Veiðimaðurinn - 01.12.1940, Side 6

Veiðimaðurinn - 01.12.1940, Side 6
irlæti allra þeirra, sem veiði hafa stundað í Laxá. Á Breiðunni aflaði ég fyrsta laxinn, og upp frá þeim degi hefi ég haft mesta dálæti á staðn- um og þótt hann veiðisælastur allra staða í Laxá. Þarna undir bjarginu er erfitt að koma agninu nógu langt út á strenginn, því að það slútir nokk- uð fram yfir ána og gerir örðugt um allar sveiflur. Hins verður líka að gæta, að maðkurinn er meir beita, sem auðveldlega kastast af önglinum ef óvarlega er að farið. Það verður því að slæma færinu með lægni út á ána, ef vel á að takast. Lónbúinn liggur þarna ætíð á sömu slóðum, sem veiðimanninum er nauð- synlegt að þekkja, ella er öll hans fyrirhöfn árangurslaus. Eitt sinn sá ég Englending, sem var vanur veiði á Breiðunni, ,,taka“ 5 laxa á stuttri stundu, fyrir nefinu á þrem Akureyringum, sem árangurs- laust höfðu reynt í tvær stundir. Laxinn tekur ekki allsstaðar þar sem hann stendur undir í ánni. Hann er matvandur, beitan þarf að vera lostæt og berast vel að honum, til þess að hann grípi agnið. í því felst ef til vill hinn mikli leyndardómur í því, hve misjafnlega mönnum geng- ur stangarveiði. Þeim tekst misjafn- lega að bera á borð fyrir þann, sem matinn á að fá. — — Ég er nú kominn á staðinn, þar sem ég er vanur að byrja veiði mína á Breiðunni. Mér er létt í geði — eitt- hvert furðulegt samband milli mín og árinnar, sem felur í álum sínum upp- fylling minna heitustu óska þessa dýr- legu morgunstund. Oft hafa slíkar til- finningar verið fyrirboði þess, að vel myndi takast, og að óskir mínar og vonir yrðu að veruleika. Slíkt ástand er veiðimanninum kærast, því að í því felst einhver viss nautn, sem aldrei verður notið nema þegar veiðistöngin er kærastan. Mér finnst Breiðan brosa við mér og vera hin veiðilegasta. Ég veit ná- kvæmlega hvar „kvartettinn“ stendur undir, og í því að ég er að ljúka við að egna öngulinn, rennir einn fjór- menninganna sér upp úr strengnum, með skvettum og sporðköstum. Skugginn af berginu nær enn langt út á ána og ég fer eins rólega að öllu og ég get. Ekkert er veiðimann- inum betra en þolinmæðin. Lónbúinn lætur ekki að sér fara með neinni frekju og látum. Oft á tíðum er hann sjálfur dulur og fer huldu höfði. En eins getur hann líka farið með dansi, stökkum og sporðaköstum upp hvítan strenginn og horfið í djúpið fyrir of- an fossbrúnina. Ég veð nú eins langt út í ána og fært er, í öruggri fjarlægð frá staðn- um, þar sem ég veit um laxana — því að verði þeir mín varir, er draum- urinn búinn. Rétt fyrir neðan mig er flúð í ánni, þar sem meginstraum- urinn fellur, en því næst tekur við hringstraumur, skammt fyrir ofan klettinn. Gætilega slæmi ég agninu út á strenginn og læt það berast niður fyrir flúðina, þar sem ég álít að laxinn hljóti að sjá það. Straumurinn, sem annars virðist ekki mikill, er þungur og ber agnið fljótt niður eftir ánni. Fljótt verð ég því viss um að tilraun mín hefir mistekist. Með varúð dreg ég færið til mín, til þess að týna ekki agninu af önglinum, og í annað sinn berst það niður í hringflauminn. Mörg- um sinnum hefi ég fest þarna í laxi og jafnan fundizt hann taka á sama stað. Nákvæmlega gæti ég því færis- 40

x

Veiðimaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.