Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2017, Side 23

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2017, Side 23
21 Úr íslenskri réttarframkvæmd má finna dæmi þess efnis að farið sé út á ystu nöf hvað þetta varðar. Í 15. gr. laga nr. 36/1993 um kirkjugarða er heimilað „með samþykki ráðuneytisins“ að taka eignarnámi „hentugt land undir kirkjugarða“ án nánari afmörkunar eða skilyrða.40 Það er sýnilega afar matskennt hvað telst hentugt í þessum skilningi og leikur vafi á því að þessi háttur á lagasetningu samræmist kröfum 1. mgr. 72. gr. stjórnarskrárinnar enda sýnist mat á almenningsþörf framselt í heild til stjórnvaldsins. Að sama skapi má nefna 1. mgr. 50. gr. skipulagslaga þar sem veitt er heimild til eignarnáms innan sveitarfélags ef nauðsyn ber til vegna „áætlaðrar þróunar sveitarfélagsins“ samkvæmt staðfestu aðalskipulagi.41 Þá má nefna 27. gr. laga nr. 13/2001 um leit, rannsóknir og vinnslu kolvetnis, en þar er ráðherra veitt heimild til að taka eignar- námi fasteignir til að „starfsemi geti farið fram samkvæmt lögum þessum“. Heimildin er ekki skýrð frekar og er óneitanlega rúm í ljósi þeirrar víðtæku starfsemi sem lögin taka til og með hliðsjón af því að hún er að ákveðnu leyti sett í þágu einkaaðila. 3.3 Flokkun eignarnámsheimilda Við mat á lagaskilyrðum eignarnáms er svo sérstaklega til þess að líta að eignarnámsheimildir eru að stofni til tvenns konar. Annars vegar svokallaðar sérstakar eignarnámsheimildir og hins vegar almennar eignarnámsheimildir. Endurspeglar þessi flokkun nauðsyn þess að í viðkomandi lagaheimild sé tekin afstaða til þeirra hagsmuna sem heimilað geti eignarnám og þeirrar almenningsþarfar sem þar býr, a.m.k. almennt, að baki. Að því gættu sé hins vegar heimilt að fela stjórnvöldum vald til þess að taka ákvörðun um beitingu eignar náms við nánar tilteknar og nægilega fyrirsjáanlegar aðstæður hverju sinni.42 Þetta má skýra frekar með þeim hætti að skilyrðið um almennings- þörf samanstandi af tveimur þáttum. Annars vegar svo kölluðum réttmætisþætti, sem löggjafinn metur í öllum tilvikum, og hins vegar mati á nauðsyn (nauðsynjaþættinum) sem löggjafinn getur 40 Svipað ákvæði var að finna í 18. gr. íþróttalaga nr. 49/1956 þar sem fram kom að sveitarfélögum væri skylt að leggja til endurgjaldslaust „hentug lönd og lóðir undir íþróttamannvirki“, sem styrkt eru úr íþróttasjóði eða íþróttanefnd viðurkennir. Heimilt er að taka land til þessa eignarnámi, ef þörf krefur. Umrædd lög voru felld úr gildi með lögum nr. 64/1998. 41 Ákvæðið, sem á sér fyrirmynd í eldri skipulagslöggjöf er svohljóðandi: „Ráðherra getur að fenginni umsögn Skipulagsstofnunar veitt sveitarstjórn heimild til að taka eignarnámi landsvæði, fasteignir, hluta fasteigna og efnisnámur eða takmörkuð eignarréttindi að slíku innan sveitarfélagsins ef nauðsyn ber til vegna áætlaðrar þróunar sveitarfélagsins samkvæmt staðfestu aðalskipulagi.“ 42 Björg Thorarensen: Stjórnskipunarréttur. Mannréttindi, bls. 470.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.