Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2017, Blaðsíða 41

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2017, Blaðsíða 41
39 Eignarnámsþoli óskaði eftir ríflegum fresti til þess að geta brugðist við þeim gögnum með sérfræðilegri skoðun, en ráðuneytið féllst ekki á svo langan frest sem beðið var um. Því kom ekki til þess að eignarnámsþoli legði fram sérfræðileg gögn af sinni hálfu. Í niðurstöðu héraðsdóms, sem staðfest var með vísan til forsendna, var fallist á þessa málsmeðferð með vísan til málshraðareglu 9. gr. stjórnsýslulaga. iii) Tilkynningarskylda Fram kemur í 14. gr. stjórnsýslulaga að stjórnvald skuli vekja athygli aðila á að mál hans sé til meðferðar eins fljótt og kostur er, nema ljóst sé að hann hafi fengið vitneskju um það fyrir fram. Slíkt er forsenda þess að aðili, sem eignarnám beinist gegn, geti notið andmælaréttar, sbr. 13. gr. stjórnsýslulaga. Í fyrrnefndum dómi Hæstaréttar frá 6. desember 2012 í máli nr. 329/2012 (Útlaginn), leiddi brot á tilkynningarskyldu, samkvæmt 14. gr. stjórnsýslulaga með öðru til ógildingar á eignarnámsákvörðun. Fyrri eignarnámsákvörðun var afturkölluð og ný tekin án þess að eignar námsþoli væri upplýstur um það. Má augljóst vera að sú máls- meðferð stóðst ekki kröfu 13. gr. stjórnsýslulaga um rétt aðila máls til þess að tjá sig um efni þess áður en stjórnvald tæki ákvörðun í því. Um þetta atriði segir svo í dómnum: „Stefnanda var ekki kynnt ný og breytt umsögn Skipulagsstofnunar, fyrri ákvörðun hreppsnefndar um eignarnámið var ekki afturkölluð þó fyrir lægi að hún stæðist ekki skilyrði heimildarlaga og stefnanda var ekki tilkynnt um að mál hans væri á ný til meðferðar hjá stefnda, sbr. 14. gr. stjórnsýslulaga.“ iv) Krafan um rökstuðning og skýrleika Eignarnámsákvörðunin verður að bera það skýrlega með sér að hvaða eignarréttindum eignarnámið beinist og í hverju skerðingin felist. Í framkvæmd tíðkast að ákvörðun um eignarnám fylgi samhliða rökstuðningur, enda þótt meginregla stjórnsýslulaga sé eftirfarandi rökstuðningur, sbr. 21. gr. laganna.69 69 Nokkuð skýra forskrift þessarar kröfu má finna í Hrd. 1958, bls. 141 (Herrulækur). Málið varðaði staðfestingu á lögbanni sem hafði verið sett vegna byggingar rafstöðvar, sem byrjað var að reisa, við Herrulæk samkvæmt leyfi ráðherra til virkjunar vegna framleiðslu á raforku. Verulega skorti á skýrleika leyfisins og var lögbannsgerðin staðfest. Um þetta sagði nánar í dómi Hæstaréttar: „Með bréfi 26. febrúar 1957 veitti ráðherra gagnáfrýjanda leyfi til að virkja Herrulæk til framleiðslu á raforku. Segir í bréfinu að leyfið verði gefið samkvæmt V. kafla laga nr. 15/1923, og er þar vísað til nefndra laga um framkvæmdir og annað, er virkjun varðar. Í ráðherrabréfinu eru hins vegar eigi talin þau ákvæði V. kafla laga nr. 15/1923, sem leyfið er reist á, og eigi er þess getið í bréfinu, hvaða skilyrðum gagnáfrýjandi skuli fullnægja um greiðslu eða tryggingu fébóta fyrir töku vatnsréttinda, landsspjöll eða veiðispjöll, sem af virkjuninni leiða.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.