Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2017, Page 38

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2017, Page 38
36 persónulega bréfum stefnanda. Hins vegar þykir ljóst, samkvæmt þeim gögnum sem fyrir liggja, að lögmanni Landssímans hafi verið falin samskipti við stefnanda. Var það ekki á valdi stefnanda að hafa þar hönd í bagga. Þykir stefnandi ekki hafa sýnt fram á að málið hafi ekki verið nægilega undirbúið af hálfu samgönguráðuneytis áður en ákvörðun um eignarnám var tekin og er ekki fallist á að skort hafi á að ákvæði 10. gr. stjórnsýslulaganna væri uppfyllt.“ Í forsendum dómsins má sjá að úrlausn um að samninga hafi verið leitað með fullnægjandi hætti af hálfu eignarnema skarast að verulegu leyti á við rannsóknarskyldu stjórnvaldsins sem ákvörðun tekur um eignarnámið. Að sama skapi má sjá af dómaframkvæmd Hæstaréttar að við mat á lögmæti ákvörðunar um eignarnám getur verið verulegt samspil á milli rannsóknarskyldu samkvæmt 10. gr. stjórnsýslulaga og meðal- hófsreglunnar sem verður leidd af 72. gr. stjórnarskrárinnar. Slíkt samspil má glögglega sjá af dómum Hæstaréttar frá 12. maí 2016 í máli nr. 511/2015 (Suðurnesjalína 2)66 og dómi frá 15. júní 2017 í máli nr. 193/2017 (Kröflulína 4 og 5). Í fyrrnefnda málinu komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að brotið hefði verið gegn rannsóknarreglu, en öndverð niðurstaða varð í síðara málinu. Sérstaklega verður vikið að þessum dómum með hliðsjón af samspili rannsóknarreglu og meðalhófs í kafla 4.3. Í þessu samhengi er að finna áhugaverða niðurstöðu um þýðingu brots á rannsóknarreglu í dómi Hæstaréttar frá 11. febrúar 2016 í máli nr. 411/2015 (Varnargarður við Þórólfsfell). Í málinu reyndi á kröfu tiltekinna land eigenda um ógildingu framkvæmdaleyfis sem sveitar- stjórn Rangárþings ytra hafði veitt Vegagerðinni og Landgræðslu ríkisins vegna enduruppbyggingar flóðavarnargarðs vegna skemmda af völdum flóða í Markarfljóti. Í dóminum var meðal annars vísað til þess að landeigendur hefðu á öllum stigum við undirbúning fram- kvæmda vakið athygli á mögulegum afleiðingum þess að hafa garðinn með öðru sniði en áður var. Hins vegar yrði ekki séð að sveitarfélagið hefði „sinnt þeim ábendingum þannig að málið yrði upplýst í samræmi við 10. gr. stjórnsýslulaga áður en [það] tók ákvörðun um veitingu 66 Reynt hefur á ýmsar aðrar ákvarðanir stjórnvalda sem varða framkvæmdina Suður nesjalínu 2 fyrir dómi. Má þar helst nefna dóm Hæstaréttar frá 13. maí 2015 í máli nr. 53/2015 (umráðataka vegna Suðurnesjalínu 2), dóm frá 13. október 2015 í máli nr. 796/2015 (leyfi Orkustofnunar) og dóm frá 16. febrúar 2017 í máli nr. 575/2016 (framkvæmdaleyfi vegna Suðurnesjalínu 2). Niðurstaða Hæstaréttar í þeim málum sem vörðuðu eignarnám var lögð til grundvallar í þeim málum sem vörðuðu leyfisveitingu Orkustofnunar og framkvæmdaleyfi.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.