Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2017, Qupperneq 43

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2017, Qupperneq 43
41 a) Samspil almenningsþarfar og meðalhófs Þegar metið er hvort eignarnám teljist nauðsynlegt í þágu almennings í einstökum tilvikum er í grunninn verið að bregða mælistiku meðalhófs á fyrirhugaða ákvörðun. Hið efnislega mat þessara tveggja þátta er því samkynja, enda þótt stundum sé það orðað svo að vægari úrræði séu ekki tiltæk eða að eignarnám teljist nauðsynlegt. Segja má að þýðing meðalhófs við ákvörðun um eignarnám hafi tekið á sig skýrari mynd í dómaframkvæmd á allra síðustu árum.70 Á regluna í þessum skilningi reyndi í dómi Hæstaréttar frá 15. nóvember 2012 í máli nr. 60/2012 (Hverfisgata). Eins og fyrr segir varðaði málið raunar ekki gildi eignarnáms heldur freistaði húsfélag þess að fá einn íbúðareigandann skyldaðan til að selja eignarhlut sinn í fjöleignarhúsi á grundvelli 55. gr. laga um fjöleignarhús. Um mat á þýðingu meðalhófs við þær atviksbundnu aðstæður sem uppi voru í málinu sagði í forsendum dómsins: „Verður þá að huga að því hvort jafnframt séu uppfylltar kröfur um meðalhóf til að beita megi fyrstnefnda ákvæðinu [5. mgr. 55. gr. laga nr. 26/1994] við þær aðstæður, sem uppi eru í málinu, en því aðeins er unnt að taka til greina dómkröfu gagnáfrýjanda að ekki sé með öðrum úrræðum unnt með ásættanlegu móti að ná þeim tilgangi, sem hún miðar að, sbr. meðal annars dóm Hæstaréttar 19. mars 2009 í máli nr. 425/2008. Um þetta verður að gæta að því að eignarréttindi og heimili annarra eigenda fasteignarinnar að Hverfisgötu 68a njóta friðhelgi eftir ákvæðum stjórnarskrárinnar. Eins og málið liggur fyrir eru ekki efni til annars en að líta svo á að eignarhald aðaláfrýjanda að hluta fasteignarinnar rýri svo að máli skipti verðgildi annarra eignarhluta, svo sem gagnáfrýjandi heldur fram. [...] Þessir hagsmunir annarra eigenda fasteignarinnar verða ekki nægilega tryggðir með því að neyta þeirra úrræða, sem að öðru leyti eru heimiluð í 55. gr. laga nr. 26/1994, að banna aðaláfrýjanda búsetu og dvöl í húsnæði sínu, enda stæði það ekki því í vegi að hún gæti aftur tekið upp á því að safna þar sorpi, en ætla verður að veruleg hætta geti verið á því að teknu tilliti til þess að hún hefur eftir gögnum málsins litið svo á í meira en aldarfjórðung að lífshættir hennar að þessu leyti séu öðrum eigendum fasteignarinnar óviðkomandi. [...] Eins og atvikum er hér háttað er að þessu virtu ekki að sjá að tiltæk séu önnur vægari úrræði til að gæta lögvarinna réttinda annarra eigenda fasteignarinnar en að staðfesta þá niðurstöðu hins áfrýjaða dóms að taka til greina kröfu gagnáfrýjanda.“ [áherslubreyting höfunda] 70 Sjá Páll Hreinsson: „Meðalhófsregla stjórnsýslulaga“. Í ritinu Lögberg. Rit Lagastofnunar Háskóla Íslands, Reykjavík 2003, bls. 504-533 og Björg Thorarensen: „Áhrif meðalhófsreglu við skýringu stjórnarskrárákvæða“. Í ritinu Lögberg. Rit Lagastofnunar Háskóla Íslands, Reykjavík 2003, bls. 55.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.