Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2017, Qupperneq 90

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2017, Qupperneq 90
88 Í kjölfar beiðni ráðherra um sérstakt refsiákvæði um heimilisofbeldi, kynnti refsiréttarnefnd sér löggjöf hinna Norðurlandanna á þessu sviði og þróun hennar undanfarin ár. Sú heildstæða skoðun og samanburður leiddi til þess að norsku ákvæðin urðu fyrirmynd hins íslenska, eins og áður hefur komið fram. 7.2 Framsetning, efni og inntak a) Hljóðan ákvæðis og staður í hegningarlögum Hið nýja refsiákvæði um ofbeldi í nánum samböndum er að finna í 218. gr. b og ákvæði, sem þar var fyrir, var fært til og varð að 218. gr. c. Ákvæðið hljóðar svo: 218. gr. b Hver sem endurtekið eða á alvarlegan hátt ógnar lífi, heilsu eða velferð núverandi eða fyrrverandi maka síns eða sambúðaraðila, niðja síns eða niðja núverandi eða fyrrverandi maka síns eða sambúðaraðila, áa síns, eða annarra sem búa með honum á heimili eða eru í hans umsjá, með ofbeldi, hótunum, frelsissviptingu, nauðung eða á annan hátt, skal sæta fangelsi allt að 6 árum. Ef brot er stórfellt getur það varðað fangelsi allt að 16 árum. Við mat á grófleika verknaðar skal sérstaklega líta til þess hvort þolandi hafi beðið stórfellt líkams- eða heilsutjón eða bani hlotist af. Enn fremur ber að líta til þess hvort brot hafi verið framið á sérstaklega sársaukafullan eða meiðandi hátt, hafi staðið yfir í langan tíma eða hvort gerandi hafi misnotað freklega yfirburðastöðu sína gagnvart þolanda. Nýmæli 218. gr. b þótti eiga heima meðal annarra ofbeldisbrota, þ.e. í XXIII. kafla hegningarlaganna, sem ber heitið Manndráp og líkams­ meiðingar. Er það í samræmi við gildandi norska löggjöf og byggist á sömu sjónarmiðum, þ.e. þeim að refsimörk fyrir ofbeldi í nánum samböndum eigi að haldast í hendur við refsimörk annarra meiriháttar líkamsmeiðingarbrota, sem eru mun hærri en fyrir sifskaparbrot og endurspegla þar af leiðandi alvarleika brotanna. b) Verknaður Ákvæði 218. gr. b er fyrst og fremst beint gegn endurteknu ofbeldi. Þó er ekki útlokað að einstakt brot geti fallið undir ákvæðið ef það er nægilega alvarlegt. Minniháttar brot, sem ekki ná því stigi, gætu eftir sem áður varðað við vægari refsiákvæði, eins og t.d. 1. mgr. 217. gr.45 Í 1. mgr. 218. gr. b eru taldar upp aðferðir sem eiga það sammerkt 45 Sjá skýringar með 4. gr. í greinargerð.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.