Veiðimaðurinn - 01.12.1940, Blaðsíða 25

Veiðimaðurinn - 01.12.1940, Blaðsíða 25
INGÓLFUR EINARSSON: MKOE OBD OM SILONGSYEIÐI Að fiska lax og silung með flugu, er lang mesta og skemmtilegasta íþróttin fyrir veiðimenn. Þetta vita allir, sem reynt hafa, enda hefir það færst mjög í aukana á síðustu árum. Sjálfsagt eru það margir, sem gam,an hafa af að veiða lax og silung, sem ekki hafa reynt þessa veiðiaðferð. En von- andi — þeirra vegna — eiga þeir eftir að reyr.a það, því ekki mun áhuginn þá dofna. Ég ætla hér, til fróðleiks og skemmtunar þeim, sem ekki hafa kynnt sér þetta til hlýtar, að segja nokkur orð um silungsveiði með flugu, bæði af eig- in reynslu og eins af því sem ég hefi heyrt og lesið, þó það sé hvorki mikið né merkilegt. Það getur alltaf verið svo- lítil hjálp, þeim sem ekki hafa fengist við þessar veið.ar áður. Fyrsta skilyrðið til þess að skemmt- unin sé fullkomin, er að hafa góða veiði- stöng, sem er að lengd 9—91/2 eða 10 fet, með samsvarandi línu, hjóli og flugutaum eða flugukasti (Fly Cast) eins og veiðimenn venjulega kalla það. Um aðferðina að kasta flugu, er ágæt grein í 1. tbl. „Veiðimannsins“, eftir Gunnar Bachmann, sem mjög gott er að átta sig á, og vísa ég því til hennar um þann lið veiðiaðferðarinn.ar. Þar næst kemur flugutaumurinn, og er áríðandi að hann sé góður og rétt með hann far- ið, því hann er viðkvæmur, þó sterkur sé. Flugutauminn er nauðsynlegt að bleyta upp, í minnst 20 mínútur í köldu vatni, áður en hann er notaður, bezt er að láta b,ann í girnisboxið um leið og lagt er af stað í fyrirhugaða veiðifei'ð, ef girnisbox er ekki fyrir hendi, er á- gætt að vefja tauminn í deiga tusku, sem látin er í blikkdós, sem hægt er að loka vel, og er þá hægt að nota hann strax og komið er á veiðistaðinn. Liturinn á girninu er venjulegast blá- leitur, eð.a daufgrænn; einnig eru til girni, sem gerð eru brúnleit með sér- stökum vökva, og er það nýung, sem reynst hefir mjög vel allsstaðar. Girniö verður mattara og gljáir ekki á það í vatninu, og er að sögn enskra veiði-„sér- fræðinga“ ósýnilegt í vatninu, fyrir fisk- inn. Sverleikinn á flugutaumnum, sem almennt er notaður við silungsveiðar, er nefndur Ox og lx, sem er sverara girni og not.að við veiðar í straumvatni, og 2x og 3x þegar veitt er í straumlausu vatni. Þegar fiskað er í straumvatni, eru venjulega notaðar flugustærðii nr. 8—12, og fer stærðin eftir birt- unni og hve mikill straumurinn er. Það er bezt að hafa .aðeins eina flugu á strengnum þegar notaðar eru stærðirnar 8 og 9, t. d. tvíkrækjur, cg aldrei fleiri en tvær flugur þó smærri tegundir séu notaðar. Ég ætla að telja hér upp nokkur flugunöfn sem reynast ágætlega í str.aumvatni, en auðvitað er hægt að nota fleiri tegundir. 59

x

Veiðimaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.