Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2017, Qupperneq 14

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2017, Qupperneq 14
12 er bæði háð gjaldtöku og því að aflað sé mats á umhverfisáhrifum. Fólu þessi ákvæði í sér skerðingu á eignarréttindum og atvinnuréttindum sem njóta verndar 1. mgr. 72. gr. og 1. mgr. 75. gr. stjórnarskrárinnar.“ Þrátt fyrir þetta upplegg var bótaskyldu hafnað með eftirfarandi rökstuðningi: „Ríkir og augljósir almannahagsmunir eru bundnir við verndun og hag kvæma nýtingu á auðlindum hafsbotnsins. Krefjast almanna hagsmunir þess að frelsi manna til að nýta þessar auðlindir í atvinnu skyni séu settar skorður. Ljóst er af því sem rakið hefur verið hér að framan að þær breytingar sem gerðar voru með lögum nr. 101/2000 helguðust af auknum skuldbindingum íslenska ríkisins á alþjóðavettvangi og breyttum viðhorfum til verndar umhverfisins. Breyting arnar voru almennar og málefnalegar og er ekki sýnt fram á að þær hafi ekki stuðst við haldbær rök eða viðurkennd löggjafarsjónarmið. Standa ákvæði 72. gr. og 75. gr. stjórnarskrárinnar samkvæmt þessu því ekki í vegi að mælt sé fyrir um stjórnun á nýtingu auðlinda á hafsbotni eins og gert var með lögum nr. 101/2000.“ Samkvæmt þessu taldi Hæstiréttur að þau réttindi sem fólust í leyfi félagsins til námuvinnslu á hafsbotni hefðu notið verndar stjórnar- skrárinnar sem eignarréttindi og að þau hefðu verið skert með aftur- virkri styttingu leyfistímans. Almannahagsmunir hefðu hins vegar krafist þess að umrædd skerðing ætti sér stað með lögum og þeir hagsmunir virðast ráða því að ekki stofnaðist bótaskylda. Er það ekki síst athyglisvert í því ljósi að eignarskerðingin, sem af lagasetningunni leiddi, bitnaði einungis á einum aðila. Sýnast forsendur réttarins í málinu því ekki falla allskostar vel að þeim fjórum viðmiðum sem rakin eru að framan og talið er að aðgreini bótaskyldar eignarskerðingar frá almennum takmörkunum. 2.4 Varanleiki eignarnáms Við afmörkun hugtaksins eignarnám er loks ástæða til að víkja stuttlega að því álitaefni hvort að eignarnám feli jafnan í sér fyrirvaralausa og varanlega yfirfærslu þeirra eignarheimilda sem það nær til. Kemur þá til skoðunar hvort og þá hvaða þýðingu það hefur ef síðar kemur í ljós að skilyrði 72. gr. stjórnarskrárinnar voru ekki uppfyllt eða síðar tilkomin atvik leiða til þess að forsendur breytast.17 Tekið skal fram að þótt framkvæmdir á grundvelli eignarnáms séu hafnar og jafnvel yfirstaðnar stendur það því ekki í vegi að dómstólar endurskoði 17 Sjá nánar um þetta álitaefni: Björg Thorarensen: Stjórnskipunarréttur. Mannréttindi, bls. 469-470 og Carl August Fleishcer: Norsk ekspropriasjonsret. Osló 1978, bls. 286-287.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.