Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2017, Page 34

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2017, Page 34
32 aðili fari með eiginlegt vald til töku eignarnámsákvörðunar, eins og síðar verður vikið að. Þegar fleiri en eitt stjórnvald koma að töku ákvörðunar um eignar- nám getur verið um að ræða skyldu til að leita umsagnar eða álits tiltekins aðila, en í öðrum tilvikum hafa fleiri en einn aðili sjálfstæða aðkomu að ákvarðanatöku. Sem dæmi má nefna annars vegar 1. mgr. 50. gr. skipulagslaga þar sem gert er ráð fyrir því að ráðherra geti að fenginni umsögn Skipulagsstofnunar veitt sveitarstjórn heimild til að taka eignarnámi fasteignir og fasteignaréttindi í þágu framkvæmdar aðalskipulags að nánar tilteknum skilyrðum uppfylltum. Hins vegar 2. mgr. 50. gr. sömu laga þar sem sveitarstjórn er heimilað að fenginni umsögn Skipulagsstofnunar og á grundvelli gildandi deiliskipulags að taka eignarnámi fasteignaréttindi. Þá verður að skilja 15. gr. laga um kirkjugarða o.fl. þannig að heimild sveitarstjórnar til að beita eignarnámi sé bundin því skilyrði að fyrir liggi samþykki ráðherra. Ástæða er til að taka fram að það er æskilegast að ákveðin fjarlægð sé jafnan að lögum á milli þess sem tekur ákvörðun um eignarnám og eignarnema. Þannig getur það augljóslega valdið vafa um hæfi ef sá sem tekur ákvörðun um eignarnám hefur sem slíkur hag af framkvæmdinni (t.d. í fjárhagslegum skilningi). Að því leyti er óheppi- leg sú tilhögun sumra eignarnámsheimilda að eignarneminn sjálfur, sbr. t.d. Vegagerðin samkvæmt 37. gr. vegalaga, fari með valdið til þess að taka ákvörðun um eignarnám.58 Það breytir ekki þeirri skoðun þó svo að í hlut eigi stofnanir ríkisins eða sveitarfélög.59 Þá getur eignarnám komið til þó svo stjórnvöld komi þar hvergi nærri og hafa þá verið nefnd til sögunnar lög nr. 113/1952, sbr. 8. gr. þeirra, þar sem gerð er grein fyrir þeirri stöðu þegar tvær jarðir njóta gagnkvæms ítaksréttar. Neytti eigandi annarrar jarðarinnar úrræða laganna til að leysa af henni ítak hinnar jarðarinnar gat eigandi þeirrar 58 Í grein Gauks Jörundssonar: „Um framkvæmd eignarnáms“. Úlfljótur 1973, bls. 136 fjallaði höfundurinn um að það væri naumast eðlilegt í öllum tilvikum að sá sem sé eignarnemi eða í beinu fyrirsvari fyrir þá hagsmuni eða þarfir sem eignarnámsheimild er veitt vegna taki ákvörðun þar um. Sama sjónarmið kom jafnframt fram í aðdraganda setningar laga nr. 11/1973, um framkvæmd eignarnáms, sbr. Álit nefndar, sem skipuð var af dómsmálaráðherra til að endurskoða gildandi löggjöf um framkvæmd eignarnáms, sbr. ályktun Alþingis hinn 22. apríl 1970. Vissulega hefur orðið hægfara þróun í þessa veru á þeim 44 árum sem liðin eru en óhjákvæmilega verður staldrað við þær eignarnámsheimildir sem enn gera ráð fyrir þessari grundvallar aðkomu eignarnemans að eignarnámsákvörðuninni. 59 Í því samhengi má nefna til sögunnar heppilegri útfærslu af þessum toga í 2. mgr. 50. gr. skipulagslaga en þar er heimild sveitarstjórnar til þess að láta fara fram eignarnám í eigin þágu, sbr. 1. töluliður 2. mgr., bundin því skilyrði að eignarnámið sé í samræmi við gildandi deiliskipulag og að umsögn Skipulagsstofnunar liggi fyrir.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.