Rökkur - 15.05.1922, Síða 37

Rökkur - 15.05.1922, Síða 37
83 að eins rósir, angandi rósir; rauðar og hvítar, rauð- ar sem blóðið fagurrautt, hvítar sem snjórinn á jökl- unum. Og þau áttu sér eina dóttur barna, og þá er hún óx upp var hún fríð sýnum. Og allar rósirnar hneigðu sig fyrir henni, þegar hún gekk um úti, hneigðu sig og grétu af gleði. Þær grétu tærum daggardropum ofan á litlu, hvítu fæturna hennar — Og dagarnir liðu og árin liðu og lþau voru ham- ingjusöm öll þrjú, því þau lifðu á meðal rósa. Og litla dóttirin þeirra óx upp og varð há og fnð, með ljósgult hár og blá augu. Og þau kölluðu hana Sunnu, því Sunna þýðir sól — og Sunna, dóttirin þeirra, var fögur sem sólin sjálf. Og Sunna varð hærri með hverjum deginum sem leið og æ fríðari. Iðulega gekk hún fram með firðinum og lét öldurn- ar þvo fætur sína. Og vindurinn lék sér að hárinu hennar Ijósa. Oft sat hún á hamrinum og starði út á fjörðinn. Og söng- ur marbendlanna barst að eyrum hennar. Sál henn- ar fyltist unaði. Það var eins og hún vaggaði sér á gullöldum fjarðarins. Og söngur hafsins kvað sí og æ við í eyrum hennar, hvert sem hún fór. En á Jóns- messunótt, þegar hún var réttra átján ára, sat hún við hafið og hlustaði á niðinn í öldunum og á söng marbendlanna. Og þegar sólin var hnigin til viðar, kom til hennar unglingspiltur. Hann var hár vexti og fríður sýnum, augun blá, djúp og hrein, eins og sjór- inn fram undan hamrinum. Og hann settist við hlið hennar, tók í hönd hennar og sagði:

x

Rökkur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.