Tímarit lögfræðinga - 01.04.2017, Side 96
94
hjónaband, heiðursglæpir og limlesting kynfæra, sé meðal alvarlegustu
mannréttindabrota gegn konum og stúlkum. Mikilvægt sé að viður-
kenna að valdaójafnvægi kynjanna í gegnum aldirnar hafi leitt til
yfirburðastöðu karla og mismununar. Jafnstaða kynjanna sé lykillinn
að því að vernda konur gegn ofbeldi.59
8.4 Vernd barna
Nýmæli 218. gr. b byggist m.a. á því sjónarmiði að mikilvægt sé að
vernda börn gegn hvers kyns ofbeldi og illri meðferð í uppvextinum.
Í greinargerð kemur fram að eitt af markmiðum lagaákvæðisins sé
að vernda öll börn sem eru í þeirri aðstöðu að lífi þeirra, heilsu eða
velferð er ógnað, hvort sem athafnirnar, sem beitt er til að skapa ógnina,
beinast beinlínis gegn þeim sjálfum eða gegn þeirra nánustu.60
Í þessu felst mikilvæg viðurkenning löggjafans á því að börn
geti skaðast vegna ofbeldis í þeirra nánasta umhverfi. Hún styðst við
niðurstöður rannsókna sem sýna að það getur verið jafn áhrifa- og
afdrifarík reynsla fyrir barn að verða vitni að ofbeldi og að beinlínis sé
ráðist á það. Álag af þessu tagi á uppvaxtarárum geti leitt til truflunar
á líkamsþroska auk þess sem hætta sé á að börn þrói með sér einkenni
tilfinningalegra og líkamlegra erfiðleika. Ofbeldi milli fullorðinna
ástvina barna, samfara illri meðferð, auki líkur á að barn glími síðar
við sálfélagslegan vanda og hegðunarerfiðleika.61
8.5 Sakaskrá og tölfræði
Dómur fyrir brot gegn 218. gr. b færist í sakaskrá og gefur skýrari
mynd af sakarferli brotamanns og eðli þeirra brota sem hann hefur
verið sakfelldur fyrir en ella.62 Sérstakt refsiákvæði um ofbeldi í nánum
samböndum gerir skráningu, afbrotafræðilega úttekt og tölfræðilega
úrvinnslu á málaflokknum einfaldari, hvort sem er hjá lögreglu,
ákæruvaldi eða dómstólum. Það auðveldar vinnu við greiningu á
59 Í aðfaraorðum samningsins koma m.a. eftirfarandi tvö markmið fram: 1) Recognising
that violence against women is a manifestation of historically unequal power relations
between women and men, which have led to domination over, and discrimination against,
women by men and to the prevention of the full advancement of women. 2) Recognising
that the realisation of de jure and de facto equality between women and men is a key element
in the prevention of violence against women.
60 Sjá kafla 3.4 (Sérstakt ákvæði um ofbeldi í nánum samböndum).
61 Guðrún Kristinsdóttir: „Ofbeldi á heimilum. Leitað til barna og unglinga“, bls. 17–59
(bls. 23–27 og 45–59). Ofbeldi á heimili. Með augum barna. Háskólaútgáfan 2014.
62 Reglur um sakaskrá ríkisins eru nr. 680/2009, sbr. reglur nr. 800/2009 og nr. 398/2014.