Rökkur - 01.09.1929, Page 49
47
um eftir Axel Thorsteinson, komu út 1928.
Smásögur pessar hafa allar verið prentaöar
áður í blöðum og tímarltum, og sumar oft,
en það virðist hafa haft örvandi áhrif á sölu
bókarinnar. Þar eð Rökkur getur ekki mælt
með eða móti bók þessari frá eigin brjósti,
verða hér til tínd nokkur blaða- og tímarita-
ummæli um hana.
„Ritverk A. Th. bera það öll með sér, að
hann hefir næmt auga fyrir veilunum í þjóð-
félaginu, að hann þekkir kjör smælingjanaa,
skilur þau og hefir djúpa samúðartilfinningu
með öllum þeim, er lægst standa í mannfélags-
stiganum að auði og metorðum. Hann hefir og
unun af því, að lýsa óbrotnum alþýðumönn-
um, löngunum þeirra, sorgum þeirra og bar-
áttu. Einna skýrast kemur þetta fram í hinní
nýútkomnu bók hans, „1 leikslok“. I bókinni
eru ellefu smásögur og gerast þær allar á
styrjaldarárunum í herbúðum Bandamanna.
Segja þær allar frá hörmungum þeim, er alls
staðar mættu hermönnunum á leið þeirra, en
inn í þær er fléttað frásögnum um smávægi-
lega atburði, er skapa söguþráðinn og varpa
ljósi yfir sálarlíf þessara manna, sem sendir
eru á vjgstöðvarnar til þess að fremja bræðra-
morð. Allar eru sögurnar dökkar, sem vonlegt
er. Þó bregður fyrir í þeim birtu af nýjum
degi: gleði hermannanna, kærleikurinn til ást-
vinanna, þráin eftir heimilunum. Friðarþráin
er sterkust. Sögur þær, er segja frá skelfingum