Veiðimaðurinn - 01.12.1940, Side 8

Veiðimaðurinn - 01.12.1940, Side 8
Gunnar Bachmann: KORPÚLFSSTAÐAÁ Eins og stangveiðimönnura bæjar- ins er kunnugt, gjörðust þau tíðindi í byrjun veiðitímans, að fjórir veiðifé- lagar gjörðu 15 ára veiðisamning um stangveiði í Korpu. Margir hristu höf- uðið og töldu þetta mesta óráð. En það er nú oft svo, að „margur leitar langt yfir skamt“ — og svo er það um veiðimennina stundum. En enginn skyldi halda að langt ferðalag með tilheyrandi útgjöldum væri trygging fyrir góðri veiði. Og sannast þetta með Korpu. Veiðin þar efra hefir gengið öllum vonum framar, og það svo, að kunn- ugir telja hana þola samanburð við nærtækar veiðiár. Veiðimennirnir hafa haft mikla ánægju af ferðum sínum þangað, — og víst mun það vera sjald- an að þeir hafi komið heim öngulsár- ir. Stærð laxanna almennt hefir verið að jafnaði 6—7 pund og verulega hef- ir fiskast af sjóbirting. Veiðikofi var byggður við ána strax í byrjun veiðitímans og vörður hefir verið við ána allan veiðitímann, sem trúlega hefir gætt starfa síns. Hér er ekki rúm til að skýra frá öllum þeim umbótum er fyrirhugaðar eru til stór- bóta á allri aðstöðu við veiðarnar framvegis, svo að þær aðgerðir er fyrir- hugaðar eru á sjálfri ánni. Þó má geta þess, að 30.000 laxaseiði voru sett í ána þegar í vor og verður því haldið áfram framvegis . Þeir, sem með þessi mál fara þykj- ast hafa nokkra þekking um ræktun á veiðiám, svo því má treysta, að allt verði gjört Korpu til viðgangs. Sjálfir erum við ekki í vafa um það, að þessa litlu laxveiðiá má gjöra prýðilega góða og munu allir stangveiðimennirnir gjöra sitt til að svo megi verða. Þessir laxveiðimenn stunduðu veið- ar í ánni í sumar: Sunnudagur: Guðjón Ó. Guðjónsson Kjartan Lárusson Jónas Andrésson Jón Leví Mánudagur: Hersveinn Þorsteinsson Vilhjálmur Björnsson Guðbjarni Guðmundsson Þorkell Ingvarsson Þriðjudagur: Ágúst Hinriksson Magnús Stefánsson Friðrik Þorsteinsson Emil Rokstad Miðvikudagur: Gunnar Smith Kr. G. Gíslason Oddur Jónsson Baldvin Dungal 42

x

Veiðimaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.