Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2017, Page 53

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2017, Page 53
51 eignarnámsheimildar 2. mgr. 50. gr. skipulagslaga aðeins heimilt að yfirfæra með eignarnámi bein eignarréttindi en hvorki umferðarrétt né önnur óbein eignarréttindi í þágu deiliskipulags. Ekki var fallist á þessa röksemd með vísan til 3. gr. laga um framkvæmd eignarnáms og þess að ekki var mælt á annan veg í skipulagslögum. Talið var hafið yfir vafa að sveitarstjórn gæti með eignarnámi stofnað til takmarkaðra eignarréttinda yfir fasteignum. Nánar tiltekið segir svo í forsendum dómsins: „Af hinu sama leiðir að þegar neytt er heimildar samkvæmt 2. mgr. 50. gr. skipulagslaga er ekki skylt að taka fasteign í heild eignarnámi heldur er heimilt að láta það einungis ná til þess eða þeirra hluta eignar sem eignarnema er þörf á. Telji eignarnámsþoli sig vanhaldinn af slíkri ráðstöfun standa honum til boða þau úrræði sem nefnd eru í 12. gr. laga nr. 11/1973 en ekki er fram komið að áfrýjandi hafi freistað þess að neyta þeirra.“ Hæstiréttur vísar til 12. gr. laga um framkvæmd eignarnáms sem er sérstök heimild matsnefndar eignarnámsbóta til að auka umfang eignarnáms þegar fasteign skerðist með þeim hætti við eignarnám, að sá hluti hennar, sem eftir er, verður ekki nýttur á eðlilegan hátt sem sjálfstæð eign, sbr. 1. mgr. ákvæðisins. Undir þessum kringumstæðum er matsnefnd heimilt eftir kröfu eignarnema að láta „eignarnámið ná til eignarinnar allrar.“ Sem annað dæmi um þetta er svonefnt leigunám sem felur það í sér að viðkomandi verðmæti eru tekin á leigu, en beinn eignarréttur færist ekki til eignarnema (leigunema).81 Þetta álitaefni getur jafnframt borið að með öðrum hætti. Má í því sambandi nefna dóm Hæstaréttar frá 26. mars 2015 í máli nr. 583/2014 (Hjarðarhagi) þar sem reyndi jafn- framt á inntak þeirra eignarréttinda sem nauðsynlegt var að taka eignarnámi. Eignarnámsþoli byggði á því að nauðsyn bæri ekki til þess að Vegagerðin öðlaðist með eignarnámi beinan eignarrétt yfir landi undir þjóðveg enda stæði henni til boða endurgjaldslaus afnot svæðisins svo lengi sem þörf krefði. Svo sem áður hefur verið rakið er í dómi Hæstaréttar vísað til þess að ákvæði 37. gr. vegalaga yrðu ekki skýrð á þann hátt að þau fælu í sér fortakslausan rétt og jafnframt skyldu stefnda til að öðlast beinan eignarrétt að landi til vegagerðar heldur yrði að líta til sjónarmiða um meðalhóf. Taldi Hæstiréttur hins vegar að Vegagerðin hefði í þessu tilviki sýnt fram á að eignarnámsmarkmiðinu yrði ekki náð með öðrum og vægari úrræðum og var kröfu um ógildingu eignarnámsins hafnað. 81 Páll Sigurðsson: Leiguréttur. Reykjavík 1995, bls. 32 og 169.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.