Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2017, Qupperneq 57

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2017, Qupperneq 57
55 leið að kröfur til meðalhófs hafa þyngst í yngri dóminum. Það birtist meðal annars í ríkari sönnunarbyrði eignarnemans fyrir því að tilteknir kostir, sem eru minna íþyngjandi fyrir eignarnámsþola, séu ekki tækir. Má ráða af yngri dóminum að eignarnámsþoli hafði áður þurft að sæta skerðingu á eignarréttindum í þágu vegagerðar á svæðinu. Velta má því upp í þessu samhengi hvort sama ætti við ef landeigandi hefði áður þurft að þola eignarnám vegna annars konar framkvæmdar í almannaþágu, svo sem lagningu raflínu. Hugsanlega aukast kröfur til framkvæmdaraðilans hafi landeigandi áður þurft að sæta skerðingu eignarráða vegna framkvæmda í almannaþágu óháð því hvers eðlis framkvæmdin er, en ekki er að finna skýra leiðsögn um það í dómaframkvæmd. Ljóst er að það skiptir miklu máli hvort tiltekinn kostur telst ásættan legur og er þar meðal annars horft til þess hvort hann sé framkvæmanlegur og nái því markmiði sem að er stefnt. Mat þess stjórnvalds sem stendur að baki framkvæmd skiptir sýnilega miklu í þeim efnum, en þó verður ráðið af dómum Hæstaréttar að eignar- námsþoli geti rökstutt að tiltekinn kostur sé ásættanlegur og að það kalli í öllu falli á rannsókn af hálfu framkvæmdaraðilans, sbr. t.d. fyrrgreinda dóma Hæstaréttar frá 12. maí 2016 í máli nr. 511/2015 o.fl. (Suðurnesjalína 2) og dóm frá 15. júní 2017 í máli nr. 193/2017 (Kröflulína 4 og 5). Það er jafnframt í samræmi við dóm Hæstaréttar frá 22. október 2009 í máli nr. 22/2009 (Hornafjarðarfljót) þar sem fjallað var með stefnu markandi hætti um skyldu framkvæmdaraðila til að rannsaka mis munandi framkvæmdarkosti. Málið varðaði ekki eignarnám, heldur gildi úrskurðar ráðherra um það hvaða kostir vegna lagningar á hring vegi um Hornafjarðarfljót skyldu metnir umhverfismati samkvæmt lögum nr. 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum. Í málinu var tekist á um að hvaða marki val framkvæmdarkosti væri á forræði framkvæmdaraðila, en af hálfu Vegagerðarinnar og ráðuneytisins hafði verið byggt á því að slíku forræði væri lítil sem engin takmörk sett. Í dómi Hæstaréttar var hins vegar lagt til grundvallar að framkvæmdaraðili hefði forræði á því hvaða framkvæmdarkostir uppfylla markmið viðkomandi framkvæmdar, enda væri matið reist á hlutlægum og málefnalegum sjónarmiðum. Hér er um þýðingarmikinn fyrirvara að ræða sem felur í sér að forræði framkvæmdaraðilans sætir ávallt endurskoðun dómstóla á því hvort matið sé hlutlægt og málefnalegt. Það ræður þá til að mynda ekki endanlega úrslitum þó að tiltekinn kostur sé að einhverju marki hagkvæmari fyrir framkvæmdaraðilann eða feli í sér minni kostnað. Telja verður að þörf sé á heildstæðu mati og forsenda
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.