Fréttablaðið - 13.01.2023, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 13.01.2023, Blaðsíða 36
Sjónvarpsseríurnar sem munu slá í gegn 2023 Ef fólki fannst 2022 vera stórt sjónvarpsár þá hefur það ekki séð sjónvarpsþáttaraðirnar sem væntanlegar eru 2023. Úr því verður bætt hér en það má með sanni segja að heimsfar- aldur sé nú löngu gleymdur og sjónvarpsþáttaframleiðsla komin á fullt skrið. Hér eru nokkrar seríur sem munu slá í gegn á árinu. odduraevar@frettabladid.is The Last of Us Janúar Allt bendir til þess að þau Pedro Pascal og Bella Ramsey muni slá í gegn í nýrri seríu frá HBO sem byggir á samnefnd- um PlayStation-tölvuleikjum úr smiðju Naughty Dog. Þau leika Joel og Ellie, sem lifðu af hrikalegan sveppafaraldur sem rústað hefur heiminum eins og við þekkjum hann. The Continental Mitt ár 2023 Sjónvarpsþáttaröð sem mun gerast í sama heimi og at- burðirnir í John Wick-kvikmynd- unum. Hér er ungum Winston Constinental, persónu úr mynd- unum, fylgt eftir á áttunda ára- tugnum. Sagan segir að Keanu Reeves muni mæta til leiks. Poker Face Janúar Sami maður og færði okkur Glass Onion, Rian Johnson, ætlar að færa okkur þessa glæpaþætti í tíu hlutum með Natöshu Lyonne í aðalhlut- verki. Natasha leikur týpu í ætt við Benoit Blanc úr Glass Onion og þarf að leysa alls kyns glæpi en þetta eru fyrstu þættirnir sem Johnson gerir. Wolf Pack Janúar Sarah Michelle Gellar mætir aftur á sjónvarpsskjáinn eftir töluvert hlé. Hún fer með hlutverk Kristin Ramsay, konu sem rannsakar upptök dular- fulls elds þar sem undarleg vera úr öðrum heimi fer á stjá. Shrinking Janúar Jason Segel fer með aðalhlutverkið í þessari sjónvarpsþáttaröð frá þeim sömu og færðu okkur Ted Lasso á Apple TV+. Segel leikur sorg- mæddan sálfræðing sem ákveður að brjóta regl- urnar gagnvart skjólstæðingi sínum. Svo leikur Harrison Ford líka í þessu. The Mandalorian 3 Mars Mandalórinn og Baby-Yoda mæta á Disney+ í þriðja skiptið í mars. Hvað gera þeir núna og hvert munu þeir fara í Star Wars-heimum? Kemur í ljós eftir nokkra mánuði. Succession 4 Vor Líklega er fárra sjónvarpsþátta beðið með jafn mikilli eftirvæntingu og fjórðu seríunnar frá HBO um fjölmiðlakóngana í Roy-fjölskyldunni. Einir af bestu þáttunum sem eru í boði um þessar mundir. Gen V Síðari hluta ársins Aðdáendur The Boys ættu að fylgjast með þess- ari seríu sem mun gerast í sama heimi og ofur- hetjuþættirnir vinsælu á Amazon Prime. Hér er nokkrum ungum ofurhetjum í heimavistarskóla fylgt eftir sem þurfa að fóta sig í blóðugum en oft á tíðum drepfyndnum ofurhetjuheimi The Boys. Secret Invasion Síðari hluta ársins Marvel-aðdáendur fá nóg fyrir sinn snúð í sjón- varpsþáttageiranum á árinu. Secret Invasion er ein af þessum seríum en Samuel L. Jackson sem Nick Fury þarf að taka á hinum stóra sínum gegn furðulegri innrás Krull-geimverutegundarinnar. Svo leikur Emilia Clarke úr Game of Thrones líka í þáttunum. The Idol Síðari hluta ársins Höfundar Euphoria-þáttanna og tónlistar- maðurinn The Weeknd stilla saman strengi sína í þessum þáttum frá HBO sem munu fjalla um tón- listarkonuna Jocelyn sem hrynur niður vinsælda- lista. Í kjölfarið gengur hún til liðs við költ. 16 Lífið 13. janúar 2023 FÖSTUDAGURFréttablaðiðLíFið Fréttablaðið 13. janúar 2023 FÖSTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.