Tímarit lögfræðinga - 01.04.2017, Síða 87
85
ofbeldi í nánum samböndum.38 Nánar er það rökstutt með því að
ofbeldi við þessar aðstæður sé til þess fallið að valda þolandanum ótta
um að það endurtaki sig, en það sé einmitt óttinn við frekara ofbeldi
sem einkenni þessi brot umfram önnur ofbeldisbrot. Nauðsynlegt
sé að líta til þeirrar ógnar og andlegu þjáninga sem fylgi ofbeldi í
nánum samböndum, sem og hótana um líkamsmeiðingar, sem þáttar
í kerfisbundinni kúgun.
Mikil aukning hefur orðið í skráningu heimilisofbeldismála í
Noregi síðan sérstakt refsiákvæði um brot í nánum samböndum var
lögfest og fjölgaði kærum um 75,5% á árunum 2008–2012.39
6.3 Svíþjóð
Árið 1998 lögfestu Svíar sérstakt ákvæði um brot í nánum samböndum
(s. en närstående person). Ákvæðið er í 4. gr. a í 4. kafla hegningarlaganna,
Brottsbalk 1962:700, sem geymir brot gegn friðhelgi og friði (s. brott
mot frihet och frid). Ákvæðið hljóðar svo:40
4 a §
Den som begår brottsliga gärningar enligt 3, 4, 6 eller 12 kap. eller enligt
24 § lagen (1988:688) om kontaktförbud mot en närstående eller tidigare
närstående person, döms, om var och en av gärningarna utgjort led i en
upprepad kränkning av personens integritet och gärningarna varit ägnade
att allvarligt skada personens självkänsla, för grov fridskränkning till fängelse
i lägst nio månader och högst sex år.
Har gärningar som anges i första stycket begåtts av en man mot en kvinna
som han är eller har varit gift med eller som han bor eller har bott tillsammans
med under äktenskapsliknande förhållanden, ska han i stället dömas för grov
kvinnofridskränkning till samma straff. Lag (2013:367).
38 Hér er vísað til greinargerðar með frumvarpi því er varð að lögum nr. 131/2005, om
oppheving av lausgjengarlova og om endringar i straffelova o.a. (eige straffebod mot vald
i nære relasjonar o.a.), sbr. Ot. prp. nr. 113 (2004–2005), bls. 38–41.
39 Et liv uten vold. Handlingsplan mot vold i nære relasjoner 2014–2017. Justis- og
beredskapdepartementet 2013, bls. 22.
40 Íslenska þýðingu á ákvæðinu er að finna í III. kafla (Löggjafarþróun í öðrum ríkjum)
greinargerðar með frumvarpi því er varð að lögum nr. 27/2006, sbr. þskj. 419, 365. mál,
132. löggjafarþing (2005–2006). Þýðingin hljóðar svo (með fyrirvara um smávægilegar
breytingar sem hafa orðið á ákvæðinu síðan): 1. mgr. Hver sá sem brýtur gegn ákvæðum 3.,
4., eða 6. kafla, og brotaþoli er eða hefur verið nákominn, skal dæmdur fyrir gróft frelsisbrot og sæta
fangelsi, allt frá sex mánuðum til sex ára, ef hver og einn þessara verknaða er þáttur í endurteknum
brotum gegn friðhelgi brotaþola og til þess fallinn að skaða alvarlega sjálfsmat hans. 2. mgr. Hafi
brot, sem um getur í 1. mgr., verið framið af karli gegn konu sem hann er eða hefur verið giftur eða
í sambúð með, skal hann dæmdur fyrir gróft kvenfrelsisbrot og sæta sömu refsingu.