Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2017, Síða 56

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2017, Síða 56
54 að leggja sérstakan reiðstíg inn Eyjafjörð til að tryggja umferðaröryggi, jafnt fyrir ökumenn bifreiða sem og hestamenn. Ekki væru efni til að hnekkja þessu mati á því að almenningsþörf væri að þessu leyti fyrir hendi til að skerða eignarréttindi eignarnámsþolans. Síðan segir svo í forsendum dómsins: „Úr því verður á hinn bóginn jafnframt að leysa hvort uppfylltar séu kröfur um meðalhóf til að beita heimild til eignarnáms á landi stefndu við þær aðstæður, sem uppi eru í málinu, en þeim kröfum telst því aðeins fullnægt að ekki sé með öðrum úrræðum unnt á ásættanlegan hátt að ná þeim tilgangi, sem eignarnámi er ætlaður, sbr. meðal annars dóma Hæstaréttar 19. mars 2009 í máli nr. 425/2008 og 15. nóvember 2012 í máli nr. 60/2012.“ Við mat á því hvort uppfylltar væru kröfur um meðalhóf yrði að gæta að því að eignarnámsþola hefði þegar verið gert í almannaþágu að sæta takmörkun á eignarréttindum sínum þar sem um landið hefði verið lagður þjóðvegur. Þótt almenningsþörf stæði jafnframt til þess að eignarnámsþoli gæti orðið að þola frekari skerðingu á eignarréttindum sínum til að koma við reiðstíg um landið yrði ekki horft fram hjá því að stígur af þeim toga kæmi aðeins takmörkuðum fjölda manna að beinum notum og væri að auki í eigu einkaaðila. Af þessu leiddi að ekki gæti komið til álita að skerða frekar eignarréttindi eignarnámsþola nema fullreynt væri að aðrir ásættanlegir kostir væru ekki tækir. Í málinu lá fyrir að vegamálastjóri hafði lagt til grundvallar í tillögu sinni að tveir valkostir um legu reiðstígs í landi eignar náms þolans hefðu verið raunhæfir og framkvæman legir, annars vegar með því að fara leiðina austan við Eyjafjarðará, sem deilt var um í málinu, og hins vegar með því að bæta við héraðsleið fyrir hestaumferð samhliða þjóðvegi vestan við ána og gera úr henni stofn leið. Ekki yrði séð á hvaða grunni þessi síðarnefndi kostur væri óásættan legur í samanburði við hagsmuni eignarnámsþolans af því að þurfa ekki að hlíta frekari skerðingu eignarréttinda sinna. Tekið var fram að ekki hefði verið hnekkt málatilbúnaði eignarnámsþolans um að kostnaðarmat, sem vegamálastjóri hafði aflað í tengslum við tillögurnar, væri ekki í öllum atriðum reist á réttum forsendum. Hefði því ekki verið sýnt fram á það gegn andmælum eignarnámsþolans að meðalhófs hefði verið gætt þegar ráðherra tók hina umþrættu ákvörðun. Var eignarnámsákvörðunin því ógilt. Þegar bornir eru saman dómar Hæstaréttar frá 19. mars 2009 í máli nr. 425/2008 (Brekka í Núpasveit) og 5. nóvember 2015 í máli nr. 173/2015 (Hestamannafélagið Funi) og eldri dómar má sjá að þróunin er á þá
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.