Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2017, Page 82

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2017, Page 82
80 Hafi verknaður beinst að karli, konu eða barni sem eru nákomin geranda, og tengsl þeirra þykja hafa aukið á grófleika verknaðarins, skal að jafnaði taka það til greina til þyngingar refsingunni. Samkvæmt ákvæðinu ber dómara, er hann ákveður refsingu fyrir brot, að líta til tengsla milli aðila á verknaðarstundu og hækka refsinguna, innan lögmæltra refsimarka viðeigandi lagaákvæðis, ef hann metur það svo að eðli þeirra hafi verið til þess fallið að auka á grófleika verknaðar. Til leiðsagnar við mat á því, hvort tengsl hafi aukið á grófleika verknaðar, segir í greinargerð að einkum skuli horft til þess hvort um langvarandi eða endurtekin brot sé að ræða. Almennt sé ekki gert ráð fyrir að einstök tilvik séu þess eðlis að refsiþynging á grundvelli ákvæðisins komi til greina þótt þetta sé háð mati hverju sinni. Ennfremur megi líta til þess hvort atvik eða aðstæður hafi verið með þeim hætti að brot hafi verið til þess fallið, á grundvelli almenns og hlutlægs mælikvarða, að niðurlægja brotaþola eða skerða sjálfsmat hans eða sjálfsvirðingu. 27 Ákvæði 3. mgr. 70. gr. mælir fyrir um refsiverðan verknað gegn „karli, konu eða barni“ sem eru nákomin geranda. Í greinargerð koma fram þær upplýsingar að við mótun á orðalagi hafi, að vel athuguðu máli, verið ákveðið að nota orðin „karl, kona eða barn“ til að lýsa hópi brotaþola. Sú lýsing hafi tvíþættan tilgang. Í fyrsta lagi hafi orðalagið táknræna þýðingu, sem ekki náist með almennu orðalagi á borð við „einstakling“ eða „mann“, þar sem refsiþyngingarástæðan beinist að verknuðum sem eiga sér stað í samskiptum á milli nákominna. Í öðru lagi sé leitast við að draga fram að þolendur heimilisofbeldis geti verið hvort tveggja fullorðnir eða börn, að öðrum skilyrðum ákvæðisins uppfylltum.28 Um eðli og inntak þess skilyrðis að brotaþoli sé „nákominn geranda“ segir í greinargerð að áskilið sé að náin félagsleg tengsl séu milli þeirra. Það þýði aftur á móti ekki að gerandi og brotaþoli þurfi að búa saman þegar verknaður á sér stað eða hafa verið í daglegum samskiptum. Ákvæðið taki því til samskipta fyrrverandi maka, þ.e. hjóna sem eru skilin og sambúðarfólks, svo lengi sem tengsl þeirra verði talin nákomin „samkvæmt almennum mælikvarða“ eins og það er orðað.29 Ákvæði 3. mgr. 70. gr. er eðli sínu samkvæmt verklagsregla sem ber að beita þegar refsing er dæmd fyrir brot gegn almennum hegningar- lögum sem hefur beinst að manneskju sem er nákomin geranda og tengslin þykja hafa aukið á grófleika verknaðar. 27 Sjá skýringar við 1. gr. frumvarpsins. 28 Sjá skýringar við 1. gr. frumvarpsins. 29 Sjá skýringar við 1. gr. frumvarpsins.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.