Veiðimaðurinn - 01.12.1940, Síða 13

Veiðimaðurinn - 01.12.1940, Síða 13
Gunnar Bachmann: LAXAFLVGAN — og notkuti hennar Það eru tiltölulega fá ár síðan að stangveiðimenn almennt hér á landi byrjuðu að fiska lax og silung á flugu. Og enn gjöra menn sér oflítið f,ar um að kynnast þeirri veiðiaðferð til nokkurrar hlýtar. En að fiska á flugu er ekki vandalaust og útheimtir mikla þekking á sjálfri aðferðinni. Hinsvegar tel ég flugufiski ánægjulegasta veiðimátann og oft hinn íengsælasta. Ættu stang- veiðimenn ,almennt að leggja rækt við að verða góðir „flugumenn“, því það myndi margfalda ánægjuna við ána. Það, sem mestu máli skiptir við not- kun gerfiflugunnar, er stærð hennar og litur. Þó er það stærðin, sem meiru máli skiptir. En hún fer eftir dýpt vatnsins og hita — einnig eftir lit þess og veður- fari. Þegar laxinn „rís“ illa á flugun,a, sem kallað er, — eða rís nokkrum sinnum án þess þó að „taka“, er það gefið mál, að flugan er of stór — eða girnistaumur- inn of sver. Það er ætíð bezt að byrja að fiska með eins litlum flugum og tiltæki- legt þykir st.aðhátta vegna. Einnig ætti aldrei að nota gildara girni en frekást þykir nauðsynlegt. Fluguna má stækka fyrirhafnarlítið ef þurfa þykir. Og ó- hætt er að treysta því, að lítil fluga heldur fiski prýðilega vel ef að öllu er rétt farið. Hinsvegar sekkur lítil fluga ekki eins vel og stærri öngull ef fiska þarf djúpt. Vitaskuld fer „hin rétta stærð“ flugunnar eftir vatnsmagni ár- innar, sem fiskuð er. Til dæmis að taka, þá mætti kalla flugustærðina no. 6/0— 5/0 stóra flugu í Soginu, no. 3/0—2/0 meðalstærð og no. 1, 2, o. s. frv., litlar flugur þar eystra. Hinsvegar væri no. 3/0 allt of stór fluga í Elliðaánum eða Korpu. En hvenær á þá að nota stóra flugu og hvenær litla? Og eftir hvaða reglum ætti að fara um lit flugunnar? Nokkuð algildar reglur eru þessar: Notið stóra flugu: a. I miklu og skoluðu v,atni. b. í hvössu, ruddaveðri. c. 1 djúpu vatni, þar sem botninn er dökkur. Notið millistærð: a. I miðlungs vatni. b. I hæfilegri birtu, þegar vel gárar. Notið litlar og litdaufar flugur: a. í grunnu, tæru vatni. b. í andvara — sterkri birtu. 47

x

Veiðimaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.