Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2017, Side 94

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2017, Side 94
92 7.3 Saksókn Í upphaflega frumvarpinu var ekki sérstaklega tekin afstaða til þess hvar hagkvæmast væri að ákæruvald í málum vegna ofbeldis í nánum samböndum skyldi liggja. Samkvæmt h-lið 1. mgr. 23. gr. laga um meðferð sakamála, nr. 88/2008, höfðar héraðssaksóknari mál vegna brota á XXIII. kafla almennra hegningarlaga (Manndráp og líkams­ meiðingar), öðrum en 215. gr. ef brot tengist broti á umferðarlögum, og 217., 1. mgr. 218. og 219. gr. Í áliti allsherjar- og menntamálanefndar kom fram sú skoðun að eðlilegt væri að lögreglustjórar færu að meginstefnu til með ákæruvald í málum sem þessum og lagði til breytingar á lögum um meðferð sakamála þar að lútandi.53 Í samræmi við það var 218. gr. b bætt við upptalningu í h-lið 23. gr. sakamálalaganna á þeim brotum sem heyra undir ákæruvald lögreglustjóra, sbr. 2. mgr. 7. gr. laga nr. 23/2016. 8. SJÓNARMIÐ AÐ BAKI REFSIÁKVÆÐI UM OFBELDI Í NÁNUM SAMBÖNDUM 8.1 Almennt Rétt er í upphafi að víkja stuttlega að samanburði á 3. mgr. 70. gr. og 218. gr. b. Fyrra ákvæðið geymir refsiþyngingarástæðu og er að finna í almenna hluta hegningarlaganna. Tilgangurinn er að mæla svo fyrir að þyngja megi refsingu ef verknaður er framinn gegn manneskju sem er nákomin geranda. Nýmæli 218. gr. b er á hinn bóginn efnisákvæði í sérstaka hluta hegningarlaganna. Mikilvægt þykir að hafa sjálfstætt ákvæði um ofbeldi í nánum samböndum, þó að ákvæðin byggi annars í grunninn á sömu eða sambærilegri hugmyndafræði og sjónarmiðum, þar sem það felur í sér sérstakt brot á því trausti og trúnaði sem alla jafna má gera ráð fyrir í nánum tengslum. Þykir eðlilegt að refsingar taki mið af því. Margvísleg önnur refsipólitísk, samfélagsleg eða afbrotafræðileg sjónarmið liggja til grundvallar nýju ákvæði um brot í nánum samböndum eins og nú verður rakið.54 53 Álit allsherjar- og menntamálanefndar með breytingartillögu, sbr. þskj. 987, 401. mál, 145. löggjafarþing (2015–2016). 54 Í greinargerð eru sjónarmið að baki 218. gr. b rakin. Þau eru jafnframt áréttuð og skýrð frekar í ræðu innanríkisráðherra, er hann mælti fyrir frumvarpinu á Alþingi 19. janúar 2016 og eins í áliti allsherjar- og menntamálanefndar um frumvarpið. Þá falla þau sjónarmið, sem búa að baki Istanbúl-samningnum og koma fram í aðfaraorðum hans, að miklu leyti saman við þau sjónarmið sem hið nýja lagaákvæði byggir á.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.