Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2017, Side 96

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2017, Side 96
94 hjónaband, heiðursglæpir og limlesting kynfæra, sé meðal alvarlegustu mannréttindabrota gegn konum og stúlkum. Mikilvægt sé að viður- kenna að valdaójafnvægi kynjanna í gegnum aldirnar hafi leitt til yfirburðastöðu karla og mismununar. Jafnstaða kynjanna sé lykillinn að því að vernda konur gegn ofbeldi.59 8.4 Vernd barna Nýmæli 218. gr. b byggist m.a. á því sjónarmiði að mikilvægt sé að vernda börn gegn hvers kyns ofbeldi og illri meðferð í uppvextinum. Í greinargerð kemur fram að eitt af markmiðum lagaákvæðisins sé að vernda öll börn sem eru í þeirri aðstöðu að lífi þeirra, heilsu eða velferð er ógnað, hvort sem athafnirnar, sem beitt er til að skapa ógnina, beinast beinlínis gegn þeim sjálfum eða gegn þeirra nánustu.60 Í þessu felst mikilvæg viðurkenning löggjafans á því að börn geti skaðast vegna ofbeldis í þeirra nánasta umhverfi. Hún styðst við niðurstöður rannsókna sem sýna að það getur verið jafn áhrifa- og afdrifarík reynsla fyrir barn að verða vitni að ofbeldi og að beinlínis sé ráðist á það. Álag af þessu tagi á uppvaxtarárum geti leitt til truflunar á líkamsþroska auk þess sem hætta sé á að börn þrói með sér einkenni tilfinningalegra og líkamlegra erfiðleika. Ofbeldi milli fullorðinna ástvina barna, samfara illri meðferð, auki líkur á að barn glími síðar við sálfélagslegan vanda og hegðunarerfiðleika.61 8.5 Sakaskrá og tölfræði Dómur fyrir brot gegn 218. gr. b færist í sakaskrá og gefur skýrari mynd af sakarferli brotamanns og eðli þeirra brota sem hann hefur verið sakfelldur fyrir en ella.62 Sérstakt refsiákvæði um ofbeldi í nánum samböndum gerir skráningu, afbrotafræðilega úttekt og tölfræðilega úrvinnslu á málaflokknum einfaldari, hvort sem er hjá lögreglu, ákæruvaldi eða dómstólum. Það auðveldar vinnu við greiningu á 59 Í aðfaraorðum samningsins koma m.a. eftirfarandi tvö markmið fram: 1) Recognising that violence against women is a manifestation of historically unequal power relations between women and men, which have led to domination over, and discrimination against, women by men and to the prevention of the full advancement of women. 2) Recognising that the realisation of de jure and de facto equality between women and men is a key element in the prevention of violence against women. 60 Sjá kafla 3.4 (Sérstakt ákvæði um ofbeldi í nánum samböndum). 61 Guðrún Kristinsdóttir: „Ofbeldi á heimilum. Leitað til barna og unglinga“, bls. 17–59 (bls. 23–27 og 45–59). Ofbeldi á heimili. Með augum barna. Háskólaútgáfan 2014. 62 Reglur um sakaskrá ríkisins eru nr. 680/2009, sbr. reglur nr. 800/2009 og nr. 398/2014.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.