Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2017, Side 49

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2017, Side 49
47 að setja fyrirfram almenn viðmið þar að lútandi jafn atvikabundin og einstök mál eru. Hvað sem öðru líður má fullyrða að framangreindur dómur hafi sett nýja mælistiku fyrir kröfuna um að samningar séu fullreyndir áður en til eignarnáms kemur og áréttað mikilvægi þessa þáttar. Hefur reynt á þennan áskilnað í allmörgum dómsmálum síðan en ekki verður af þeim dómum ráðið hvort Hæstiréttur hafi gert jafn ríkar kröfur til sönnunarbyrði eignarnema fyrir því að samningar séu fullreyndir og í framangreindu máli. Vísast um þetta til dóms Hæstaréttar frá 6. mars 2003 í máli nr. 444/2002 (Smiðjuvegur), dóms Hæstaréttar frá 18. maí 2006 í máli nr. 511/2005 (Gullver) og dóms Hæstaréttar frá 15. nóvember 2012 í máli nr. 60/2012 (Hverfisgata). Þó skal tekið fram að í dómi Hæstaréttar frá 6. desember 2012 í máli nr. 329/2012 (Útlaginn) var talið að misbrestur á því að samningar hefðu verið fullreyndir væri meðal þeirra ágalla sem leiddu til ógildingar eignarnámsákvörðunar. Í fyrrnefndum dómi Hæstaréttar frá 15. júní 2017 í máli nr. 193/2017 (Kröflulína 4 og 5) reyndi á kröfu 1. mgr. 23. gr. raforkulaga um að leita bæri samkomulags við landeiganda vegna lagningar háspennulínu. 79 Í forsendum héraðsdóms, sem Hæstiréttur staðfesti, var farið ítarlega yfir samskipti aðila í aðdraganda eignarnámsákvörðunar. Þar birtist meðal annars sú afstaða réttarins að ráða mætti: „[...]að stefnendur hafi ekki fellt sig við að samningaviðræður við stefnda Landsnet hf. lytu einvörðungu endurgjaldi fyrir afnot af landi og kvaðir sem því fylgdu. Leituðust þau þess í stað við að fá stefnda til að falla frá áformum sínum um lagningu umdeildra háspennulína. Fallast verður á það með stefndu að þegar hér var komið sögu hafi þau atriði hins vegar ekki getað verið grundvöllur viðræðna milli aðila. Ákvarðanir sem lutu að öðru línustæði eða annars konar línum höfðu þá fyrir löngu verið teknar og stefnendur átt kost á að koma að andmælum og athugasemdum á fyrri stigum.“[áherslubr. höfunda] Samkvæmt þessu túlkar dómurinn ákvæðið með þrengjandi hætti þannig að samningaviðræður þurftu eingöngu að lúta að endurgjaldi fyrir landið, þrátt fyrir að lagaákvæðið sjálft bendi til þess að samnings- 79 Í málinu báru eignarnámsþolar því jafnframt við sem sjálfstæðum ógildingarannmarka að skort hefði á samráð við þau við undirbúning framkvæmdarinnar. Í forsendum dómsins var vísað til viðeigandi ákvæða skipulagslaga og laga um mat á umhverfisáhrifum sem hefði verið fylgt í hvívetna, þar með talið fyrirmælum um rétt almennings til að koma að athugasemdum.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.