Tímarit lögfræðinga - 01.04.2017, Page 35
33
jarðar krafist þess, án þess að neitt frekar kæmi til, að fá leyst ítakið
af sinni jörð.60
Ef sú staða er uppi að ekki er skýrlega kveðið á um það í heimildar-
lögunum hvaða stjórnvald fari með vald til að taka ákvörðun um
eignarnám hefur verið miðað við að ákvörðunarvald sé í höndum þess
æðra stjórnvalds sem almennt er í fyrirsvari fyrir þann málaflokk sem
um ræðir.61 Svo sem fram kemur hér að framan hefur reynt á þetta
álitaefni, bæði á grundvelli eldri og yngri vegalaga. Í Hrd. 1985, bls. 225
(efnistaka vegna Austurlandsvegar) var fjallað um kröfu Vegagerðarinnar
um aðgang að malarnámu þar sem stofnunin hafði sjálf á grundvelli
þágildandi vegalaga heimilað eignarnám vegna efnistöku. Ekki var
fallist á mótmæli eignarnámsþola sem byggðu meðal annars á því að
formlegir annmarkar hefðu verið á eignarnámsákvörðuninni þannig
að bær aðili hefði ekki tekið ákvörðun um eignarnám. Um þetta sagði
í dómi Hæstaréttar: „Skýra ber ákvæði X. kafla vegalaga nr. 6/1977
svo, að Vegagerð ríkisins taki ákvörðun um eignarnám. Liggur ekki
fyrir, að ákvörðun um eignarnámið hafi verið tekin af starfsmanni,
sem ekki var til þess bær.“62
Sú staða hefur komið upp að eignarnám hafi verið ógilt vegna
þess að rétt stjórnvald stóð ekki að eignarnámsákvörðun. Skýrasta
dæmið af þessum toga er að finna í Hrd. 2000, bls. 2788 (324/2000)
(grjótnám í landi Horns). Málið reis vegna kröfu Sveitarfélagsins Horna-
fjarðar um að fá með aðför umráð yfir 30.000 m³ af grjóti úr námu
eignarnámsþola, eiganda jarðarinnar Horns. Byggðist krafan á því að
matsnefnd eignarnámsbóta hefði heimilað umráðin í maí 2000, þrátt
fyrir að meðferð á kröfu sveitarfélagsins um eignarnám á grjótinu
væri ekki lokið. Jarðeigandinn og leigutaki, sem hafði fengið leigðan
allan rétt til töku grjóts úr umræddri námu, höfnuðu að hlíta úrskurði
nefndarinnar nema að undangenginni aðför. Talið var að ákvörðun um
eignarnám samkvæmt tilgreindum ákvæðum hafnarlaga nr. 45/1973
væri stjórnvaldsákvörðun sem sveitarstjórn færi með vald til að taka
og bæri ábyrgð á. Í málinu lá fyrir að Siglingastofnun Íslands hafði
frumkvæði að því að gera eignarnámsþola tilboð í jarðefni og átti önnur
samskipti við hann vegna málsins. Þá tók stofnunin ákvörðun um
eignarnámið og sendi beiðni til matsnefndar eignarnámsbóta í umboði
61 Ólafur Jóhannesson: Stjórnskipun Íslands, bls. 454. Sjá til hliðsjónar 4. gr. laga nr. 115/2011
um Stjórnarráð Íslands, sbr. forsetaúrskurður um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta
í Stjórnarráði Íslands, nr. 71/2013.
62 Sjá jafnframt sviðuð sjónarmið í dómi Hæstaréttar frá 19. mars 2009 í máli nr. 425/2008
(Brekka í Núpasveit) og í dómi Hæstaréttar frá 26. mars 2015 í máli nr. 583/2014 (Hjarðarhagi).