Rökkur - 15.05.1922, Page 17

Rökkur - 15.05.1922, Page 17
63' Og hún verður allsstaðar vör við vilta löngun til skemtana, skemtana, óhollra skemtana! Til þess er tíminn notaður, stundir þeirra, sem ekki þurfa eða ekki vinna af öðrum ástæðum, og frístundir þeirra, sem verða að vinna. Hún Verður ekki þess vör, að neinn tíma sé aflögu til þess að auðga andann. Gömlu hugmyndirnar um ást og trygð eru horfnar. Um skyldur er lítt hugsað. Öllu slíku hefir verið “hent fyrir borð”. Og hún vitnar í orð frægs kven- myndhöggvara, sem segir við hana: “Þetta er öld líkamsdýrkunar. Alt snýst um lík- amann, allar hugsanir. Um þarfir líkamans, um að “fegra” líkamann. En sálinni er gleymt.” Og hún vitnar í orð annarar listakonu: “Konur þær, sem eg kemst í kynni við, eru jarð- bundnar. Eg get ekki verið bjartsýn, þegar eg hugsa um framtíð þjóðar minnar, er eg hugsa um nútíðarstúlkur, framtíðarmæður þjóðarinnar.” Elinor Glyn minnist á þær konur, sem nú eru af æskuskeiði. Og hún bendir þeim á þetta nýja tím- ans “Mene Tekel”, sem svo skýrt er á vegginn skrif- að. Hún segir hiklaust, að siðferðisástandið sé á eins lágu stigi og hugsast getur og vill láta rannsaka hlutina frá rótum, frá sálfræðislegu sjónarmiði. Það, sem einkenni ungu kven-kynslóðina, segir hún vera: Óhófleg sjálfselska. Engin sjálfsafneitun. Engin virðing fyrir því, sem virða ber. Engin virðing fyrir trúarskoðunum, fyrir bókmentum, göfugum hugsjón- um. Engin virðing fyrir föður og móður, sem séu á-

x

Rökkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.