Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2017, Blaðsíða 46

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2017, Blaðsíða 46
44 heimild til umráðatöku á grundvelli eignarnáms án þess að bætur hafi verið greiddar er túlkuð með þröngum hætti og að ríkar kröfur eru gerðar til sönnunar á brýnni þörf til slíks. Þessi sjónarmið eru í samræmi við stöðu eignarnáms sem loka- úrræðis. Hefur verið talið að almennt skuli vera lokið lögbundnum ferlum og öflun leyfa sem þörf er á vegna viðkomandi framkvæmdar áður en beiðni um eignarnám er sett fram. Ekki verður séð að það breyti þessu þó að eignarnemi, t.d. sveitarfélag, fari jafnframt með ákvörðunarvald, svo sem varðandi skipulag sem þarf að breyta svo að framkvæmd verði að veruleika.74 Sumar framkvæmdir eru háðar mati á umhverfisáhrifum, sbr. lög nr. 106/2000, og má ljóst vera að eignarnám getur ekki komið til álita fyrr en álit Skipulagsstofnunar um matið liggur fyrir. Jafnframt getur verið þörf á tilteknum öðrum opinberum leyfum vegna framkvæmda og má sem dæmi nefna leyfi Orkustofnunar, sbr. 4. gr. raforkulaga, þegar til stendur að reisa nýtt raforkuver. Slík leyfi eru forsenda þess að framkvæmd geti orðið að veruleika og færa má rök fyrir því að ekki sé tímabært að krefjast eignarnáms fyrr en þeirra hefur verið aflað. Úrlausn þess hvernig tímaröð þessa skuli háttað og hvenær tíma- bært er að krefjast eignarnáms er vandasöm, ekki síst vegna þess að lög um framkvæmd eignarnáms eru barn síns tíma og lögfest á tíma mun einfaldara lagaumhverfis að þessu leyti. Lögin gera til að mynda ekki ráð fyrir því að framkvæmd sem krafist er eignarnáms vegna sæti mati á umhverfisáhrifum eða að þörf sé opinberra leyfa. Raunar má velta fyrir sér hvort lögin, sem sett voru 20 árum fyrir setningu stjórnsýslulaga, geri ráð fyrir því að eignarnám verði að grundvallast á stjórnvaldsákvörðun, sbr. 4. gr. laganna.75 Sjálfstætt álitaefni sem risið getur vegna þessarar óvissu er hvort afla skuli framkvæmdaleyfis, 74 Í dönskum rétti hefur verið gert ráð fyrir því að nauðsynlegra leyfa hafi verið aflað áður en tekin er ákvörðun um eignarnám og jafnframt að kærufrestur vegna slíks sé liðinn, sbr. Hanne Mølbeck og Jens Flensborg: Ekspropriation i praksis, bls. 62-63. Lögð er áhersla á að sótt sé um slík leyfi eins fljótt og unnt er við undirbúning framkvæmdar, en talið að til greina geti komið að veita leyfi til eignarnáms með fyrirvara. Þá hefur verið bent á að ólögmætt sé að hrinda eignarnámi í framkvæmd án þess að nauðsynlegra leyfa hafi verið aflað, sbr. Poul Andersen: „Domstolsprøvelse i ekspropriationssager“. Juristen 1963, bls. 215. 75 Í greininni kemur fram að þegar eignarnemi neyti eignarnámsheimildar sinnar, sendi hann matsnefnd eignarnámsbóta beiðni um, að mat fari fram. Beiðninni skuli fylgja greinargerð fyrir eignarnámsheimild þeirri, sem beiðnin styðst við, og þeim framkvæmdum, sem eru tilefni eignarnámsins. Einnig skuli tilgreina þær eignir, sem eignarnám lýtur að, og þeim eignarskerðingum lýst, sem eignarnámið hefur í för með sér. Þá skuli eignarnemi, að svo miklu leyti sem auðið er, láta fylgja beiðninni skrá yfir eigendur og aðra rétthafa, sem eignarnámið snertir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.