Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2017, Qupperneq 48

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2017, Qupperneq 48
46 skoðun og byggðu þá afstöðu einkum á heimild 1. málsliðar 1. mgr. 30. gr. þágildandi skipulagslaga nr. 19/1964 þar sem sagði: „Nú er land í einkaeign og eigandi óskar, að því eða hluta þess verði breytt í byggingarlóðir, samkvæmt gildandi skipulagi, og skal sveitarstjórn slíkt heimilt, enda láti landeigandi endurgjaldslaust af hendi við sveitar félagið til almenningsþarfa, t.d. gatna, leikvalla o.s.frv., sem svarar 1/3 af heildarflatarmáli þeirra byggingarlóða, sem heimild sveitarstjórnar nær til.“ Í forsendum Hæstaréttar sagði: „Sýnt þykir, að sá samningsgrundvöllur, sem kannaður var í síðari hluta viðræðnanna, hafi borið í sér ýmis erfið úrlausnarefni. Hins vegar sýna gögn málsins, að stefndi hafi slitið viðræðum aðila án sérstaks fyrirvara, áður en þau hefðu verið rædd til þrautar eða reynt hefði til fulls á verðhugmyndir aðila. Jafnframt var málum þannig háttað, að samþykkt tillögunnar að deiliskipulagi á landinu hafði ekki verið leidd til lykta, og hefur stefndi ekki skýrt að fullu ástæður frestunarinnar, sem á því varð. Verður ekki annað séð en tími hafi verið til frekari viðræðna. Þegar þessa er gætt og fyrrgreind samskipti virt í heild, verður stefndi ekki talinn hafa sýnt fram á, að hin umdeilda ákvörðun bæjarstjórnar 18. apríl 1996 hafi verið reist á viðhlítandi undirbúningi.“ Samkvæmt þessu var ekki talið að skilyrði 28. gr. þágildandi skipu- lagslaga til eignarnámsins hefðu verið uppfyllt. Af því leiddi, að fallist var á kröfu eignarnámsþolans um ógildingu ákvörðunarinnar. Segja má að verulega langt sé gengið í endurskoðun á mati stjórn - valdsins í þessu tilviki. Í málinu bar mikið á milli aðila um verð hins eignarnumda. Mat Garðabær það svo, sem fyrr segir, að frekari samningaviðræður væru tilgangslausar og að hugmyndir eignar- námsþola um að standa sjálfir að framkvæmd skipulags á landi sínu væru óraunhæfar m.a. með tilliti til þess tíma sem var til stefnu. Hæstiréttur lætur hins vegar brjóta á því að síðari möguleikinn hafi ekki verið fullreyndur en sú leið hlaut þó alltaf að ráðast af tæknilegu og sérhæfðu mati sem ætla mætti að stjórnvaldið byggi fremur yfir.78 Þessi dómur vekur jafnframt spurningar um hversu langt þarf að ganga í samningaviðræðum til þess að þær teljist fullreyndar? Útilokað er 78 Rétt er að árétta að dómstólar hafa almennt haft tilhneigingu til að eftirláta viðkomandi stjórnvöldum mat sem er sérfræðilegs eðlis, sbr. dóm Hæstaréttar frá 5. nóvember 2015 í máli nr. 173/2015 (Hestamannafélagið Funi). Þar var tekið fram að bæði Eyjafjarðarsveit og vegamálastjóri hefðu byggt á því að nauðsynlegt væri að leggja sérstakan reiðstíg inn Eyjafjörð til að tryggja umferðaröryggi, jafnt fyrir ökumenn bifreiða og hestamenn. Hæstiréttur taldi ekki efni til að hnekkja því mati.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.