Fréttablaðið - 13.01.2023, Blaðsíða 35

Fréttablaðið - 13.01.2023, Blaðsíða 35
Þú þarft að vera nákvæm og íhugul og þessi skipulagningar- gáfa þarf að ná alveg til hráefnisins. Þetta er það nákvæmlega sama og að skipuleggja mjög stórt fyrirtæki. leikhús Hvíta tígrisdýrið Borgarleikhúsið í samstarfi við Slembilukku eftir Bryndísi Ósk Þ. Ingvarsdóttur Leikstjóri: Guðmundur Felixson Leikarar: Guðlaug Elísabet Ólafsdóttir, Jökull Smári Jakobsson, Laufey Haraldsdóttir og Þuríður Blær Jóhannsdóttir Leikmynda- og búningahönnuður: Bryndís Ósk Þ. Ingvarsdóttir Hljóðmynd og tónlist: Eygló Höskuldsdóttir Viborg Lýsingarhönnun: Kjartan Darri Kristjánsson Sigríður Jónsdóttir Bókmenntasagan er uppfull af háa- loftum og skúmaskotum. Hentugir afkimar til að fela leyndarmál af öllu tagi, hvort sem það eru óheppi- lega lasnar eiginkonur eða vand- ræðabörn. Að sama skapi eru þessi rykugu rými líka ákjósanleg til að fela sig fyrir umheiminum, ef þann- ig stendur á. Þá er gott að hafa hvítt tígrisdýr til að vernda mann eða gæta þess að enginn komist út. Slembilukka vakti verðskuldaða lukku með sýningunni Á vísum stað undir formerkjum Umbúða- lauss, tilraunavettvangs ungs sviðs- listafólks í Borgarleikhúsinu. Hvíta tígrisdýrið er næsta skref í þeirra samstarfi og fyrsta leikrit Bryndísar Óskar Ingvarsdóttur. Hvíta tígris- dýrið fjallar um þrjú börn og kon- una með kjólfaldinn sem stjórnar heimilishaldinu, ef svo skyldi kalla, með harðri hendi. Þau húka saman á háaloftinu þar sem dagarnir renna saman í eitt, reglurnar eru form- fastar og lífsgleðin takmörkuð. Sagan er meira í ætt við uppruna- legu Grimmsævintýrin eða Lemony Snicket með góðri slettu af gufu- pönki og heimsókn frá vofu Samu- els Beckett. Bryndís Ósk skapar veröldina af kostgæfni og sköpun- argleði, bæði í gegnum textann og sýnilega heiminn sem birtist á Litla sviðinu en hún hannar bæði leik- myndina og búningana. Hún hikar ekki við að fjalla um erfið málefni á borð við erfðan fjölskyldusárs- auka og fyrirgefningu syndanna en gleymir ekki að skemmta ungu áhorfendunum. Guðlaug Elísabet leikur konuna með kjólfaldinn, harðstjóra sem vill hafa allt í röð og reglu. Hún vitnar stöðugt í karl föður sinn, en andi hans virðist teygja krumlur sínar yfir gröf og dauða. Guðlaug gerir þetta kerlingarsíli, sem minnir stundum á Vinní í Hamingjudög- um, eins stórt og greiðsluna hennar, skapsveiflurnar eru miklar og rösk- unin skemmtilega tryllingsleg. Þegnar hennar og börn eru Klaka- drengurinn, Ósýnilega stúlkan og Gírastúlkan, holdgervingar mis- munandi viðbragða við áreiti. Klaka- drengnum er alltaf kalt og meðferð Jökuls Smára á þessum viðkvæma dreng staðfestir að hann er ungur leikari til að fylgjast með. Laufey, annar meðlimur Slembilukku, leikur Ósýnilegu stúlkuna sem er stöðugt skikkuð í þagnarbindindi en lætur ekki segjast. Gaman væri að sjá Lauf- eyju stíga aðeins fastar til jarðar en raddbeiting hennar er ekki nægilega sterk. Gírastúlkan vill halda öllu góðu og Þuríður Blær skilar flóknu tilfinningaferðalagi hennar afskap- lega vel, hvernig hún felur tilfinn- ingar sínar og síðan blómstrar. Þriðji meðlimur Slembilukku er tónlistarkonan Eygló Höskuldsdótt- ir Viborg sem skapar hljóðheiminn. Á heildina litið eru tónsmíðarnar vel heppnaðar, dularfullar og lifandi, en stundum sat tónlistin ekki nægilega vel í sýningunni, eins og hljóðblönd- unin væri úr takti. Sama má segja um rödd Ósýnilegu stúlkunnar, eins og hún væri fyrir aftan sviðið frekar en á. Guðmundur Felixson hlúir vel að persónum verksins og heiminum sem þær dvelja í. Þar ber hæst augna- blikin þar sem leikhústöfrarnir spretta fram; bolli sem ferðast með lyftu, stólar sem virðast hreyfast af sjálfu sér og fljúgandi fiðrildi. Sviðslistahópurinn Slembilukka er svo sannarlega að stimpla sig inn í sviðslistasenuna og gaman að sjá Borgarleikhúsið standa við bakið á honum. Hvíta tígrisdýrið er öðru- vísi barnasýning en áður hefur sést á íslensku leiksviði. Fátt er dregið undan hvað varðar efnistök en stutt er í leikhústöfrana og sýningin ber að lokum með sér skilaboð um manngæsku og fyrirgefningu, bráð- nauðsynlega lexíu fyrir leikhúsá- horfendur á öllum aldri. n Niðurstaða: Óvanaleg en eftir- minnileg barnasýning, fyrir fólk á öllum aldri. Óbermin á háaloftinu Hvíta tígrisdýrið er öðruvísi barna- sýning en áður hefur sést á íslensku leiksviði. Mynd/Leifur WiLBerg OrraSOn Í dag verður opnuð yfirlits- sýning á Kjarvalsstöðum um feril myndvefarans og rithöf- undarins Hildar Hákonar- dóttur. Hildur sér söguna og samfélagið út frá þræðinum og segir tímann hafa breyst, ekki eingöngu með sam- félagsbreytingum heldur einnig í eðli sínu. ninarichter@frettabladid.is Á Kjarvalsstöðum sitjum við Hildur Hákonardóttir ásamt Sigrúnu Ingu Hrólfsdóttur sýningarstjóra sem gegnir tímabundinni rannsóknar- stöðu við Listasafn Reykjavíkur er snýr að ferli Hildar, sem er grunnur- inn að sýningunni. Þá stendur Lista- safnið fyrir málþingi í tengslum við sýninguna á Kjarvalsstöðum klukkan 13 í dag þar sem Sigrún Inga heldur lykilerindi. Hildur er fædd 1938. Í listinni er hún samfélagsrýnir og frumkvöðull með langan og fjölbreyttan feril að baki. Hún varð stúdent frá Mennta- skólanum í Reykjavík 1955 og flutti til Bandaríkjanna 1956. Hún lærði myndlist við Myndlista- og hand- íðaskóla Íslands og Edinburgh Col- lege of Art, og lauk vefnaðarkenn- araprófi árið 1979. Hildur var einn stofnenda Rauð- sokkahreyfingarinnar, og er kynja- pólitík einn af þeim þráðum sem einkenna feril hennar og verk. Hún er fyrrverandi skólameistari Mynd- lista- og handíðaskóla Íslands, sem þá hét. Þá var hún forstöðumaður Byggða- og listasafns Árnesinga til ársins 2000. Hildur hefur unnið list inn á fjöl- breytta miðla, en að mestu leyti notað vefnað. Vefur er orð sem heyrist oftar í sambandi við tölvur í dag. Hildur segir þekkinguna á vefnaðinum nýtast á öllum sviðum lífsins. Hún býr yfir einstakri sýn og heimsmynd og greinir mannlega til- vist út frá þræðinum. „Einu sinni var blaðamönnum alltaf boðið upp á kampavín og snittur,“ segir Hildur í upphafi við- tals. Tónninn er ekki afsakandi, heldur blátt áfram innlegg í það hvernig samfélagið hefur breyst. Kampavín og snittur væru í hróp- andi ósamræmi við andrúmsloftið, fyrir utan sýningarsal þar sem vefnaður Hildar hangir á veggjum, hverra stef eru meðal annars bar- átta alþýðukvenna fyrir sýnileika og viðurkenningu í samfélaginu. „Þegar ég hef fengið tækifæri til þess, hef ég vakið athygli á því að vefnaðurinn sem slíkur er svo mikið undur,“ segir hún. „Vefnaðurinn er svo ríkur að þú finnur það í tungu- málinu. Við erum komin í gegnum skrifaða tímabilið sem er fullt af til- vísunum í vefnað. Svo förum við í gegnum skrifin og inn í tölvuöldina og við erum enn að tala um vefinn. Veraldarvef, internetið. Net er viss tegund af vef,“ segir Hildur. „Þú þarft að vera fyrirhyggjusöm og skipulögð, ef þú ætlar að vefa. Þú þarft að vera nákvæm og íhugul og þessi skipulagningargáfa þarf að ná alveg til hráefnisins. Þetta er það nákvæmlega sama og að skipuleggja mjög stórt fyrirtæki,“ segir hún. „Vefurinn krefst svo mikillar skipu- lagningar að það að fara í gegnum vefnaðarnám held ég að sé fullkom- lega sambærilegt við það sem fólk lærir í háskóla. Svo er enn þá betra að læra það á praktískan máta.“ Hildur vísar einnig til þess að gjarnan sé talað um lífið sjálft sem vef. „Talað er um lífsvefinn. Við tölum stundum um það að uppi- staðan sé meðgjöfin. Af hvaða kyn- stofni eru foreldrar þínir, landið sem maður fæðist í, og hvort þú fæðist í borg eða sveit. Þetta er það sem þér er gefið en þú lærir hvernig þú vinnur ívafið sem fer og fyllir inn í vefnaðinn. Við ráðum hvernig við nálgumst kringumstæðurnar okkar,“ segir hún. „Þetta hefur fylgt okkur og mun alltaf fylgja okkur. Vefurinn er svo dularfullur og skemmtilegur.“ Sé litið á hinar mismunandi túlk- anir á vefnum í samtímanum, liggur við að spyrja hvernig hið nýrra og tölvutengda hlutverk orðsins og vef- hugtaksins horfir við listakonunni. „Það kemur eitthvert form, ef við förum í gömlu listasöguna. Þar er talað um þrefalda þróun, byrj- unarstig, klassíska stigið og svo úrvinnslustig, jafnvel svolítið deca- dent,“ svarar Hildur. „Við höfum farið í gegnum tvö menningarstig sem eru búin að vera ótrúlega sterk. Annað er prentaða bókin. Við vitum hvernig hún byrj- aði og hún er búin að eiga flott fimm hundruð ára tímabil. Nú er hið myndræna að sækja á hið skrifaða. Í myndlistinni átti málverkið þessar aldir og var óskaplega sterkt og nú sækja önnur form á. Það er óskap- lega skemmtileg uppstokkun, en við erum mitt í breytingaferli. Það breytingaferli verður bara að fá að eiga sér stað. Við vitum ekki hvert það muni á endanum fara. Í hvaða átt,“ segir hún. Ertu með kenningu? „Tíminn hefur breyst. Ég veit að þetta byrjaði með endurreisninni þegar við fórum inn í fjarvíddina. Áður hafði myndefnið verið svona flatt. Það voru bara tvær víddir. Svo kemur fjarvíddin inn og hún stefnir í punkt, sem er eins og regnboginn, þú kemst aldrei þangað. En sam- félagið skynjar sig frá þessum tíma í einhverju framþróunarskeiði. Þú ert að sækja fram að einhverju sem þú veist ekki hvað er,“ útskýrir Hildur. „Svo gerist það 2012 að tíminn skiptir um eðli, fjarvíddarhugsunin er ekki lengur til og við þurfum að læra að lifa í núinu. Þú ert alltaf í núinu. En við vorum orðin svo háð því að hugsa alltaf um að vera að fara eitthvað, í framþróun.“ Hvað gerist 2012? „Það var árið sem Mayarnir sögðu að tímatalið myndi enda. En það var ekki það, heldur breytti tíminn um eðli. Þá fara menn að uppgötva að tíminn er ekki línulaga heldur hringlaga, eins og vortex. Það er erfitt að útskýra þetta, en við erum stödd inn að miðju krossins, þar sem þú sérð aftur í tímann og fram í tímann. Við erum bara stödd í ein- hverju flæði,“ segir Hildur Hákonar- dóttir. n Í tímans flæði með rauðum þræði Sem listamaður hefur Hildur mest unnið með vefnað en vefinn segir hún að krefjist svo mikillar skipulagningar að vefnaðarnám sé sambærilegt háskólanámi. fréttaBLaðið/ ernir FÖSTUDAGUR 13. janúar 2023 Menning 15Fréttablaðið

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.