Veiðimaðurinn - 01.12.1940, Side 4

Veiðimaðurinn - 01.12.1940, Side 4
Jakob Hafstein, lögtr.: A BREIÐUNNI Klukkan er 5. Morguninn er bjartur og heiður. Farartæki mitt er reiðhjó! — að vísu nokkuð gamalt — en traust er það og aldrei hefir það brugðist mér. Farangur minn — veiðistöngina, maðkbaukinn og nokkrar brauðsneið- ar, ber ég á mér, í vösum mínum og á baki. Síðan held ég af stað suður þorpið — einn míns liðs — og „hjólið snýst“! Tveir fiskibátar leggja frá bryggj- unni — sennilega austur á hin fiski- sælu mið við Rauðanúp. Samtímis hverfa þeir fyrir Höfðann og svartur olíureykurinn liggur eins og slæða á silfurgljáandi sævarfletinum. Nokkrir Morgunveidi á Breiðunni. léttir, hvítir skýhnoðrar bera við hæstu tinda Kinnarfjalla, sem spegla sig dimmblá í hafinu. Ég er að leggja upp í veiðiför fram í Laxá — neðan við Æðarfossa — aðeins einnar stundar ferðalag á reið- hjóli frá heimili mínu. Öll náttúran er dásamlega fögur — of björt og heit til að gefa von um góða veiði. En hvað gerir það til. Það eitt að sjá og heyra lífið vakna mót heiðríkum íslenzkum sumarmorgni er nóg til þess að ekkert getur tafið för mína. Hægt held ég af stað. Klofhá vaðstígvélin mín eru þung og heit. Og hvað liggur á? Skyldi ekki lónbúinn eins þiggja maðk rninn klukkan sjö eins og klukkan sex — ef hann þá á annað borð gerir vart við sig? Hann er dutlungafullur fisk- ur eins og síldin, en margar veiðiferð- ir mínar á Breiðuna hafa fært mér heim sanninn um það, að með flóðinu taki hann bezt. I ánni gætir sjávar- falla alveg upp undir fossana, sem eru fallegustu fossarnir í fallegustu veiðiá landsins. Æðarfossar eru neðstu fossarnir í ánni, og skamt fyrir neðan þá rennur Laxá út í stórt lón eða öllu heldur vatn frammi á sandinum, og síðan í sjó fram í þröngum ós. Klukk- an er um hálf sex þegar ég er kominn 38

x

Veiðimaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.