er fátt skemmtilegra en að hlusta á flutning þess í lifandi flutningi.“ Auk Dark Side of the Moon verða margar perlur Pink Floyd fluttar fyrir hlé ásamt lögum tengdum sólóferli einstakra meðlima hennar. Lá ekki í sófanum Matthías hefur lengi verið við- loðandi tónlist, meðal annars með Pöpum, Dúndurfréttum og Vinum Sjonna auk sólóferils og þátttöku í ýmsum söngleikjum og leikritum. Heimsfaraldurinn lék tónlistar- fólk grátt eins og margar fleiri starfsstéttir en Matthías lét það ekki stoppa sig. Á þessu tímabili hóf hann nám í húsasmíði, opnaði verslun með eiginkonu sinni og tók upp eigin tónlist og skemmti landsmönnum gegnum streymi. „Ég hef alltaf haft gaman af því að skapa með einhverjum hætti, hvort sem það er í tónlist eða Hjónin hafa rekið saman verslunina Naturalmat – Náttúrurúm í um eitt og hálft ár. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI öðrum þáttum lífsins. Mér finnst ýmsar framkvæmdir heima fyrir til dæmis sérstaklega skemmti- legar. Þegar Covid skall á og öll atvinnan mín þurrkaðist út, þá stóð valið um að setjast í sófann og glápa á Netflix eða að fara að gera eitthvað. Ég valdi að gera eitthvað og þar sem ég hef alltaf haft áhuga á að kunna meira í smíði fannst mér tilvalið að læra fagið og sé ekki eftir því í dag. Í náminu hef ég kynnst mörgu skemmtilegu fólki og námið sjálft er mjög gagnlegt.“ Gaman að komast á svið aftur Þegar kemur að tónlistinni segist hann vera í alls konar ólíkum og skemmtilegum verkefnum. „Ég og Helgi Reynir vinur minn gáfum út tvöfalda vínylplötu með frum- sömdu efni fyrir tveimur árum undir heitinu Matt seven years. Sköpunarferlið gaf okkur báðum mikið, þótt við höfum ekki lagt eins mikið upp úr því að koma henni á framfæri. Nú er allt komið á fullt aftur í tónlistinni og við félagarnir stefnum á að gera nýja plötu fljótlega.“ Eftir tvö mögur Covid-ár finnst honum ótrúlega gaman að vera aftur farinn að hitta allt skemmti- lega fólkið í bransanum og spila uppi á sviði fyrir fólk, en ekki bara í gegnum tölvuskjáinn. „Verk- efnin eru eins fjölbreytt og þau eru mörg. Ég kem fram í brúðkaupum, jarðarförum, á stærri og minni tónleikum og bara alls konar. Það gefur mér mikið að taka þátt í mikilvægum augnablikum í lífi fólks.“ Sefur margfalt betur Matthías og eiginkona hans, Brynja Ólafsdóttir, fóru heldur betur út fyrir þægindarammann þegar þau opnuðu verslunina Naturalmat – Náttúrurúm fyrir Matthías og eiginkona hans, Brynja Ólafsdóttir, eiga þrjá syni sem verja miklum tíma á íþróttavöllum. Þessi fallega útidyrahurð var fyrsta verkefni Matthíasar eftir námið. Hluti hópsins sem flytur Dark Side of the Moon. Matthías hefur starfað lengi með flestum þeirra við ýmis smærri og stærri verkefni. um einu og hálfu ári síðan. „Þetta rúmævintýri byrjaði þegar ég var að leita að lausn fyrir sjálfan mig þar sem ég svitnaði mikið í svefni. Eftir því sem ég kynnti mér málið betur færðist ég nær náttúrulegri svefnvörum. Ég var svo heppinn að kynnast þessu frábæra fyrir- tæki, sem Naturalmat er, og vörum þeirra.“ Eftir að hafa eignast dýnu frá fyrirtækinu fór Matthías á fund með eigendum þess. „Með okkur tókst vinátta og úr varð að við hjónin opnuðum verslunina á Íslandi. Ég hef ekki svitnað í svefni síðan og mér finnst frábært að fleiri kynnist vörunum og upplifi betri loftgæði, betri öndun og betri svefn. Verslunin á hug okkar allan þessa dagana en þar seljum við lífrænar svefnvörur eins og dýnur, rúm, sængur og kodda, allt úr nátt- úrulegum efnum.“ Er mikill fjölskyldumaður Það er því engin lognmolla í kring- um Matthías sem er svo sannarlega með mörg járn í eldinum. „Lífið er gott og fjölbreytt. Ég er mikill fjöl- skyldumaður og legg mikið upp úr því að eiga góðar stundir með fjöl- skyldunni og fylgja sonum mínum eftir í því sem þeir eru að gera.“ Í sumar stefnir fjölskyldan til Gautaborgar í Svíþjóð þar sem yngsti sonurinn keppir í hand- bolta á Partille Cup. „Elsti sonur okkar spilar fótbolta og miðju- sonurinn er í handbolta og við reynum að mæta á sem flesta leiki. Sumrinu ætlum við að halda opnu og reynum að skella okkur í styttri ferðalög innanlands og utanlands. Það sem er þó á óskalistanum er Bræðslan og Fiskidagurinn mikli.“ Þar sem mikill tími hjónanna fer í að fylgja sonunum milli ólíkra íþróttavalla, auk þess sem Matthías er sjálfur á fullu í spila- mennsku um helgar, eru allar helgar sem þau ná að verja saman draumahelgar. „Þá njótum við þess að spjalla saman, spila, elda góðan mat og gera ýmislegt annað skemmtilegt.“ n Tónlistina höfum við verið að kryfja niður í smáatriði og undirbúningur lofar góðu. Gestir mega því eiga von á góðu kvöldi fyrir öll skynfærin. Matthías Matthíasson info@arcticstar.is - www.arcticstar.is Síðumúli 31 - 108 Reykjavik - S: 562-9018 / 898-5618 MARINE COLLAGEN Kollagen er eitt helsta uppbyggingarprótein líkamans. Kollagen er að finna í öllum liðum, liðamótum, vöðvum, sinum og beinum mannslíkamans. Arctic Star Marine Collagen inniheldur íslensk sæbjúgu, kollagen úr þorskroði og C vítamíni. C vítamín er þekkt fyrir: • Stuðlar að eðlilegri myndun kollagens fyrir starfsemi brjósks, beina og húðar. • Stuðlar að eðlilegri starfsemi tauga- kerfisins og ónæmiskerfisins. • Stuðlar að því að verja frumur fyrir oxunarálagi og draga úr þreytu og lúa. • Stuðlar að endurnýjun afoxaðs forms E-vítamíns og auka upptöku járns. • Stuðlar að eðlilegum orkugæfum efnaskiptum. ÍSLENSK FRAMLEIÐSLA, Framleiðandi er Arctic Star ehf. Allar nánari upplýsingar fast www.arcticstar.is Arctic Star Marine Collagen Varan fæst í flestum apótekum, heilsubúðum, Hagkaupum, Fjarðakaup og Heimkaup.is 2 kynningarblað A L LT 13. janúar 2023 FÖSTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.