Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2017, Side 92

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2017, Side 92
90 Af framangreindri upptalningu er ljóst að áherslan liggur á stöðu þolandans gagnvart gerandanum. Því til áréttingar segir í greinargerð:48 Ekki er lykilatriði [...] hvar brot er framið, þ.e. innan veggja heimilis eða utan, heldur er litið til tengsla þolanda og geranda og þess rofs á trúnaðarsambandi og trausti þeirra á milli sem í háttseminni felst. Hugtakið „heimilisofbeldi“ kemur ekki fyrir í texta 218. gr. b, sem fyrr segir, en í greinargerð er það oft haft innan sviga á eftir orðunum „ofbeldi í nánum samböndum“. Þetta er gert í þeim tilgangi að draga fram að þungamiðjan sé á hinum félagslegu tengslum geranda og þolanda, en það er einmitt vegna þeirra sem ofbeldi á undir þetta sérákvæði, en ekki önnur og almennari ákvæði hegningarlaganna, eins og t.d. almenn ákvæði um líkamsmeiðingar, sbr. 217. og 218. gr. Þegar allsherjar- og menntamálanefnd hafði frumvarpið til umsagnar var sérstaklega rætt á fundum hennar hvort 218. gr. b næði til aðila, sem væru í parasambandi sem hefði staðið í nokkurn tíma.49 Í áliti nefndarinnar kemur fram að kveikjan að þeirri umræðu hafi verið nýfallinn dómur Hæstaréttar þar sem taka þurfti afstöðu til þess hvort piltur og stúlka, sem höfðu verið í sambandi í nokkurn tíma án sambúðar, væru „nákomin“ í skilningi 233. gr. b hgl.50 Nefndin áréttar að rétt sé að 48 Kafli 3.4 (Sérstakt ákvæði um ofbeldi í nánum samböndum). 49 Álit allsherjar- og menntamálanefndar með breytingartillögu, sbr. þskj. 987, 401. mál, 145. löggjafarþing (2015–2016). 50 Um er að ræða H 312/2015, sem var kveðinn upp 15. desember 2015. Málavextir voru með þeim hætti að 18 ára piltur hafði birt fimm nektarmyndir af fyrrum unnustu sinni, sem þá var 17 ára, á Facebook-samskiptasíðu sinni, með tilvísun í nafn hennar. Myndirnar sýndu bakhluta og kynfæri stúlkunnar. Textinn „Takk fyrir ad halda framhja mer sæta“ fylgdi með. Stúlkan hafði sjálf tekið myndirnar meðan á sambandinu stóð og sent unnusta sínum rafrænt. Pilturinn var ákærður fyrir brot gegn barnaverndarlögum (3. mgr. 99. gr. barnaverndarlaga, nr. 80/2002), brot gegn blygðunarsemi (209. gr. hgl.) og stórfelldar ærumeiðingar (233. gr. b hgl.), þar sem hann hafi með háttsemi sinni sært blygðunarsemi stúlkunnar auk þess að móðga hana og smána. Í héraði var pilturinn sakfelldur fyrir brot gegn 209. gr. hgl. og 3. mgr. 99. gr. barnaverndarlaga, en sýknaður af broti gegn 233. gr. b hgl., á þeim forsendum að hann yrði „að njóta vafans um það hvort slík festa hafi verið komin á félagsleg tengsl hans og brotaþola, þrátt fyrir rúmlega eins árs samband, að þau teljist hafa verið „nákomin“ í skilningi 233. gr. b“. Í dómi Hæstaréttar segir: „Með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms er staðfest niðurstaða hans um sakfellingu ákærða fyrir brot gegn 209. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 og 3. mgr. 99. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002, sem og sýknu af broti gegn 233. gr. b. þeirra fyrrnefndu. Þótt fallist sé á röksemdir héraðsdóms fyrir sýknu af þeim sakargiftum á grundvelli þeirrar meginreglu íslensks réttar, að allan vafa um það hvort refsiákvæði taki til háttsemi ákærða eigi að virða honum í hag, braut ákærði gróflega gegn trúnaði brotaþola með framferði sínu.“ Af þeim sökum og með hliðsjón af 1., 6. og 7. tl. 1. mgr. 70. gr. hgl. var refsing piltsins ákveðin fangelsi í sex mánuði, en vegna ungs aldurs hans og þess að hann játaði háttsemi sína og honum hafði ekki verið refsað áður var hún skilorðsbundin í 2 ár.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.