Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2017, Page 13

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2017, Page 13
11 hvort að baki henni búi mikilvægir þjóðfélagslegir hagsmunir, (iii) að hve mörgum skerðingin beinist, þ.e. er hún almenn eða sértæk og (iv) hversu umfangsmikil skerðingin er fyrir einstaka eigendur.16 Vísað hefur verið til þessara viðmiða með ýmsum hætti í dómaframkvæmd og má sem dæmi nefna eftirfarandi ummæli í fyrrgreindum dómi Hæstaréttar frá 28. október 2011 í máli nr. 340/2011 (Neyðarlögin) þar sem skera þurfti úr um hvort lög nr. 125/2008 fælu í sér bótaskylda eignarskerðingu eða almenna takmörkun sem kröfuhafar þyrftu að þola bótalaust: „Að fenginni þeirri niðurstöðu kemur til úrlausnar hvort ákvæði 6. gr. laga nr. 125/2008 feli í sér skerðingu á réttindum sóknaraðila, sem teljist vera eignarnám eða slík takmörkun á eignarrétti að fari í bága við 72. gr. eða 65. gr. stjórnarskrár. Við úrlausn um það verður að líta til margra atriða í senn, svo sem tilefnis þeirra aðgerða sem gripið var til, markmiðs með þeim og afleiðinga, eðlis þessara ráðstafana og hversu almennar og víðtækar þær voru.“ [áherslubreyting höfunda] Annað dæmi úr dómaframkvæmd sem sýnir að mörk bótaskyldra skerðinga og annarra eignarskerðinga geta reynst óljós er dómur Hæsta­ réttar frá 27. september 2007 í máli nr. 182/2007 (Björgun). Í málinu var deilt um hvort breyting á lögum nr. 73/1990 um eignarrétt íslenska ríkisins að auðlindum hafsbotnsins, sem hafði í för með sér að leyfi Björgunar ehf. til efnistöku á hafsbotni féll niður fimmtán árum fyrir lok gildistíma, leiddi til bótaskyldu íslenska ríkisins. Af hálfu félagsins var meðal annars vísað til þess að það hefði eitt verið með leyfi samkvæmt eldri lögum og að lagabreytingin bitnaði sérstaklega harkalega á því. Um þetta sagði meðal annars í dómi Hæstaréttar: „Ákvæði 72. gr. stjórnarskrárinnar taka til nýtingar opinbers leyfis til efnis- töku á hafsbotni Íslands. Er fallist á með áfrýjanda að breytingar, sem gerðar voru á lögum, nr. 73/1990 með 3., 4. og 6. gr. laga nr. 101/2000, hafi verið íþyngjandi fyrir hann að því leyti að umrætt leyfi hans 28. ágúst 1990 féll niður rúmum fimmtán árum fyrr en ella hefði orðið, auk þess sem nýtt leyfi 16 Sjá til hliðsjónar Gaukur Jörundsson: Eignaréttur. Reykjavík 1983, bls. 50-52, Björg Thorarensen: Stjórnskipunarréttur. Mannréttindi, bls. 490 og Valgerður Sólnes: „Neyðarlaga- dómarnir og friðhelgi eignarréttar“, bls. 366. Svipuð viðmið hafa verið lögð til grundvallar í dönskum rétti. Hér vísast til rits Hanne Mølbeck og Jens Flensborg: Ekspropriation i praksis, bls. 27-30. Þar eru nefnd þau grunnviðmið sem litið er til, þ.e. hvort eignarréttindi flytjist á milli manna, hvort skerðingin sé almenn eða beinist að tilteknum aðila, hvaða markmið búa að baki skerðingunni og áhrif skerðingarinnar á eigandann. Úr danskri dómaframkvæmd má sem dæmi nefna UfR. 1972, bls. 189 Ö (Aðgangur og dvöl í skógum á einkalandi), UfR. 2000, bls. 855 H (hækkun vatnsborðs) og UfR. 2006, bls. 1539 H (takmarkanir á vinnslu mosa).
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.