Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2017, Blaðsíða 105

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2017, Blaðsíða 105
103 10. SAMANTEKT Hér að framan hefur verið gerð grein fyrir nýmæli 218. gr. b, sem kom inn í almenn hegningarlög nr. 19/1940 í mars 2016, sbr. lög nr. 23/2016 og tók gildi 5. apríl 2016. Aðdragandi og forsendur ákvæðisins eru rakin og lýst starfi fjögurra opinberra nefnda sem skipaðar voru af dómsmálaráðherra á sínum tíma. Þær höfðu það hlutverk að rannsaka heimilisofbeldi á Íslandi og koma með tillögur til úrbóta. Nefndirnar lögðu margt gagnlegt til, m.a. á sviði löggjafarinnar, en ekki kom fram sú hugmynd að lögfesta sérstakt refsiákvæði um heimilisofbeldi eða ofbeldi í nánum samböndum. Þá er farið yfir þróun íslenskrar löggjafar á þessu sviði, allt frá því að lögfestar voru reglur um nálgunarbann, í samræmi við tillögur nefndanna, sbr. lög nr. 94/2000 og fram til þess að ákvæði 218. gr. b leit dagsins ljós. Þegar álit refsiréttarnefndar frá 2005 er lesið og borið saman við ríkjandi viðhorf kemur í ljós að árið 2005 taldi nefndin ekki standa til þess viðhlítandi lagaleg eða refsipólitísk rök að lögfesta sérstakt ákvæði um heimilisofbeldi. Aftur á móti lagði hún til að náin tengsl geranda og þolanda yrðu sérstök refsiþyngingarástæða, þar sem þau þættu auka á grófleika verknaðar. Úr varð lögfesting 3. mgr. 70. gr. hgl., sbr. lög nr. 27/2006. Með sömu lögum var einnig lögfest ákvæði um stórfelldar ærumeiðingar í nánum samböndum í 233. gr. b. Með þessu ákvæði og reglum um nálgunarbann, sem nú er að finna í sérstökum lagabálki, sbr. lög nr. 85/2011, var markmiðið að auka réttarvernd þeirra sem verða fyrir ofsóknum og móðgunum af hálfu þeirra sem þeir eru í nánum tengslum við. Í sjötta kafla er gerð grein fyrir réttarstöðunni á Norðurlöndunum. Svíar lögfestu fyrstir Norðurlandaþjóða ákvæði af þessu tagi árið 1998 og Norðmenn fylgdu í kjölfarið 2005. Finnar og Danir hafa ekki innleitt sambærileg ákvæði. Fjallað er nokkuð ítarlega um þróunina í Noregi, þar sem íslenska ákvæðið er sniðið að því norska og sömu sjónarmið lögð til grundvallar. Sjöundi kafli lýtur að nánari skoðun á 218. gr. b. Að hætti Norð- manna var talið eðlilegt að koma ákvæðinu fyrir í XXIII. kafla hegn- ingar laganna um manndráp og líkamsmeiðingar. Ákvæðinu verður ekki beitt með öðrum almennari ákvæðum hegningarlaganna sem lúta að líkamsmeiðingum, nauðung, frelsissviptingu eða hótunum, þar sem þessir verknaðir eru yfirleitt þáttur í broti gegn 218. gr. b. Ákvæðið tæmir sök í þeim tilvikum. Ekki er útilokað að öðrum ákvæðum hegningar laganna verði beitt samhliða, t.d. ákvæðum sem mæla fyrir um hærri refsimörk eða ef refsiverð háttsemi felur jafnframt í sér kynferðisbrot, eins og t.d. nauðgun.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.