Rökkur - 15.05.1922, Page 7

Rökkur - 15.05.1922, Page 7
53 Ráðið heilt. Alt af skyldi “Áfram” vera inst og dýpst í huga þér, alt af láns er lýsigullið lífs um brautir, hvar sem er, að eins ef þú gripið getur gæfuna, er hjá hún fer, að eins ef þú, maður, metur, metur rétt hvað býr í þér. Kannske ertu að reyna að ráða risagátur fyrir þér. Eitt sinn var í sál mér svona, svona löngun, því er ver. En þó það væri seint eg sá, að sjálfum var eg gáta mér og mín insta, insta þrá varð öll að ráða: Hvað mér ber! Láttu prófessora pískra og pára um lífsins gátur rit. Á okkar sviði er nóg að nema, notum til þess okkar vit. Að herða sig og vinna og vilja veitir Grettistökum frá — og kannske gamla þulu að þylja, þegar skella hretin á. (Troy, N. Y., ’ 19.)

x

Rökkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.