Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2017, Side 59

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2017, Side 59
57 hálfu þess aðila sem fer fram á eignarnám, svo sem um þætti sem varða tilhögun fyrirhugaðrar framkvæmdar. Þá er ljóst af þeim ummælum dómsins um að ráðherra hafi látið „hjá líða að hafa forgöngu um að þetta atriði yrði sérstaklega athugað áður en hann tók ákvörðun um að heimila eignarnám“ að sjálfstæð rannsóknarskylda hvílir á því stjórnvaldi sem fer með ákvörðunarvald og að því getur verið skylt að láta fara fram könnun eða rannsókn vegna athugasemda eignarnámsþola. Í niðurlagi forsendna Hæstaréttar er vísað til meðalhófsreglu stjórnskipunarréttar með eftirfarandi hætti: „Samkvæmt öllu framansögðu og að virtri meðalhófsreglu stjórnskipunar- réttar, sbr. og 10. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993, verður af þessum sökum fallist á dómkröfu áfrýjanda um ógildingu ákvörðunar iðnaðar- og viðskiptaráð- herra 24. febrúar 2014 um heimild stefnda Landsnets hf. til eignarnámsins.“ Í dómi Hæstaréttar frá 15. júní 2017 í máli nr. 193/2017 (Kröflulína 4 og 5) reyndi á gildi eignarnámsákvörðunar sem átti sér um margt sambærilegan aðdraganda og þær ákvarðanir sem reyndi á vegna Suðurnesjalínu 2. Af hálfu eignarnámsþola var meðal annars á því byggt að almenningsþörf í skilningi 72. gr. stjórnarskrárinnar væri ekki fyrir hendi þar sem ekki hefði farið fram fullnægjandi rannsókn á því hvort ná mætti markmiðum framkvæmdarinnar með öðrum og minna íþyngjandi hætti og þannig brotið á honum meðalhóf. Þegar hefur verið vikið að þeirri málsástæðu sem laut að því að nauðsynleg flutningsgeta væri ofmetin, en á því var jafnframt byggt að unnt væri að leggja línuna á öðrum stað og að öllu leyti eða að hluta í formi jarðstrengs. Talið var að ekki hefðu verið færð haldbær rök fyrir því að við val á línustæði hefði skort á að metnir væru aðrir tækir kostir eða valin sú leið sem talin væri valda minnstum umhverfisáhrifum. Stóð þá eftir sá sami málatilbúnaður og á reyndi í fyrrnefndum málum um Suðurnesjalínu 2 þess efnis að borið hefði að kanna nánar þann möguleika að leggja línuna í jörðu. Dómurinn taldi fyrirliggjandi gögn sýna að útilokað væri að leggja línuna að öllu leyti í jörð og að kostnaðarmunur á lagningu jarðstrengs og loftlínu væri slíkur að jarðstrengur teldist ekki raunhæfur kostur. Í málinu var uppi sú sérstaka staða að á meðan á málsmeðferð ráðuneytisins vegna beiðni um eignarnám stóð féllu dómar Hæsta réttar um Suður nesjalínu 2. Brugðist var við því af hálfu ráðuneytisins með því að óska upplýsinga frá eignarnema um hvort skoðaðir hefðu verið aðrir valkostir og hvort áformin féllu að skilyrðum þingsályktunar nr. 11/114 um stefnu stjórnvalda um lagningu raflína. Af hálfu eignarnema
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.