Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2017, Page 98

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2017, Page 98
96 þessu tagi. Atvik og aðstæður í mörgum þessara mála eru með þeim hætti að háttsemi yrði nú heimfærð undir 218. gr. b. 9.3 Dómareifanir Við skoðun á dómum Hæstaréttar, sem kveðnir voru upp á tímabilinu 1. maí 2011 til 1. maí 2016, má finna dóma þar sem sakfellt er fyrir líkamlegt ofbeldi í nánum samböndum, sbr. H 121/2012 (sambýliskona), H 361/2012 (fyrrverandi eiginkona), H 93/2013 (faðir), H 214/2013 (fyrrverandi sambýliskona), H 757/2013 (sambýliskona), H 68/2014 (sambýliskona), H 508/2014 (barnsmóðir og fyrrum unnusta), H 843/2014 (sambýliskona), H 125/2015 (fyrrverandi eiginkona og stjúpdóttir) og H 300/2015 (fyrrverandi tengdafaðir). H 121/2012 Maður var sakfelldur fyrir brot gegn 1. mgr. 217. gr. hgl., með því að hafa ráðist í tvígang á sambýliskonu sína og barnsmóður á heimili þeirra. Með hliðsjón af 77. og 78. gr. hgl. var hann dæmdur í 12 mánaða fangelsi.65 Við ákvörðun refsingar var litið til þess að maðurinn hafði gerst sekur um „tvær grófar líkamsárásir á hendur sambýliskonu sinni, í fyrra skiptið þegar hún var gengin rúmlega 27 vikur með barn þeirra, en hina þegar hún var nýkomin úr keisaraskurði og hélt á fimm daga gömlu barni þeirra í fanginu“. Áverkarnir, sem konan hlaut í fyrri árásinni, stefndu lífi hins ófædda barns í mikla hættu og með síðari árásinni var heilsu konunnar og nýfædds barns hennar stefnt í stórfellda hættu. Í dóminum segir: „Er þetta virt ákærða til refsiþyngingar, sbr. 3. mgr. 70. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Jafnframt er litið til þess að fyrri árásin átti sér stað að viðstöddum ungum börnum brotaþola og dóttur ákærða.“ H 361/2012 Maður var sakfelldur fyrir brot gegn 1. mgr. 217. og 1. mgr. 218. gr. hgl., með því að hafa í þrígang ráðist á fyrrverandi eiginkonu sína. Konan var stödd á heimili sínu í eitt skiptið en á vinnustað sínum í hin tvö skiptin. Maðurinn var dæmdur í fangelsi í þrjá mánuði. Í dóminum segir: „Það þykir horfa refsingu ákærða til þyngingar, sbr. 3. mgr. 70. gr. almennra hegningarlaga, að brot hans beindust að fyrrverandi eiginkonu hans og voru tvö brotanna að nokkru framin í viðurvist ungs barns þeirra.“ H 93/2013 Maður var sakfelldur fyrir brot gegn 1. mgr. 217. gr. hgl., með því að hafa ráðist á föður sinn á heimili hans og greitt honum hnefahögg í andlitið. Í sama máli var hann sakfelldur fyrir að hafa nauðgað karlmanni, sbr. 1. mgr. 194. gr. hgl. og umferðarlagabrot. Hann var dæmdur í fangelsi í þrjú ár og sex mánuði. Við 65 Ákærði var jafnframt sakfelldur fyrir fjölda umferðarlagabrota og ævilöng ökuleyfis- svipting áréttuð.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.